Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 58

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 20. september 2021, kl. 10:04 var haldinn 58. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Ólafur Kr. Guðmundsson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Jórunn Pála Jónasdóttir og Valgerður Árnadóttir

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sigurjóna Guðnadóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

    Lögð fram samþykkt nr. 1124/2021, dags. 4. október 2021, um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019

        Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

    Fylgigögn

  2. Þrjú erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna skotæfingasvæða á Álfsnesi 

    I.    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 19. apríl 2021 og kæra íbúa og landeigenda við Kollafjörð send til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2021 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfi til Skotfélags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. júní 2021 ásamt úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. september 2021.

    II.    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 22. júní 2021 og kæra íbúa og landeigenda við Kollafjörð send til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er lagðar fram greinargerðir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. júlí 2021 og 1. september 2021 og úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. september 2021. 

    III.    Lögð fram kæra Skotreynar (Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis) á afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á umsókn félagsins um endurnýjun starfsleyfis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis á Álfsnesi dags. 3. júní 2021, send til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júlí 2021 samt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. september 2021. 
    Lagt fram. 

    Fulltrúi Pírata leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð er áhersla á mikilvægi þess að bregðast við kvörtunum íbúa Kjalaness vegna ónæðis af skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi. Skotfélagið er flokkað sem íþróttafélag og samkvæmt því hefur Reykjavíkurborg sinnt ábyrgðarhlutverki sínu til að starfsemin hafi aðsetur innan borgarmarka. Framtíð skotæfingasvæðisins verður viðfangsefni við gerð aðalskipulags Kjalarness sem brátt verður ráðist í og mikilvægt er að taka mið af sjónarmiðum íbúa í því samhengi. Skothvellir fæla einnig dýr og hræða ásamt því að valda íbúum miklu ónæði sem skerðir lífsgæði þeirra. Vandasamt er að sjá að þessi starfsemi henti innan íbúðabyggðar.

    Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Sala veitinga á netinu og upplýsingagjöf veitingastaða – kynning á eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    -    Kl. 10:23 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.

        Anna Jóhannesdóttir heilbrigðisfulltrúi og tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2021 vegna samþykktar borgarráðs frá 21. september 2021 á samþykkt um hundahald í Reykjavík.

    Fylgigögn

  5. Lagður fram listi dags. 20. október 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  6. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 454 dags. 6. september 2021, 455 dags. 10. september 2021 og nr. 456 dags. 17. september 2021 ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  7. Umhverfisstofnun, kynning         Mál nr. US210290

    Kynning frá Umhverfisstofnun um meðhöndlun mengaðs úrgangs.

    Kristín Kröyer frá Umhverfisstofnun tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Að loknum þessum lið víkur Ólafur Jónsson af fundi.

  8. Veðurmælingar í Reykjavík, kynning         Mál nr. US210262

    Fulltrúar Veðurstofunnar kynna veðurmælingar í borginni, fyrirkomulag og framtíðarsýn.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Óðinn Þórarinsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson frá Veðurstofu Íslands taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  9. Seiðaástand, göngur um teljara og stangveiði í Úlfarsá 2020, Kynning         Mál nr. US210298

    Lögð fram skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar dags. 28. september 2021 um vöktun á stofnum laxfiska í Úlfarsá 2020.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Freydís Vigfúsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið og Friðþjófur Árnason frá Hafrannsóknarstofnun tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Vöktun á fuglalífi í Reykjavík sumarið 2021, Kynning         Mál nr. US210296

    Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 14. október 2021 um vöktun mikilvægra fuglasvæða í Reykjavík ásamt viðauka.

    Frestað.

  11. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til húsfélagsins Freyjubrunni 16 – 20, húsfélagsins Safamýri 46 – 50, Húsfélagsins Skúlagötu 32 – 34 og húsfélagsins Vesturbergi 70 – 74 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt. 

  12. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á SV-landi, umsagnarbeiðni - USK2021090074         Mál nr. US210293

    Lagt fram bréf Mannvits dags. 17. september 2021 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 á Suðvesturlandi.

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu umhverfisgæða og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  13. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna skotsvæðis         Mál nr. US210304

    Lagt er til að fundin verði lausn á ágöllum á birtingu ákvarðana Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sbr. ákvarðanir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51 og 56/2021. Nýr vettvangur fyrir birtingu verði tilbúinn fyrir 20. janúar 2022.

    Frestað

Fundi slitið klukkan 12:36

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_2010.pdf