Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 121

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 09:04, var haldinn 121. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Pawel Bartoszek.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti með fjarfundarbúnaði: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir.

 

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Mál nr. US210074

    Lagt er til að bætt verði inn fundi skipulags- og samgönguráðs miðvikudaginn 
    8. desember 2021, kl. 11-13.

    Samþykkt.
    (B) Byggingarmál

  2. Nafnanefnd, leiðrétting bókana         Mál nr. US210260

    Lagt er til að leiðréttar verðir bókanir vegna tillagna nafnanefndar sem samþykktar voru á fundum skipulags- og samgönguráðs 3. nóvember 2021, 6. maí 2020 og 15. janúar 2020, þar sem láðist að vísa þeim til borgarráðs.

    Leiðréttar bókanir frá fundum skipulags- og samgönguráðs 3. nóvember 2021, 
    6. maí 2020 og 15. janúar 2020:

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. nóvember 2021 og 19. nóvember 2021.

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, kynning     (06.1)    Mál nr. SN160263

    Lagðar fram athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 21. júní 2021, Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021.

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að þrengja ekki að veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og afkastagetu hans til framtíðar. Þá væri rétt að skipuleggja Mjóddina í heild en í þessu hverfisskipulagi er þróunarsvæði Mjóddarinnar undanskilið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi slæmu skipulagi. Er það eðlilegt, að annað sveitarfélag reyni að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð  sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Þegar á allt þetta er litið má spyrja af hverju hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, kynning     (06.2)    Mál nr. SN160264

    Lagðar fram athugasemdir: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Jóhanna Björk Gísladóttir dags. 8. júlí 2021, Svava Björg Hjaltalín Jónsdóttir f.h. eigenda við Akrasel 6 dags. 18. ágúst 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Helga Kristín Gunnarsdóttir f.h. Vina Vatnsendahvarfs dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021.  Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. október 2021.  Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021.

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að þrengja ekki að veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og afkastagetu hans til framtíðar. Þá væri rétt að skipuleggja Mjóddina í heild en í þessu hverfisskipulagi er þróunarsvæði Mjóddarinnar undanskilið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að þarna verði útivist. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru eins og er í  Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er slegin yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem viðkemur Arnarnesveginum. Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn.  Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað  og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgunarsvæði verði  stórt og það svæði  verði  nýtt mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleikar fyrirhugaðs Vetrargarð.  Kópavogur hugsar aðeins um eigin hagsmuni í þessu sambandi og vill hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin  fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur. Af hverju var ekki að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, kynning     (06.3)    Mál nr. SN160265

    Lagðar fram athugasemdir/ábendingar: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti dags. 2. júlí 2021, Björn Ólafsson mótt. 12. júlí 2021, ótilgreindur aðili, vegna umferðar við Austurberg, dags. 12. júlí 2021, Bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. október 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021.

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að þrengja ekki að veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og afkastagetu hans til framtíðar. Þá væri rétt að skipuleggja Mjóddina í heild en í þessu hverfisskipulagi er þróunarsvæði Mjóddarinnar undanskilið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess að þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði á nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga en eflaust góð fyrir  Kópavog og Garðabæ, en ókostir snerta fyrst og fremst í búa í Efra - Breiðholti. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Vinir Vatnsendahvarf og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka     (04.6)    Mál nr. SN200364

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna Arnarbakka. Breytingin felst í heimild til niðurrifi á núverandi verslunar og þjónustuhúsnæði í Arnarbakka 2-6, uppbyggingu námsmannaíbúða með verslunar- og þjónusturýmum að hluta til á 1. hæð auk íbúðarhúsnæðis á grænni þróunarlóð, gróðurhúss og endurbætur á grænu svæði, samkvæmt uppdr. BASALT arkitekta ehf. dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 26. júní 2020 og samgöngumat Mannvits dagsett 9. júní 2021. Tillagan var auglýst frá 7. júlí 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 21. júní 2021, Veitur dags. 18. ágúst 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2021.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2021.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í Arnarbakka er fyrirhuguð uppbygging 90 íbúða, námsmannaíbúða sem og almennra íbúða sem og þjónusturýmis á jarðhæð. Að auki er gert ráð fyrir gróðurhúsum og matjurtagörðum. Hér er um að ræða jákvæða uppbyggingu sem mun lífga upp á þennan gamla hverfiskjarna.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er löngu tímabært að efla þjónustukjarna við Arnarbakka, en langt er liðið síðan borgin fjárfesti í húsnæði á þessu svæði. Mikilvægt er að vinna að hugmyndum sem bæta þjónustu við íbúa, en gæta þarf að því að næg bíla- og hjólastæði verði í endanlegum hugmyndum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Breytingar Breiðholt 1, Bakkar. Svæðið við Arnarbakka 2 er svæði sem hægt er að gera að góðri íbúðabyggð. Núverandi byggingar eru ekki varðveisluverðar. Hér er því hægt og mikilvægt að vanda til verka og reisa byggingar sem eru  fallegar, áhugaverðar og á góðum stað. Hönnun þessa svæðis ætti að setja í  samkeppni. Skýra þarf hvernig umferðarmálin munu verða. Eins og er, er ljóst að Arnarbakkinn, framhjá Breiðholtsskóla, ber ekki miklar umferð. Þarna getur stefnt í þrengsli ef ekki er að gætt.

    Fylgigögn

  8. Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells     (04.6)    Mál nr. SN200365

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells. Breytingin felst í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti, uppbyggingar nýs leikskóla með aðkomu frá göngugötu við Drafnarfell auk Völvufelli, auk uppbyggingar fyrir námsmannaíbúðir og sérbýli á grænum þróunarlóðum. Einnig eru þegar fengnar byggingaheimildir á lóð Drafnarfells 2-18 ofan verslana og uppbyggingarheimildir á lóð Eddufells 2-4 endurskoðaðar, samkvæmt uppdr. Krads ehf dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. júlí 2020, samgöngumat Mannvits dags 9. júní 2021 og hljóðskýrsla Mannvits dags. 30. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 7. júlí 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðni Pálsson dags. 12. ágúst 2021 og Veitur dags. 18. ágúst 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2021.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2021.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða deiliskipulag á þróunarsvæði þar sem gert er ráð fyrir nýjum sameinuðum leikskóla, stórbættum útivistarsvæðum, nýjum námsmannaíbúðum og sérbýlishúsum. Við fögnum þessari þéttingu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er löngu tímabært að efla og endurnýja þjónustukjarna við Völvufell, en langt er liðið síðan borgin fjárfesti í húsnæði á þessu svæði án þess að uppbygging hafi átt sér stað. Mikilvægt er að vinna að hugmyndum sem bæta þjónustu við íbúa, en gæta þarf að því að næg bíla- og hjólastæði verði í endanlegum hugmyndum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um nauðsynlega aðgerð að ræða, hverfið þarf að bæta. Margar litlar aðgerðir  mynda að lokum stóra breytingu. Þarna ætt að fara sér hægt en stefna einbeitt að því að bæta hverfið með mörgum þáttum og fjölga íbúum.  Í hverfinu eru ekki friðaðar byggingar og því ekki nauðsynlegt að nýta þær áfram.  Breyting felst m.a. í heimild til niðurrifs á leikskólanum Litla Holti og Stóra Holti auk uppbyggingar nýs leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins vill hvetja skipulagsyfirvöld að hafa gott samráð við alla þá sem tengjast þessari breytingu.

    Fylgigögn

  9. Háskóli Íslands, heildarsýn fyrir þróun Háskólasvæðisins og samþætting við Borgarlínu
         (01.6)    Mál nr. SN200453
    Lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 7. júlí 2020, þar sem óskað er eftir samstarfi við gerð rammaskipulags fyrir Háskóla Íslands. Einnig er lögð fram skýrsla, dags. í nóvember 2021, um samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir Háskólasvæðið og samþættingu þess við Borgarlínu.

    Kynnt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Háskólasvæðið er fjölsótt svæði af nemendum, kennurum og þeim sem starfa á sviði atvinnulífsins á svæðinu. Kynnt er á fundinum samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir háskólasvæðið og samþættingu þess við borgarlínu. Þessar hugmyndir snúast ekkert um Háskóla Íslands heldur einungis um stefnu meirihlutans í að þrengja að fjölskyldubílnum og koma hinni svokölluðu borgarlínu fyrir. Nú eru rúmlega 2.000 bílastæði á þessu svæði. Það er fáránlegt að ekki fáist svör við því hvað áætlað er að fækka stæðum í tillögunum. Eins var ekki heldur hægt að svara því hvað margir sækja háskólasvæðið að meðaltali á dag yfir vetrartímann. Taka á Sæmundargötu úr notkun = loka henni fyrir bílaumferð og gera hana að hjólastíg. Þrengja á að Suðurgötu og breyta henni í borgargötu. Það þýðir einungis eitt – hindrun umferðar í og úr Skerjafirði en samt er áætlað að fjölga íbúum þar fleiri hundruðir. Aðgengi gangandi, hjólandi og þeim sem ferðast með Strætó er til staðar í dag en látið er að svo sé ekki því fjölskyldubíllinn þvælist fyrir. Þvílík dellustjórnmál sem stunduð eru í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þrengja á Suðurgötuna. Þarna er nú þegar mikil umferð og á eftir að verða mun meiri með uppbyggingu Skerjafjarðar.

