Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 57

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 22. september kl. 11:00, var haldinn 57. fundur umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Skúli Þór Helgason, Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Örn Þórðarson, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1.  Lögð fram til kynningar starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2022.

    Kynnt.

  2. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. september 2021 þar sem lagt er til að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur synji starfsleyfi fyrir móttökustöð fyrir úrgang á starfstöð Vöku Héðinsgötu 2.

    Tillaga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að synja umsókn um starfsleyfi fyrir móttökustöð Vöku Héðinsgötu 2 samþykkt með 7 atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í Umhverfis- og heilbrigðisráði leggja til að Reykjavíkurborg tryggi svæði/aðstöðu til að taka á móti úrgangi svipuðum þeim og Vaka er að taka á móti í Héðinsgötu 2. Það er nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu. 

    Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ákvörðun heilbrigðisnefndar um synjun á starfsleyfi fyrir móttöku bíla til endurnýtingar og förgunar er mikil afturför fyrir hringrásarhagkerfið. Upplýst er að synjun byggir á úrskurði æðra stjórnvalds, þ.e. Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála,  sem hefur komist að annarri niðurstöðu um skipulag landsvæðis en byggingar- og skipulagsyfirvöld í Reykjavík, sem höfðu áður samþykkt starfsemina. Með synjun lýkur áratuga langri starfsemi Vöku í Reykjavík við endurnýtingu ökutækja.

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, tillaga og fylgigögn dags. 13. ágúst 2021, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. ágúst 2021.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um rannsóknir á jarðvegi í Nýja Skerjafirði, umsögn - 2021090199         Mál nr. US200453

    Lögð fram umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 15. september 2021.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um úrbætur vegna lyktamengunar frá Gufunesi (USK2021080019)         Mál nr. US210223

    Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að því að vinna að úrbótum vegna lyktamengunar sem hefur borist í sumar yfir Grafarvog frá Gufunesi verði sett af stað. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðisráðs Reykjavíkur dags. 16. september 2021.

    Tillögunni er vísað frá. 

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá enda er erindið afgreitt. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sinnti þeim skyldum sem eftirlitinu ber og krafðist úrbóta eins og lög og reglur gera ráð fyrir. HER sinnir sívöktun og má búast við sama verklagi komi upp sambærilegar aðstæður í framtíðinni.

    Fylgigögn

  6. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um hávaðamælingu á hafnarsvæði Sundahafnar (USK2021080018)            Mál nr. US210222

    Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir því að gerðar verði mælingar á þeim hávaða sem er á svæðinu ásamt því að mælingar verði gerðar í íbúðahverfum næst hafnarsvæðinu. Niðurstöðurnar verði svo kynntar borgarráði. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. september 2021.

    Tillögunni er vísað frá.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá með vísan í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagður fram listi dags. 22. september 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

    Að loknum málum heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    -    Kl. 11:45 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  8. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 453 dags. 26. ágúst 2021 og 453 dags. 30. ágúst 2021 ásamt fylgiskjölum. 

    Fylgigögn

  9. Friðun Laugarness,          Mál nr. US210261

    Lögð fram umsagnarbeiðni Minjastofnunarinnar dags. 20. ágúst 2021 og fylgigögn vegna friðunar á Laugarnesi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og borgarsögusafns 15. september 2021.

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Píratar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn undrar sig á ýmsum framkomnum hugmyndum Minjastofnunar varðandi friðlýsingar í Laugarnesi. Hér þarf að stíga varlega til jarðar. Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsagnir Borgarsögusafns og Umhverfis- og skipulagssviðs og furðar sig á vinnubrögðum Minjastofnunar. Þessu máli er síður en svo lokið og mikilvægt að skoða alla þætti þess og vera í góðu samtali við Reykjavíkurborg og aðra hlutaðeigandi aðila.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Veðurstöð í Hljómskálagarði, tillaga         Mál nr. US210262

    Kynnt tillaga Veðurstofunnar að veðurstöð í Hljómskálagarði.

    Frestað.

    Fylgigögn

  11. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til húsfélagsins Sóleyjarrima 19 – 23 og húsfélagsins Laufrima 20 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt

Fundi slitið klukkan 12:24

Líf Magneudóttir Skúli Helgason

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
umhverfis_og_heilbrigdisrad_2209.pdf