Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 110

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 7. júlí kl. 09:03, var haldinn 110. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Valgerður Árnadóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Daníel Örn Arnarsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

(A)    Skipulagsmál

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 25. júní 2021 og 2. júlí 2021.

    Fylgigögn

  2. Brekknaás, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN210101

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknás og Vindás 1.8 ha af stærð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavikur 2010-2030 með síðari breytingum. 
    Í aðalskipulagi segir að leyfileg sé uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 29. janúar 2021, br. 24. júní 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til og með 13. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Telma Dögg Óskarsdóttir dags. 20. mars 2021, Pálmi Jón Gíslason dags. 12. apríl 2021, Steinunn Þorleifsdóttir dags. 12. apríl 2021, Veitur ohf. dags. 13. apríl 2021, Kamilla Mist Gísladóttir dags. 13. apríl 2021, Gerður Ríkharðsdóttir, tveir póstar, dags. 13. apríl 2021, Matthías Pálmason dags. 13. apríl 2021, Adolf Freyr dags. 13. apríl 2021, Friðrik Þorbergsson dags. 13. apríl 2021 og Jóhanna Gunnarsdóttir dags. 13. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2021.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2021. 
    Vísað til borgarráðs.

    Ólafur Melsted verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Víðinesvegur 22, breyting á skilmálum deiliskipulags     (36.285.501)    Mál nr. SN210465
    Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Efstasund 79, 104 Reykjavík
    Björgun ehf., Völuteigi 9, 270 Mosfellsbær

    Lögð fram umsókn Hrafnhildar Brynjólfsdóttur f.h. eigenda dags. 23. júní 2021 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Iðnaðarsvæði við Álfsnesvík vegna lóðarinnar nr. 22 við Víðinesveg. Í breytingunni felst að mesta hæð tækja, skýla og hauga á lóð verði 14 m í stað 12 m, samkvæmt greinargerð tillögu Alta dags 25. júní 2021.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Ólafur Melsted verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Gufunes, samgöngutengingar, nýtt deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN210218

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi. Um er að ræða  ca. 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Einnig er Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag o.fl., samkvæmt uppdr. og greinargerð Verkís dags. 24. júní 2021. 

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að tryggja samgöngutengingar fyrir akandi, gangandi og hjólandi vegna hinnar nýju íbúðarbyggðar í Gufunesi. Jafnframt er verið að festa í sessi Hallsteinsgarð. Stígarnir og vegirnir liggja um fyrirhugað vegstæði Sundarbraut og ljóst að hönnunarvinna vegna hennar mun hafi frekari áhrif á deiliskipulagið þegar fram líða stundir. Hins vegar þarf að tryggja samgöngutengingar inn í hverfið enda fyrstu íbúarnir þegar fluttir inn.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lega Sundabrautar er ekki klár, það er aðalvandinn í þessu máli. Nú á að fara einhverjar bráðabirgðarleiðir sem gætu átt eftir að kosta mikið en verður ekki varanlegt. Vissulega þarf að finna samgöngutengingar. Hér er ekki hægt að hugsa í líkum, hvað mögulega kann að vera.  Það er nauðsynlegt að ákvarða fyrst nákvæma legu Sundabrautar áður en farið er að fjárfesta í dýrum framkvæmdum annars gæti orðið um tvíverknað að ræða.
    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hinkrað verði með þessa vinnu til að tryggja að ekki sé verið að sóa fjármagni, út í loftið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Loksins er Sundabrú komin á dagskrá. Þessi vegtenging var eitt af stóru kosningamálum Miðflokksins í Reykjavík. Ábyrð Reykjavíkurborgar er mikil í málinu og óskiljanlegt að borgarstjóri finni Sundabrú allt til foráttu. Minnt er að á hans vakt var nú síðast farið í blokkaruppbyggingu í Gufunesi í veghelgunarsvæði  Sundabrautar og smáhýsin voru reist í vegstæði hennar. Allt hefur verið gert til að hindra rúmlega 20 ára loforð Samfylkingarinnar um Sundabraut sem var forsenda sameingingar Reykjavíkur og Kjalarness að sögn þáverandi borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Fyrst var lokað fyrir hagkvæmustu leiðina þegar leyfi var veitt fyrir uppbyggingar á Kirkjusandi, síðar í Vogabyggð og nú síðast í Gufunesi. Öryggismálum í Reykjavík er illa sinnt og lítið gert með rýmingaráætlun borgarinnar. Sundabraut er öryggisventill Reykvíkinga og mikil samgöngubót fyrir landsmenn alla. Meirihlutanum er ekki treystandi. Verið er að kynnar bráðabirgðatengingar frá Gufunesi upp í Grafarvog og eiga þær að vera víkjandi gagnvart Sundabraut. Enn á ný er verið að þrengja að komu Sundabrautar. Borgarfulltrúi Miðflokksins skilur ekki hvers vegna Vegagerðin og ríkið eru ekki löngu búin að gefast upp á samstarfi við hinn svikula meirihluta í Reykjavík.

    Fylgigögn

  5. Langholtsvegur 115,
    breyting á deiliskipulagi     (01.414.0)    Mál nr. SN210360
    Hildur Steinþórsdóttir, Ásholt 28, 105 Reykjavík
    Rósa Sigrún Jónsdóttir, Langholtsvegur 115, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Hildar Steinþórsdóttur dags. 10. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar og Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 115 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera svalalokun yfir svalir á 1. hæð hússins ásamt því að nýtingarhlutfall er leiðrétt, samkvæmt uppdr. Hildar Steinþórsdóttur arkitekts dags. 3. maí 2021. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 3.maí 2021. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Úlfarsárdalur - Úlfarsbraut 84-88, 90-94, 100-104 og 106-110, 
    breyting á deiliskipulagi     (02.6)    Mál nr. SN210316

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 84-88, 90-94, 100-104 og 106-110 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst heimild er veitt til að nýta sökkulrými sem geymslurými og sérstök heimild veitt til aukningar b-rýma. Auk þess eru byggingarreitir færðir um 1 metra frá götunni og innar á lóðina, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 27. apríl 2021, br. 2. júlí 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. maí 2021 til og með 23. júní 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Landslög f.h. eigendur og lóðarhafa að Úlfarsbraut 98 dags. 23. júní 2021, Landslög f.h. eigendur og lóðarhafa að Úlfarsbraut 112 dags. 23. júní 2021, Guðrún Ingvarsdóttir og Guðmundur Jónsson dags. 23. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.

    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021 með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1121 frá 29. júní 2021.

    Fylgigögn

  8. Aragata 3, Viðbygging - svalir     (16.301.02)    Mál nr. BN058686
    Áslaug Geirsdóttir, Aragata 3, 102

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara og gera svalir ofan á þaki hans á suðausturhorni einbýlishúss á lóð nr. 3 við Aragötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. febrúar 2021 til og með 15. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir dags. 14. mars 2021 og Ragnheiður Harðardóttir og Jón Scheving Thorsteinsson dags. 15. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021, lagfærðir aðaluppdrættir Glámu/Kím ehf. dags. 22. júní 2021 og skuggavarp dags. 23. júní 2021.

    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  9. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, stýrihópur um innleiðingu         Mál nr. US210181

    Lagt er fram til staðfestingar erindisbréfi samgöngustjóra varðandi stýrihóp um innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025. Lagt er til að Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir og Pawel Bartoszek taki sæti í stýrihópnum.