    Orri Steinarsson frá Jvantspijker & partners tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Eiðsgrandi - Ánanaust, breyting á deiliskipulagi     (01.5)    Mál nr. SN210753

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda - Ánanausts. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir áningarstað við Sjóvarnargarðinn þar sem hann er hæstur. Við breytinguna færist lega núverandi göngu- og hjólastígs lítillega, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 5. nóvember 2021. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er jákvætt skref um áningarstað og bætt aðgengi fólks að vesturströndinni, en tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis var lögð fram 12. maí 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa frá 21. Maí 2021 er jákvæð og segir þar að ekkert sé til fyrirstöðu að aðgengi verði bætt og gera þennan nýja áningarstað enn meira spennandi. Mikilvægt er að halda áfram með þessa vinnu og bæta aðgengi niður fyrir varnargarðinn, en þar er hægt að njóta útsýnis og sólseturs í Vesturbænum með góðri hljóðvist í skjóli fyrir umferð.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN210778

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka. Í breytingunni felst breytt lega götunnar Álfabakka  á stuttum kafla við lóðirnar nr. 4 og 6 auk stækkunar á miðlunartjörn Veitna. Jafnframt sökum þess þarf að minnka lóðirnar Álfabakka 2d og 4 og þannig fækka heildarbyggingarmagni á þeim lítillega. Á lóð Álfabakka 6 er innkeyrsla fyrir lóð færð vestar auk þess sem heildarbyggingarmagn A- og B-rýmis minnkar. Aðrar minni breytingar skv. tillögu má sjá á uppdrætti Storð teiknistofu dags. 16. nóvember 2021.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að skipuleggja Mjóddina í heild, enda eitt mikilvægasta þróunarsvæði í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu vegna lóðanna nr. 2D, 4-6 við Álfabakka. Fram kemur að byggingarmagn minnkar lítillega, Heildarbyggingarmagn verður fyrir A-rými 6.890 m² og minnkar um 110 m² og B-rými verður 520 m² á 1-2 hæðum og minnkar um 180 m². Engu að síður eru áhyggjur margra sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt í, að byggingarmagn sé of mikið og eru áhyggjurnar í tengslum við umferð og bílastæði. Með stækkun tjarnarinnar er áætlað hún geti tekið við allt að 9.000 m³. Einnig er lagt til að í samráði við ÍR verði reynt að auka við rúmmálið innan lóðar ÍR og á uppdrætti er brotalína sem sýnir mögulegt svæði. Með stækkun tjarnarinnar verður að minnka lóðir við Álfabakka 2d og 4.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1139 frá 9. nóvember 2021 og nr. 1140 frá 16. nóvember 2021.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  13. Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, tillaga - USK2021110010         Mál nr. US210339

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. nóvember 2021:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi drög að reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Í samræmi við ákvæði umferðarlaga hafa drögin verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ljóst er að orkuskipti ganga vel og er almenningur að leiða rafvæðingu bílaflotans af meiri krafti en í flestum öðrum löndum. Visthæfar bifreiðar eru að seljast vel á Íslandi sem nota hreint íslenskt rafmagn og því ber að fagna.  

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt tillögu meirihlutans eiga reglur  að vera óbreyttar. Þar sem við erum öll sammála um að vilja flýta orkuskiptum má spyrja hvort ekki ætti að útvíkka ívilnanir sem þessar? Því fyrr sem fólki gefst kostur á að eiga vistvænt farartæki því betra. Rafbílar eru enn dýrari en bensínbílar og hafa ekki allir efni á að eignast slíka bíla. Hvetja þarf þá sem eru efnameiri og  sem enn aka um á bensínbílum að skipta yfir í vistvænna ökutæki. Endurmeta þarf hvað eru visthæfar bifreiðar. Eins og er, eru bílar sem ganga fyrir metani visthæfustu bifreiðarnar. Tímabært er því að hvetja til notkunar metans. Sorpa ræður ekki við það verkefni þannig að borgarstjórn verður að taka málið að sér.  Svo er gjaldlausi tíminn full stuttur. Eðlilegra væri að hafa hann í tvo tíma. Að sinna erindum í miðbænum tekur oft meira en hálfan annan tíma. Þetta er eitt af því fjölmörgu sem Reykjavíkurborg getur gert í orkuskiptum?

    Fylgigögn

  14. Stæði fyrir hreyfihamlaða og breikkun gangstéttar, í Hafnarstræti við 
    Pósthússtræti 2, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210343

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 
    22. nóvember 2021:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    1. Að stæði á Hafnarstræti næst Pósthússtræti 2 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða.
    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum.
    Jafnframt er lagt til að þau bifreiðastæði sem nú eru við norðurkant Hafnarstrætis, við Pósthússtræti 2, verði aflögð og gangstéttin breikkuð um það sem því nemur.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  15. Leifsgata 4, kæra 94/2021, umsögn, úrskurður     (01.195.2)    Mál nr. SN210475

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2021 ásamt kæru mótt. 22. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. júní 2021 um að borgaryfirvöld muni ekki aðhafast frekar í máli er varðar kvartanir vegna Leifsgötu 4B, lóð nr. 4 við Leifsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. júlí 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. nóvember 2021. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. júní 2021 um að aðhafast ekki frekar að svo stöddu í tilefni kvartana vegna fasteignarinnar Leifsgötu 4B og starfsemi á baklóð Leifsgötu 4.

  16. Kjalarnes - Ytri-Tindstaðanáma, 
    kæra 162/2021         Mál nr. SN210761

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. nóvember 2021, ásamt kæru, dags. 8. nóvember 2021, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um veitingu framkvæmdaleyfis, dagsett 29. september 2021, fyrir efnistöku í Ytri-Tindstaðanámu á Kjalarnesi.

  17. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
    um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, umsögn - USK2021020111         Mál nr. US210023

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 16. júní 2021, umsagnarbeiðni til  íbúaráðs Grafarvogs, dags. 15. júlí 2021 og umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 1. september 2021.

    Tillagan er dregin til baka af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

    Fylgigögn

  18. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
    um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur, umsögn - USK2021110031         Mál nr. US210317

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. nóvember 2021.

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur heils hugar. Sjálfsagt er að setja borð og bekki sérhannaða fyrir hjólastólanotendur á völdum stöðum. Velja þarf þessa staði í fullu samráði við notendur. Þeir eiga að hafa  allt um það að segja hvar þessi borð og bekkir verða settir. Hafa þarf samráð við hagsmunafélög í þessu sambandi, ÖBÍ, Sjálfsbjörg. Þetta er einfalt að framkvæma og ekki ætti að felast í þessum aðgerðum mikill kostnaður. Nú er mikið rætt um algilda hönnun og má segja að þetta flokkist þar undir. Markmið algildrar hönnunar er að skipuleggja og framleiða vörur, byggingar og umhverfi, og að hanna þjónustu þannig að það gagnist sem flestum og að sem mestu leyti. Vísað er til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hönnun fyrir alla, aðgengi fyrir alla.

    Fylgigögn

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um sjálfbærni í Úlfarsárdal, umsögn         Mál nr. US210275

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil uppbygging er í Úlfarsárdal, sundlaug er að opna, íþróttaaðstaða að byggjast upp og ný verslun og þjónusta fyrirhuguð við Rökkvatjörn. Tillagan geymir ekki raunhæfar lausnir að því hvernig tryggja ætti enn frekara framboð þjónustu innan hverfis og er henni vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld beittu sér með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að verslun komi í Rökkvatjörn og að tillagan geymi ekki raunhæfar lausnir. Vilja skipulagsyfirvöld að fulltrúi Flokks  fólksins útfæri tillöguna nánar?  Í umsögn er viðurkennt að eitthvað hefur farið úrskeiðis við uppbyggingu þessa hverfis sem “af mörgum ástæðum” eins og það er orðað, hefur tekið langan tíma. Á öllum þessum tíma hefur ekki tekist að byggja upp nauðsynlega innviði til að hægt sé að mæta daglegum þörfum íbúanna innan hverfisins. Verið er að byggja glæsilegt mannvirki í Dalnum, skóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. Með þá framkvæmd ríkir almenn ánægðu að því er fulltrúi Flokks fólksins telur. Það eru aðrir hluti sem vanta s.s. almennar þjónustuverslanir. Ekki er hægt að kaupa neinar vistir í sjálfu hverfinu enn sem komið er.  Sé farið í næsta hverfi eftir föngum þarf  bíl,  og það er ekki í samræmi eða í takt við hugmyndafræði skipulagsyfirvalda. Hér eru því heilmiklar mótsagnir.

    Fylgigögn

  20. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innstig í strætó í tengslum við þéttingu byggðar í Mjódd, umsögn - USK2021100082         Mál nr. US210256

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 19. nóvember 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvaða innstigsfjölda er miðað þegar tekin er ákvörðun um þéttleikaviðmið í tengslum við fyrirhugaða mikla þéttingu byggðar. Í Mjódd á að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum sem er 53% fjölgun íbúða. Ástæða fyrir þessari fyrirspurn er einna helst sú að komið hefur fram í skýrslu um ferðavenjur sem unnin var fyrir Samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, sem liður í undirbúningi Borgarlínu, að flest innstig í strætó eru núna í Mjódd, mun meira en á Hlemmi.  Fulltrúi Flokks fólksins dró þá ályktun að þegar verið er að skoða þéttingu byggðar og áhrif þéttingar hlyti að vera mikilvægt að skoða ferðavenjur fólks.  Nú segir í svari að svo sé ekki eða orðrétt: “fjöldi innstiga í strætisvagna er ekki þáttur í ákvörðun um þéttleika byggðar, heldur sé lögð er áhersla á uppbyggingu miðlægt þar sem auðvelt er að þjóna með góðum almenningssamgöngum“. Fulltrúi Flokks fólksins taldi að þetta gæti einmitt átt við Mjóddina enda þar kjöraðstæður til að þjóna vel með almenningssamgöngum og því eðlilegt að horfa til innstigafjölda og komast að eðlilegu viðmiði við skipulagningu hverfis þar sem þétta á byggð svo mikið eins og raun ber vitni í Mjóddinni.

    Fylgigögn

  21. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skotsvæðið í Álfsnesi, umsögn         Mál nr. US210288

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Svörin frá Reykjavíkurborg þegar íbúar í nágrenninu hafa kvartað m.a. með undirskriftalistum , mörg undanfarin ár, hafa verið þau að verið sé að leita að nýju svæði fyrir skotvellina því er fyrirspurnin lögð fram. Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvaða  aðrir möguleikar eru til skoðunar þar sem unnið er að valkosta- og staðarvalsgreiningu? Hver er að leita og hvaða tímamörk eru sett? Skv. úrskurði UUA hefur svæðið aldrei öll 16 árin verið á Aðalskipulagi og þar af leiðandi hvorki farið fram íbúakynning né umhverfismat. Nú ætlar Reykjavíkurborg samt að bæta við á síðustu stundu og gera grundvallarbreytingu  Aðalskipulaginu AR 2040 án sérstakrar auglýsingar og íbúakynningu einum og hálfum mánuði eftir að athugasemdafresti lauk.  Þessi afgreiðsla er skýrt brot á Árósasamningnum og  32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers  eiga íbúar Kjalarness  og útivistarfólk að gjalda vegna samráðsleysis Reykjavíkurborgar? Skipulagssvið borgarinnar hélt kynningarfund fyrir íbúa 2016.  Síðan hefur engin lögboðin kynning né samráð verið haft. Fleiri hafa gert athugasemdir  við tillögu Aðalskipulagsins.  Svörin við báðum athugasemdum voru að gera eigi heildarskipulag fyrir Kjalarnes í vetur. Eina sem segir í svari er að ekki hafi verið fundinn nýr staður fyrir skotæfingarsvæði.

    Fylgigögn

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innviði leikskóla til að taka 
    við mikilli fjölgun, umsögn         Mál nr. US210254

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins var með 6 fyrirspurnir sem sneru að hverfaskipulagi Breiðholts, innviðabyggingu, kynningarferli,  hvort leitað hafi verið til sérfræðinga og um hækkun húsa,  þéttleika og fleira. Til dæmis er mikilvægt að vita hvort það standi til að kanna áhrif af hæð og lögun húsa í vindgöngum? Ástæða þessara fyrirspurna eru áhyggjur fjölda manns sem búa í Breiðholti. Breiðholtið þarf  endurnýjun og vissulega má þétta víða en vanda þarf til verka og skipulags- og samgöngusvið má ekki fara á undan sér. Það er áhyggjuefni hvað margir eru ósáttir þrátt fyrir allt það samráð sem skipulagsyfirvöld hafa haft. Aftur læðist að fulltrúa Flokks fólksins að það „samráð“ sé ekki alveg að virka. Svörin við öllu sex fyrirspurnaflokkum Flokks fólksins er það sama, copy Og -paste. Sagt að „hafin sé undirbúningur að kynningarferli og skipulagsgerð fyrir Mjódd en gert er ráð fyrir að sú vinna hefst snemma á næsta ári og að forsendur liggi fyrir í  Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. þá á að skoða hæðir húsa m.a. En það er ekki rétt, búið er að ákveða hæðir húsa nú þegar. Það er marg staðfesti. Þá má spyrja, þarf ekki samhliða að hugsa um skólarými samhliða framtíðaruppbyggingu og þróun svæðisins? Á slíkt skipulag að koma eftir á?

