Heiti potturinn - styrkur í félagsstarfi í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum | Reykjavíkurborg

Heiti potturinn - styrkur í félagsstarfi í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum

Sjóður sem styrkir opið félagsstarf í félagsmiðstöðvum og samfélagshúsum í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Félagsstarf í félagsmiðstöðvum/ Samfélagshúsum velferðasviðs er vettvangur samskipta og skapandi athafna til þess að koma í veg fyrir félagslega einangrun.

  • Frá Qiong og tai chi æfingu á Klambratúni.
  • Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða að Laugavegi 77.

Einstaklingar og hópar geta sótt um styrki vegna verkefna í opnu félagsstarfi s.s. vegna námskeiða, ferðalaga, íþróttaiðkunar, fræðslu og skemmtana.

Leitast skal við að veita styrki til verkefna sem eru opin öllum þátttakendum í félagstarfi og falla að hlutverki félagsmiðstöðva/samfélagshúsa eða teljast á annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun í félagsstarfi. Sjóðurinn styrkir einnig eflingu og þróun á verkefnum sem þegar eru í gangi.

Markmið

  • Að auka þátttöku og virkni í opnu og sjálfbæru félagsstarfi.
  • Að auka hlut íþróttaiðkunar og hreyfingar í opnu og sjálfbæru félagsstarfi.
  • Að efla fræðslu og miðlun upplýsinga í opnu og sjálfbæru félagsstarfi.
  • Að rækta félagsauð og auka fjölbreyti í opnu og sjálfbæru félagsstarfi.

Reglur

  • Umsækjendur séu eldri en 18 ára.
  • Verkefnið verði framkvæmt í vesturbæ, miðborg og hlíðum.
  • Hámarksupphæð styrks er 200.000 krónur.
  • Sjálfstæðir hópar, félög eða einstaklingar geta fengið styrk úr sjóðnum.

Við upphaf verkefnis skrifar styrkþegi undir samning um framkvæmd verkefnisins. Í lok verkefnis skulu styrkþegar gera grein fyrir ráðsstöfun styrksins með lokaskýrslu.

Styrkurinn er skattskyldur.

Umsókn skal senda inn á netfangið: sigridur.arndis.johannsdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. oktober 2017

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =