Frítímastarf fatlaðra ungmenna

Í Hinu Húsinu er boðið upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Einu sinni í viku er einnig opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16–30 ára. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni List án landamæra.

Vetrarstarf

Hitt Húsið býður upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku þeirra í frítíma sínum. Starfið er fyrir ungmenni sem falla undir umönnunarflokk 1–3 skv. skilgreiningu Tryggingastofnunar.

Sumarstarf – Atvinnutengt frítímastarf

Á sumrin bjóðast þeim ungmennum sem sótt hafa vetrarstarfið atvinnutengt frístundastarf. Markmiðið er að ungmennin fái að kynnast ýmsum störfum á hinum almenna vinnumarkaði og hinn almenni vinnumarkaður fái að kynnast þeim.

Kvöldstarf

Á fimmtudagskvöldum kl. 17.00–21.00 er opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16–30 ára. Fjölbreytt dagskrá er í boði hverju sinni sem er skipulögð af ungmennum og starfsfólki.

List án landamæra

List án landamæra  er listahátíð sem sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni.

Veggspjald Listar án Landamæra 2021