Fundur borgarráðs 8. desember 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn 5435. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. desember 2016. R16010015

2. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 25. og 29. nóvember 2016. R16010004

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 22. nóvember 2016. R16010006

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 28. nóvember 2016. R16010012

5. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 2. desember 2016. R16010022

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. október 2016. R16010025

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. desember 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

Fram fer umræða um 11. lið fundargerðarinnar.

Líf Magneudóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R16120004

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. í dag, ásamt fylgigögnum, R16010042
Samþykkt að veita Danskóla Brynju Péturs styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna Street dans einvígis 2017.
Öðrum umsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní 2014.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. nóvember 2016 á breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. R15060040
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. nóvember 2016 á breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðanna nr. 40, 42 og 42a við Framnesveg. R16090068
Samþykkt.

12. Fram fer kynning á niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðis. Einnig lagt fram dómnefndarálit, dags. 7. desember 2016.

Áslaug Traustadóttir, Helgi B. Thoroddsen, Gísli Garðarsson, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Orri Steinarsson, Julio Gil Farina, Jaako van f. Spijken, Marnix Vink, Björn Ingi Edvardsson, Gísli Garðarsson, Marta Guðjónsdóttir, Sigurborg Haraldsdóttir og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13110186

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Niðurstöðum hugmyndasamkeppni um Gufunes er fagnað. Sigurvegurum er óskað til hamingju og keppendum og dómnefnd þökkuð vel unnin störf. Borgarráð hvetur til þess að markvisst verði unnið að næstu áföngum uppbyggingarinnar og umhverfis- og skipulagssviði er falið að gera tillögur um næstu skref. Borgarráð hvetur einnig til þess að niðurstöðurnar verði kynntar hagsmunaaðilum á svæðinu og að haldinn verði opinn kynningarfundur um tillögurnar í Grafarvogi á nýju ári.

- Kl. 9.54 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. desember 2016, með tillögum um breytingar á leiguverði hjá Félagsbústöðum hf. Einnig er lagt fram bréf Félagsbústaða hf., dags. 28. nóvember 2016, ásamt fylgigögnum og umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. nóvember 2016. R16120017
Frestað.

Stefán Eiríksson, Jóna Guðný Egilsdóttir og Auðun Freyr Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Fram fer kynning á störfum endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.

Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarson og Sunna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16010030

15. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. desember 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 29. nóvember 2016 á tillögu að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar til framfærslu í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar 2017. R14120120
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Breytingin öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 80/2016: Salbjörg Ósk Atladóttir gegn Reykjavíkurborg. R15060249

17. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-456/2016 í máli Signýjar Tindru Dúadóttur gegn Reykjavíkurborg, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og Vátryggingafélagi Íslands hf. R15100459

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. desember 2016, ásamt minnisblaði stýrihóps um heildstæða frítímaþjónustu og atvinnumál fyrir fötluð ungmenni, dags. 29. febrúar 2016:

Lagt er til að tillögum í minnisblaði frá stýrihópi um heildstæða frítímaþjónustu og atvinnumál fyrir fötluð ungmenni verði vísað til stýrihóps um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Stýrihópnum verði falið að móta stefnu í atvinnu- og virknimálum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Byggt verði á viljayfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytis og Vinnumálastofnunar um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks. Þá verði byggt á þeirri reynslu sem hlotist hefur af þeim fjölmörgu atvinnu- og virkniúrræðum sem borgin hefur leitt og tekið þátt í. Lögð verði áhersla á að stefnan nái til þess hvernig Reykjavíkurborg styðji við starfsfólk sem vegna veikinda þarf að breyta um starfsvettvang og hvernig bjóða megi fólki sem farið er á eftirlaun, störf á vegum Reykjavíkurborgar. Lögð verði áhersla á að taka tillit til mismunandi getu fólks í störfum hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt eru lögð fram til staðfestingar borgarráðs drög að erindisbréfi stýrihóps um atvinnu- og virkniúrræði á vegum Reykjavíkurborgar og óskað eftir því að borgarráð skipi fulltrúa í hópinn.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15020070
Frestað.