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kynningar á nýju skipulagi í Breiðholti, umsögn         Mál nr. US210255

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað var upplýsinga um kynningarmál á fyrirhugaðri breytingu  á hverfisskipulagi í Breiðholti. Gera á víðtækar breytingar.  Eins og lesa má í 200 bls. skýrslum að gert sé ráð fyrir að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum. Óttast er að kynning hafi ekki náð til nógu margra og að fleiri eigi eftir að stíga fram og lýsa óánægju sinni. Þótt skipulagsyfirvöldum finnst samráð hafa verið mikið er það ekki upplifun stórs hluta Breiðhyltinga. Svarið er alltaf það sama, að víðtækt samráð hafi verið haft, og er það skráð samviskusamlega hjá skipulagsyfirvöldum. Vegna COVID var ekki hægt að hafa eins marga kynningarfundi eins og hefði kannski þurft. Það hafa komið fram skýrar athugasemdir frá mjög mörgum um sömu atriðin og ekki er séð að taka eigi svo mikið tillit til þeirra. Verið er að fækka grænum svæðum víða í hverfum þótt sagt sé að verið sé að fjölga þeim. Mál Arnarnesvegar er sér kapítuli en þar á að byggja á gömlu umhverfismati, leggja á hraðbraut nánast ofan í fyrirhugaðan Vetrargarði.

    Fylgigögn

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvort leitað var til sérfræðinga þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð í Breiðholti, umsögn         Mál nr. US210252

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hér hvort leitað hafi verið til bestu ráðgjafanna við gerð hverfisskipulags Breiðholts. Vissulega er leitað til sérfræðinga en er meirihlutinn og skipulagsyfirvöld að fá bestu ráðgjöfina? er verið að ráðleggja þeim „vel“? Um er að ræða Breiðholtið þar sem gera á umfangsmiklar breytingar í öllum hverfum. Engum blöðum er um það að fletta að víða í Breiðholti má endurnýja og fegra enda hverfið komið til ára sinna. Skipulagsyfirvöld segjast hafa ítarlegt samráð við fólkið. Ekki skal fulltrúi Flokks fólksins gera lítið úr því. Engu að síður hafa margar kvartanir borist og fólk sem er óánægt stigið fram Um Mjóddina hafa verið gerðar skýrar athugasemdir og svo sem í öðrum hlutum Breiðholts líka. Athugasemdir og áhyggjur íbúa lúta að hæð húsa. Hús mega vera há ef þau skerða ekki útsýni frá öðrum húsum eða útsýni út á sjó ef því er að skipta. Því miður hafa verið byggð of há hús, á vakt þessa meirihluta, sem skerða útsýni og valda skuggavarpi. Þess vegna hefur fólk varan á þegar skipulagsyfirvöld leggja á borðið hverfisskipulag.

    Fylgigögn

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um þéttleika í nýju skipulagi 
    í Breiðholti, umsögn         Mál nr. US210253

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. nóvember 2021. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort áhrif  á nærliggjandi byggð m.t.t. skuggavarps, umfangs, útsýnis og veðurfars hafi verið skoðuð með þar til bærum sérfræðingum? Þessu er ekki svarað. Fulltrúi Flokks fólksins bendir enn á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum. Áhyggjuefni, einkum um hæðir húsa, hafa birst í  fjölmiðlum. Nefna má að í öllu samráðstali skipulagsyfirvalda, að  96% íbúa nærliggjandi byggðar vildu halda  byggingum undir 5 hæðum og höfðu áhyggjur af viðmiðum aðalskipulagsins. Komið hefur fram helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar í 4-7 hæðir, en hundruð íbúa í grenndinni mótmæltu því að fyrirhugað væri að viðmið um byggðina yrði 5-8 hæðir, eins og Kjarninn sagði frá á dögunum. Meðal athugasemda frá íbúum í Neðra-Breiðholti er áréttað að aðeins stakar byggingar muni geta notið hámarksheimilda og því sé „hæpin forsenda“ að gefa sér að byggðin verði almennt 8 hæðir eða jafnvel hærri. Í svari segir í raun fátt, aðeins að forsendur kynningarferils og skipulagsgerð fyrir Mjódd liggi fyrir  í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og vinna eigi skipulagslýsingu þar sem farið verður yfir  fjölda íbúða, hæðir húsa, þéttleika eða umfang. Óttast er að ekki verði nægjanlega mikið tekið tillit til óskir íbúa.

