Akstursþjónusta eldri borgara - Gjaldskrá | Reykjavíkurborg

Akstursþjónusta eldri borgara - Gjaldskrá

1.gr.

Greiðsla

Gjald fyrir hverja ferð hjá akstursþjónustu eldri borgara er kr. 1.185 óháð fjölda ferða.

2.gr.

Lækkun greiðslu

Ef tekjur umsækjanda og maka hans eru undir eða við tekjuviðmið TR er unnt að sækja um lækkun greiðslu, og greiða þá sem samsvarar almennu fargjaldi skv. gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni fyrir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði en kr. 1.185 fyrir hverja ferð umfram 16 ferðir.

Heimilt er að veita þeim sem hafa allt að 5% umfram viðmiðunartekjur lækkun greiðslu og er hægt að leggja inn sérstakt erindi á þjónustumiðstöð með beiðni um lækkun til samræmis við þá sem hafa tekjur undir viðmiðunartekjum TR.

Árið 2017 eru viðmiðunartekjur TR kr. 280.000 fyrir þá sem búa einir og eru með heimilisuppbót og kr. 227.883 fyrir þá sem búa með öðrum. Upphæðir munu hækka í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga.

Aðrar bætur sem greiddar eru til lífeyrisþega frá TR umfram viðmiðunartekjur skal reikna sem umframtekjur. Greiðslur vegna sjúkra- og lyfjakostnaðar teljast ekki til tekna í þessu sambandi.

3.gr.

Ákvörðun um lækkun

Ákvörðun um lækkun á greiðslu vegna akstursþjónustu er tekin af starfsmanni þjónustumiðstöðvar og skal lögð fyrir fund til afgreiðslu. Gjaldalækkun tekur gildi strax við samþykkt en gildir ekki afturvirkt.

4.gr.

Niðurstaða og rökstuðningur synjunar

Kynna skal niðurstöðu skriflega svo fljótt sem unnt er.

Ákvörðun um synjun á lækkun greiðslu vegna akstursþjónustu má skjóta til velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Skal það gert skriflega og eigi síðar en 4 vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Ákvörðun velferðarráðs má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Skal það gert innan þriggja mánaða frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

5.gr.

Gjaldskylda ónýttrar þjónustu

Greiða skal fyrir pantaðar ferðir þegar forföll hafa ekki verið tilkynnt. Afpöntun ferðar skal vera með sem mestum fyrirvara, helst deginum áður en í undantekningartilvikum þremur klukkustundum fyrir fyrirhugaða ferð. Að öðrum kosti telst ferðin með í uppgjöri.

 

6.gr.

Gildistaka

Samþykkt  í borgarstjórn 5. desember 2017.

Gjaldskrá þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2018.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =