Fundur borgarráðs 16. mars 2017

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 16. mars, var haldinn 5446. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson,Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur K. Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars 2017, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 7. mars sl. hafi verið samþykkt að Marta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í borgarráði í stað Hildar Sverrisdóttur. R14060106

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 9. mars 2017. R17010032

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. mars 2017. R17010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. mars 2017. R17010014

5. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. mars 2017. R17010004

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. mars 2017. R17010015

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. mars 2017. R17010027

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. mars 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R17020248

10. Lögð fram yfirlit yfir fundi borgarstjóra með fulltrúum stjórnvalda í janúar og febrúar 2017. R17010089

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17030033

12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 300.000.
Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að fjárhæð kr. 1.200.000.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. R17030118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún, ásamt fylgiskjölum. R17030119
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 17 við Austurstræti, ásamt fylgiskjölum. R17030120
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á auglýsingu um nýtt deiliskipulag sem felst í að gerð er lóð undir innsiglingarvita við Sæbraut rétt utan við Höfða, ásamt fylgiskjölum. R17030121
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg, ásamt fylgiskjölum. R15120045
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 16. febrúar 2017, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulags Eiðsgranda-Ánanausta, ásamt fylgiskjölum. R16110072
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. mars 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits austur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Kárastíg, ásamt fylgiskjölum. R17030123
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg, ásamt fylgiskjölum. R16120040
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ljúka hönnun og bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og endurbóta á Hólabergi 36, ásamt fylgiskjölum. R17030116
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13 mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út í alútboði hönnun og framkvæmdir vegna nýrrar hverfabækistöðvar Útstöðvar, vestur við Fiskislóð 37c í Örfirisey, ásamt fylgiskjölum. R17030115
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fullhanna og bjóða út framkvæmdir vegna Hverfið mitt 2017, ásamt fylgiskjölum. R17020200
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. mars 2017, ásamt fylgiskjölum, til velferðarráðuneytisins, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf ríkis og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðar- og leiguhúsnæðis í Reykjavík á eftirtöldum lóðum: Landhelgisgæslulóð, Sjómannaskólareit, SS-reit, Borgarspítalareit, Veðurstofuhæð og Suðurgötu-Hringbraut. R17030062

25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi auglýsingagögn vegna fyrirhugaðrar ferju milli Reykjavíkur og Akraness. R16020087
Samþykkt með 4 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt að auglýst sé eftir rekstraraðilum til að vera með farþegasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness svo framarlega sem rekstraraðilar reka slíkt verkefni á eigin vegum án opinbers fjármagns. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja ekki að sett verði í þetta fjármagn frá Reykjavíkurborg.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu á tillögu þeirri sem hér er til afgreiðslu. Bókað hefur verið í tvígang í borgarráði um að við styðjum ekki að fjármunir skattborgara í Reykjavík fari í verkefnið, enda teljum við það óráðlegt að ráðstafa og forgangsraða fjármunum borgarinnar og skattfé almennings í tilraunaverkefni þetta. Hvetjum við meirihlutann til að gangast ekki við neinum þeim tilboðum sem fela í sér fjárútlát af hálfu Reykjavíkurborgar.

26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. mars 2017, þar sem drög að erindisbréfi byggingarnefndar um svæði Íþróttafélags Reykjavíkur í Mjódd eru lögð fram til kynningar. R16100021

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóða og sölu byggingarréttar við Móaveg 2-4, fjölbýlishús fyrir 120 íbúðir og verslunarhúsnæði á 1. hæð. R16100074
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóða og sölu byggingarréttar við Urðarbrunn 130-134, fjölbýlishús fyrir 30 íbúðir, og Urðarbrunn 33-35, fjölbýlishús fyrir 23 íbúðir. R13060014
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta lóðinni Keilugranda 1, landnr. 105790, ásamt byggingarrétti fyrir 78 íbúðir fyrir búseturétt eða leiguíbúðir á vegum Búseta. R16080064
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn því að byggja fjölbýlishús á SÍF-reitnum (Keilugranda 1) þar sem þeir telja að nýta eigi svæðið í þágu íþrótta- og útivistarstarfsemi í Vesturbænum. Grandahverfi er nú þegar með þéttbýlustu hverfum borgarinnar en viðurkennt er að mikill og vaxandi skortur er á rými fyrir íþróttastarfsemi í hverfinu og er mikilvægt að bæta úr því. Enn skal minnt á að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í Vesturbænum á næstu árum sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um a.m.k. 5.500 manns eða 33%. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sýnir af sér mikið fyrirhyggjuleysi í skipulagsmálum með því að leggja annars vegar mikla áherslu á fjölgun íbúa í Vesturbænum en neita hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að slík fjölgun kallar á umtalsverða uppbyggingu innviða, ekki síst í þágu íþrótta- og grunnskólastarfsemi. Ákjósanlegasti kosturinn við að stækka íþróttasvæði hverfisins er að nýta umrædda lóð að Keilugranda 1 í því skyni. Með þeirri ákvörðun meirihlutans að ráðstafa svæðinu undir þétta fjölbýlishúsabyggð er jafnframt komið í veg fyrir að hún nýtist í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa lóðarhluta inn á lóðinni að Jörfagrund 54-60, Kjalarnesi, og landspildu undir göngustíg, ásamt fylgiskjölum. R17020113
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Gissurargötu 4. R17010224
Samþykkt.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. mars 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta íbúðafélaginu Bjargi hses. lóðum og byggingarrétti á lóðum G og H við Hallgerðargötu fyrir fjölbýlishús fyrir 63 íbúðir. R17030103
Samþykkt.

33. Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spyrja hvar tillaga þeirra frá fundi 7. febrúar sl. um fjölgun lóða í Úlfarsárdal er stödd í borgarkerfinu. Á borgarstjórnarfundinum var samþykkt sú tillaga meirihlutans gegn mótatkvæðum minnihlutans að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til borgarráðs. Tillagan snerist um að hefja nú þegar undirbúning þess verkefnis að fjölga lóðum umfram þá litlu fjölgun sem unnið er að núna við endurskoðun deiliskipulags Úlfarsárdals. Íbúðaþörfin er um 5.000 íbúðir í dag í Reykjavík og svo 1.000 íbúðir árlega. Fljótlegast hefði verið að samþykkja tillöguna í borgarstjórn til að létta undir með þeim sem eru í vandræðum á húsnæðismarkaði vegna mikillar hækkunar á verði og lítils framboðs. Tæki Reykjavíkurborgar til að takast á við það er aukið lóðaframboð. Með því að vísa tillögunni til borgarráðs var meirihlutinn að tefja málið og enn er það óafgreitt. Það er ekki gott innlegg í þau vandræði sem nú ríkja á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. R17020065

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að í þeim tilvikum sem borgarstjóri á fundi með fulltrúum stjórnvalda og fundargerðir eru færðar, verði þær lagðar fyrir borgarráð við fyrsta tækifæri. R17010089
Frestað.

35. Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir óháðu lögfræðiáliti á afgreiðslu skóla- og frístundaráðs 8. mars sl. varðandi greiðslur vegna frístundastarfsemi sjálfstætt rekinna skóla í borginni. Svo virðist sem umrædd afgreiðsla endurspegli afstöðu meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna til sjálfstætt rekinna skóla. Frá árinu 2013 hafa sjálfstætt reknir skólar fengið greitt framlag vegna rekstrar frístundastarfsemi yngstu árganganna án þess að formlegur samningur liggi fyrir þar að lútandi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja sjálfsagt að unnið sé að slíkri samningsgerð en leggja mikla áherslu á að það verði gert í sátt og samvinnu við þá skóla sem bjóða umrædda þjónustu en þeim ekki stillt upp við vegg innan þröngra tímamarka. Er það ekki síst mikilvægt í ljósi þess að sjálfstætt reknir skólar telja framlög borgarinnar til starfseminnar vera of lág og hafa ítrekað óskað eftir leiðréttingu sem æskilegt væri að yrði gerð í tengslum við slíka samningsgerð. Það sætir furðu að sjálfstætt reknum skólum sé hótað því að greiðslur til þeirra vegna þessarar þjónustu verði felldar niður sætti þeir sig ekki við breytt fyrirkomulag innan tveggja vikna. Hæpið er að slíkt standist góða stjórnsýsluhætti og jafnvel lagareglur vegna þess að ef hótuninni verður hrint í framkvæmd verður ekki annað séð en að hún hafi afturvirk áhrif í för með sér. Hér er tvímælalaust um íþyngjandi ákvörðun að ræða og hefði því verið lágmark að tilkynna umræddum skólum um hana fyrirfram og að gefa þeim kost á að koma andmælum á framfæri. R17010137