19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. janúar 2016, með svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar þann 5. janúar 2016 og vísað var til borgarráðs:

Borgarstjórn samþykkir að hrinda af stað sérstöku átaki í atvinnumálum fatlaðs fólks. Átakið snúist um að innleiða störf á vinnustöðum borgarinnar fyrir fatlað fólk sem þarf stuðning. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að fötluðu fólki bjóðist tækifæri á vinnumarkaði en slík tækifæri eru nú mjög af skornum skammti. Mjög brýnt er einnig að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að vinna að nauðsynlegum leiðum og aðgerðum til að finna hvaða störf henta og hvernig nauðsynlegt er að útfæra stuðninginn. Efnt skal til átaksins í samvinnu við Vinnumálastofnun og hagsmunasamtök fatlaðs fólks.

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarstjóra, dags. 5. desember 2016, ásamt drögum að erindisbréfi:

Stýrihópi um atvinnu- og virkniúrræði verði falið að gera tillögu að átaki í atvinnumálum fatlaðs fólks með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum sem standa fötluðu fólki og fólki með skerta starfsgetu til boða. R16010113

Frestað.

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. desember 2016, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á afsali Faxaflóahafna á lóðarhluta samtals 2.315 fermetra úr landi Sævarhöfða til Reykjavíkurborgar ásamt fylgigögnum. R16120006
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. desember 2016, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út lóðir í eigu Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi. R16120010
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11.34

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_0812.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_0812.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
29.16 KB
Skráarstærð
29.16 KB
innkauparad_0212.pdf
Skrá
/sites/default/files/innkauparad_0212.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.33 KB
Skráarstærð
22.33 KB
heilbrigdisnefnd_2511.pdf
Skrá
/sites/default/files/heilbrigdisnefnd_2511.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.98 KB
Skráarstærð
15.98 KB
heilbrigdisnefnd_2911.pdf
Skrá
/sites/default/files/heilbrigdisnefnd_2911.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.58 KB
Skráarstærð
15.58 KB
hvr_breidholts_2211.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_breidholts_2211.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.67 KB
Skráarstærð
17.67 KB
hvr_laugardals_2811.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_laugardals_2811.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.5 KB
Skráarstærð
22.5 KB
stjorn_slokkvilids_hofudborgarsv_0212.pdf
Skrá
/sites/default/files/stjorn_slokkvilids_hofudborgarsv_0212.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.25 KB
Skráarstærð
22.25 KB
stjorn_or_2410.pdf
Skrá
/sites/default/files/stjorn_or_2410.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
32.08 KB
Skráarstærð
32.08 KB
umhverfis-_og_skipulagsrad_0712.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis-_og_skipulagsrad_0712.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
138.74 KB
Skráarstærð
138.74 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_9.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
140.38 KB
Skráarstærð
140.38 KB
styrkbeidnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkbeidnir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
16.72 MB
Skráarstærð
16.72 MB
baejarflot_9_11_og_gylfaflot_15_17.pdf
Skrá
/sites/default/files/baejarflot_9_11_og_gylfaflot_15_17.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
7.86 MB
Skráarstærð
7.86 MB
framnesvegur_40_42_og_42a.pdf
Skrá
/sites/default/files/framnesvegur_40_42_og_42a.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.68 MB
Skráarstærð
1.68 MB
blo_domur_salbjorg.pdf
Skrá
/sites/default/files/blo_domur_salbjorg.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
835.19 KB
Skráarstærð
835.19 KB
blo_domur_signy_tindra.pdf
Skrá
/sites/default/files/blo_domur_signy_tindra.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.61 MB
Skráarstærð
3.61 MB
kjalarnes_utb_lodir_r16120010.pdf
Skrá
/sites/default/files/kjalarnes_utb_lodir_r16120010.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
28.44 KB
Skráarstærð
28.44 KB