Brúin

Frístundamiðstöð

Gylfaflöt 5
112 Reykjavík

""

Brúin

Frístundamiðstöðin Brúin er rekin af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Vettvangur starfsemi Brúarinnar er frítími íbúa í Árbæ, Grafarvogi, Norðlinga- og Grafarholti og Úlfarsárdal. 

Megináhersla starfseminnar og helsti vettvangur er frístundastarf barna- og unglinga í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum.  

Barna- og unglingastarf í Brúnni

Brúin heldur utanum starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Grafarvogi, Árbæ, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal. Í frístundastarfi á vegum Brúarinnar er lögð áhersla á öryggi og vellíðan. 

Útilífssvið

Útilífssvið Brúarinnar starfrækir Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) sem er miðlæg þekkingarstöð á sviði útivistar og útináms fyrir skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sviðið heldur einnig utan um starfsemi Frístundagarðsins við Gufunesbæ og skíðabrekkur borgarinnar.

Hlaðan fjölnotasalur

Hlaðan er fjölnotasalur sem tilheyrir Brúnni frístundamiðstöð og hentar vel fyrir fundi, námskeið, litlar ráðstefnur, starfsdaga, smiðjuvinnu, tónleika og aðra menningartengda dagskrá.

Starfsfólk

Starfsfólk Brúarinnar eru: 

  • Framkvæmdastjóri: Haraldur Sigurðsson
  • Fjármálastjóri: Hafdís Þórðardóttir
  • Deildarstjóri útilífssvið: Hafsteinn Grétarsson
  • Deildarstjóri unglingasviðs: Inga Lára Björnsdóttir
  • Deildarstjóri barnasviðs: Þóra Melsted
  • Skrifstofustjóri: Írena Játvarðsdóttir