Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar

Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar er umhverfisstjórnunarkerfi borgarinnar sem allir vinnustaðir Reykjavíkur geta tekið þátt í.

  • ""

Um verkefnið

Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið er innblásið frá umhverfisstjórnunarkerfi Harvard háskóla í Bandaríkjunum sem nefnist Green Office og er ætlað að minnka neikvæð umhverfisáhrif háskólans.

Framkvæmd verkefnisins er einföld og aðgengileg og allir vinnustaðir á vegum Reykjavíkurborgar geta tekið þátt. Verkefnið hófst formlega í október 2011.

 

Fjögur skref - níu umhverfisþættir

Umhverfisstjórnunarkerfið Græn skref byggist á fjölmörgum aðgerðum sem snerta níu þætti sem hafa áhrif á umhverfið og eru innleidd í fjórum áföngum. Öllum vinnustöðum borgarinnar býðst að tileinka sér þessar aðgerðir og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna og draga úr rekstrarkostnaði.

 

Markmið verkefnisins er að:

  • gera starfssemi Reykjavíkurborgar umhverfisvænni,
  • auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra,
  • draga úr kostnaði í rekstri Reykjavíkurborgar,
  • innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar,
  • vinnustaðir fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum,
  • vinnustaðir borgarinnar geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar,
  • aðgerðir Reykjavíkurborgar í umhverfismálum séu sýnilegar,
  • Reykjavíkurborg verði fyrirmynd annarra í umhverfismálum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 4 =