    Fylgigögn

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    um matvöruverslun í Úlfarsárdal         Mál nr. US210331

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/verslanir komi í Úlfarsárdal og séu helst staðsettar þannig að þær séu í göngu- eða hjólafæri fyrir sem flesta.  Einnig eru borgaryfirvöld hvött til að beita sér fyrir því að matvöruverslun komi nálægt Bauhaus en þar eru næg bílastæði fyrir hendi. Nú er þetta hverfi um 15 ára og var lofað að það yrði fljótt sjálfbært. Það loforð hefur ekki verið efnt. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki ein einasta matvöruverslun hvað þá veitingastaður.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis         Mál nr. US210313

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi í Reykjavík þurfi aðeins að setja sig í samband við einn aðila í borgarkerfinu, einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Eins og staðan er núna þá er þetta umsóknarferli óþarflega flókið. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Enda þótt ferlið virki einfalt í einhverjum fimm skrefum á vef borgarinnar hafa fjölmargir lýst þessu ferli sem göngu milli Pontíusar og Pílatusar. Í þessari tillögu er lagt til einn aðili, svokallaður tengiliður annist þessi mál þannig að hann haldi utan um gögnin. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gagnapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þetta sé gert með þessum hætti þar til stafrænar lausnir eru komnar sem leysi tengiliðinn af hólmi. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.

    Fyrirspurninni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Útgáfa starfs og rekstrarleyfa fellur ekki að verkefnum ráðsins. Það er ekki okkar mat að tillagan bæti miklu við þá vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við gerð þjónustustefnu borgarinnar. Tillögunni er vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu fulltrúa Flokks fólksins  um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis hefur verið vísað frá. Þetta er gert þó margir séu sífellt að benda á að umsóknarferli hvers lags er afar flókið hjá borginni. Ekkert virðist bóla á að bæta eigi kerfið. Tillagan var á þá leið að umsækjandi gæti sett sig í samband við einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Allt er látið líta vel út á vefnum en í raun þurfa umsækjendur að ganga á milli Pontíusar og Pílatusar í ferð sinni gegnum kerfið. Ef þessi tillaga væri samþykkt myndi ferlið einfaldast til muna. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gagnapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Ennþá vantar allar stafrænar lausnir til að liðka fyrir þjónustunni. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    vegna ástands í Úlfarsárdal.         Mál nr. US210330

    Fyrirspurnir frá Flokki fólksins vegna ástands víða í Úlfarsárdal. Öll höfum við, borgarfulltrúar og skipulagsyfirvöld fengið þær myndir sem fylgja með þessum fyrirspurnum Flokks fólksins, frá búanda í Úlfarsárdal. Myndir sýna óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal  í september 2021 sem eru 40 sérbýlislóðir. Einnig má sjá rusl og drasl á víðavangi og órækt í hverfi sem ætti eftir 15 ár að vera fullklárað og sjálfbært. Fulltrúi Flokks fólksins hefur oft minnst á byggingarefni sem liggur á víð og dreif um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær borgar- og skipulagsyfirvöld hyggjast bregðast við þessu ástandi í Úlfarsárdal og hvernig? Einnig er spurt hvað eru borgar- og skipulagsyfirvöld að gera til að vinna að sjálfbærni þessa hverfis? Á sama tíma og fólk er hvatt til að leggja bílnum er staðan þannig í Úlfarsárdal að aka verður í næsta hverfi til að kaupa matvöru. Það er vissulega ekki langt í næsta hverfi og þar eru myndarlegar verslanir. Engin þjónusta er í hverfinu og hvað þá sú sjálfbærni sem lofað var þeim sem þar byggðu. Í Úlfarsárdal þarf fólk að eiga bíl bæði til að sækja vistir og til að komast í vinnu því engin atvinnutækifæri eru í hverfinu. Með þessum fyrirspurnir fylgja myndir til að sýna hvernig ástandið er víða í Úlfarsárdal. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um bílastæði við Brávallagötu         Mál nr. US210318

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir rökum skipulagsyfirvalda um að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði án samráðs við íbúa. Bílastæði við götuna eru of fá og ekki vitað hvort nokkur sem þarna býr sé á rafbíl. Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað um að flýta skuli orkuskiptum og þá ekki síst með því að liðka fyrir rafbílum m.a. með ívilnunum og á það einnig við um twin-bíla. Metanbílar eru ekki margir í Reykjavík og hefur borgin frekar vilja brenna metan á báli á söfnunarstað en nýta það. Rafbílar eru því miður enn of dýrir og hafa þeir sem minna hafa milli handanna ekki ráð á þeim. Nú hefur frést að án samtals við íbúa að bílastæði við Brávallagötu séu tekin undir rafbílastæði. Sumum finnst að þessi aðgerð sé eins konar þvingunarleið skipulagsyfirvalda til að fólk fari á rafbíl. En það er varla hægt að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það hefur ekki efni á. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi útboð á úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar         Mál nr. US210344