Fundi slitið kl. 10.37

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Kjartan Magnússon

borgarrad_1603.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_1603.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
102.09 KB
Skráarstærð
102.09 KB
kosning_borgarrad.pdf
Skrá
/sites/default/files/kosning_borgarrad.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
53.8 KB
Skráarstærð
53.8 KB
ferlinefnd_0903.pdf
Skrá
/sites/default/files/ferlinefnd_0903.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.85 KB
Skráarstærð
15.85 KB
hvr_kjalarness_0903.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_kjalarness_0903.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.22 KB
Skráarstærð
17.22 KB
hvr_vesturbaejar_0903.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_vesturbaejar_0903.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.12 KB
Skráarstærð
17.12 KB
heilbrigdisnefnd_1003.pdf
Skrá
/sites/default/files/heilbrigdisnefnd_1003.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.04 KB
Skráarstærð
22.04 KB
innkauparad_0703.pdf
Skrá
/sites/default/files/innkauparad_0703.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
19.86 KB
Skráarstærð
19.86 KB
straeto_0303.pdf
Skrá
/sites/default/files/straeto_0303.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.78 KB
Skráarstærð
20.78 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_1503.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_1503.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
112.21 KB
Skráarstærð
112.21 KB
embaettisafgreidslur.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaettisafgreidslur_20.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
13.05 MB
Skráarstærð
13.05 MB
fundir_borgarstjora.pdf
Skrá
/sites/default/files/fundir_borgarstjora.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
177.99 KB
Skráarstærð
177.99 KB
umsagnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_11.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
59.49 KB
Skráarstærð
59.49 KB
styrkir.pdf
Skrá
/sites/default/files/styrkir_1.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
7.09 MB
Skráarstærð
7.09 MB
usk_skogarhlid.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_skogarhlid.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.28 MB
Skráarstærð
2.28 MB
usk_borgartun.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_borgartun.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
6.36 MB
Skráarstærð
6.36 MB
usk_austurstraeti.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_austurstraeti.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.27 MB
Skráarstærð
3.27 MB
usk_saebraut.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_saebraut.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.01 MB
Skráarstærð
5.01 MB
usk_grundarstigsreitur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_grundarstigsreitur_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
21.02 MB
Skráarstærð
21.02 MB
usk_eidsgrandi_ananaust.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_eidsgrandi_ananaust.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.83 MB
Skráarstærð
2.83 MB
usk_karastigur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_karastigur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.43 MB
Skráarstærð
1.43 MB
usk_langholtsvegur.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_langholtsvegur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.7 MB
Skráarstærð
15.7 MB
usk_holaberg.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_holaberg.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.69 MB
Skráarstærð
2.69 MB
usk_hverfabaekistod_fiskislod.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hverfabaekistod_fiskislod.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.6 MB
Skráarstærð
2.6 MB
usk_hverfid_mitt.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hverfid_mitt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
3.1 MB
Skráarstærð
3.1 MB
samstarf_um_skipulag.pdf
Skrá
/sites/default/files/samstarf_um_skipulag.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.05 MB
Skráarstærð
2.05 MB
floasiglingar.pdf
Skrá
/sites/default/files/floasiglingar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
356.51 KB
Skráarstærð
356.51 KB