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins vekur athygli á því að Samkeppnisstofnun gaf út skýrslu þar sem bent er á að með vel skilgreindum útboðum á úrgangsþjónustu hafi sveitarfélög sparað 10 - 47% í kostnaði. Það ætti að vera hlutverk borgarfulltrúa að sjá til þess að úrgangsþjónusta sé sem hagkvæmust fyrir íbúa og fyrirtæki. Varla er rekstur SORPU undantekning frá þeirri reglu að sparnaður náist - eða hvað? Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna dæmi um árangur í útboði frá Osló enda skipulagsyfirvöld hrifin af öllu því sem þar á sér stað: Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu, m.a. fundir með hagsmunaaðilum var ákveðið að skipta útboðinu upp í nokkra þætti - Tilboðin sem bárust voru um 30-40% lægri en kostnaður í eldra kerfi - (http://www.kretslopet.no/nyheter/497-kraftig-prisreduksjon-pa-innsamling-i-oslo). Fulltrúi Flokks fólksins vill að úrgangsþjónusta verði eins hagkvæm fyrir íbúa og fyrirtæki og kostur er. Í sveitarfélögum þar sem horft til árangurs í útgangsmálum eru oft nefnd Akureyri og Stykkishólmur en þar er úrgangsþjónusta boðin út. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um byggingarmagn lóða þar sem bensínstöðvar munu víkja         Mál nr. US210345

    Hvert er byggingarmagn á þeim reitum þar sem nú eru bensínstöðvar en fyrirhugað er að íbúðir og önnur þjónusta komi á svæðin? Óskað er eftir yfirliti skipt út frá þeim lóðum sem tilgreindir eru í minnisblaði nefnt: Fækkun bensínstöðva - áfangaskil samningaviðræðna við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík um uppbyggingu á ýmsum lóðum, lagt fram í borgarráði 24. júní 2021. 

    Frestað.

  32. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um áhrif borgarlínu á Hverfisgötu         Mál nr. US210346

    Lagt er til að skipulags- og samgöngusvið kanni áhrif á verslun og aðra rekstraraðila ef almenn umferð um Hverfisgötu verði hverfandi með tilkomu borgarlínu. Samgöngustjóra verði falið að leiða þessa vinnu og skila niðurstöðum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 15. febrúar 2022. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  33. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi borgarlínu og væntanlegan ferðatíma         Mál nr. US210347

    Óskað er eftir yfirliti yfir væntanlegan ferðatíma milli staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiðakerfi fyrirhugaðrar Borgarlínu fyrsta áfanga og uppfærðs leiðakerfi Strætó verði samtvinnað. 1) Hver er áætlaður ferðatími frá miðbæ Reykjavíkur í miðbæjarkjarna nágrannasveitarfélaganna fimm; Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar? 2) Hver er áætlaður ferðatími frá helstu íbúðarhverfum í helstu þjónustukjarna eins og frá Árbæ, efra og neðra Breiðholti, Seljahverfi, Grafarvogi og Grafarholti í Smáralind. Ennfremur áætlaður ferðatími úr  Grafarvogi í þjónustukjarnann við Urriðaholt. Frá Áslandi í Kringluna og frá Seltjarnanesi á Korputorg, svo dæmi séu tekin. 3) Þá er óskað eftir töflu með áætluðum ferðatíma milli þessara þjónustukjarna innbyrðis sem og stórra skólakjarna og vinnustaða eins og Landsspítala Háskólasjúkrahúss og háskólanna.

    Frestað.

  34. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um nýtingu bílahúsa         Mál nr. US210348

    Hver var nýting bílahúsa í Reykjavíkurborg síðasta árið? Hvernig var nýtingin skipt eftir bílahúsum? Eru bílahúsin nýtt á einhverjum ákveðnum tímum frekar en öðrum? Þ.e.a.s. á ákveðnum dögum eða tímasetningum?

    Frestað.

  35. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, varðandi ástand skólahúsnæðis         Mál nr. US210349

    Lagt er til að ástand skólahúsnæðis í borginni verði á dagskrá næsta fundar skipulags- og samgönguráðs. Óskað er eftir að farið verði yfir viðhaldsþörf og hvernig henni verði forgangsraðað. Þá er jafnframt óskað eftir að farið verði yfir þær nýlegu úttektir sem gerðar hafa verið á ástandi skólahúsnæðis.

    Frestað.

  36. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi móa við Hallsveg         Mál nr. US210350

    Mikil röskun hefur orðið á náttúrulegum móa við Hallsveg vegna framkvæmda við undirgöng og gangstíg móts við Fífurima á móti íþróttasvæði Fjölnis. Hvernig verður frágangi á svæðinu háttað og  er ætlunin að náttúrulegi móinn sem þar er fái að halda sér og sáð verði í raskað svæðið.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:50

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2411.pdf