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stýrihópurinn er skipaður tveimur frá meirihluta og einum frá minnihluta. Þetta er þröngur hópur og finnst fulltrúa Flokks fólksins rík ástæða til að stækka hann, fá fleiri um borð. Hér er verið að fjalla um fimm milljarða fjárfestingu að lágmarki. 
    Eins og í flestum málum hjá borgarmeirihlutanum er sífellt lögð áhersla á að kaupa ráðgjafarþjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju talið er nauðsynlegt að taka það fram á þessu stigi? Sumt af því sem verið er að kaupa ráðgjafarþjónustu fyrir gæti borgarkerfið mögulega vel ráðið við með sína fjölmörgu fagmenntuðu starfsmenn. Aðkeypt vinna kostar mikið.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  10. Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust, (fsp) uppbygging     (01.130.1)    Mál nr. SN210402
    500191-1049 Arkþing - Nordic ehf., Hallarmúla 4, 108 Reykjavík
    470912-0650 Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

    Lagt fram til kynningar teikningar Arkþing/Nordic ehf. dags. 28. júní 2021 vegna byggingarreita V1-V3, Teikningar vantspijker & partners og THG Arkitekta ehf. dags. 28. júní 2021 vegna byggingarreita V4-V6, samantekt Eflu dags. 28. júní 2021 um fjölda bílastæða og hljóðvistaútreikningar Mannvits ehf. dags. 25. maí 2021.

    Birkir Árnason og Grétar Snorrason frá Arkþing/Nordic og Freyr Frostason og Grímur Víkingur Magnússon frá THG arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Málið var rætt og kynnt í borgarráði 2019. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn efasemdir um þessa inngarða sem þarna eru sýndir í kynningu Umhverfis og skipulagsráðs. Sumir svona inngarðar hafa verið algerlega mislukkaðir sbr. garðurinn bak við t.d. Ásvallagötu/Ljósvallagötu. Þar er ekkert birtumagn og ekkert þrífst þar. 
     Ætla má að skuggahornin og skuggasvæðin í slíkum görðum sem hér er lýst verði mörg og spurt er hvernig plöntur og gróður eigi þar að þrífast en fram kemur að hver garður eigi að hafa mismunandi plöntuþema.  Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið. Aðrar áhyggjur eru að þessar íbúðir muni seljast dýrt eins og gjarnan er raunin á þessu svæði. Hér er um mikinn fjölda íbúða 330 íbúðir og hótel með 230 hótelherbergi. Borgarfulltrúi hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  11. Lækkun hámarkshraða í samræmi við hámarkshraðaáætlun, Fyrsti áfangi, 
    tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210192

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021, ásamt yfirlitskorti: 

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 12. maí sl. var skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar falið að gera tillögu að fyrsta áfanga innleiðingar hámarkshraðaáætlunar. Áætlunin skyldi koma til framkvæmda á árinu og lögð yrði áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístundum sem og götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda.

    Í samræmi við ofangreint leggur skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi:

    1. Að leyfilegur hámarkshraði á eftirfarandi götum verði 40 km/klst.
    a. Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu.
    b. Fjallkonuvegur, milli Gullinbúar og Frostafoldar.
    c. Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar.
    2. Að leyfilegur hámarkshraði á eftirfarandi götum verði 30 km/klst.
    a. Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar.
    b. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns.
    c. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns.
    d. Engjateigur.
    e. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar.
    f. Álfheimar.
    g. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar.
    h. Stjörnugróf.
    i. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels.
    j. Bæjarbraut.
    k. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss.
    l. Bjallavað.
    m. Ferjuvað.
    n. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs.
    o. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima.
    p. Mosavegur / Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar.
    q. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata
    og Aðalbraut.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir, greiða atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, situr hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum væntanlegri innleiðingu á fyrsta áfanga hámarkhraðaáætlunar. Umferðarhraði er lækkaður á Snorrabraut, á stóru svæði í Laugardal, í Rofabæ og á fleiri stöðum í borginni. Lækkun hraða bætir öryggi, hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við teljum eðlilegt að næsti áfangi innleiðingar verði lagður fyrir ráðir áramót og jafnframt að þar verði lagt til að fjölga vistgötum í samræmi við viðmið áætlunarinnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í ákveðnum tilfellum er nauðsynlegt að lækka hámarkshraða vegna öryggissjónarmiða og nálægðar við skólastarf, til að mynda við Bjallavað eins og lagt er til, en við þá götu eru skólastofur Norðlingaskóla, og víðar. En það á ekki við alls staðar og fulltrúarnir saknar þess að nánari rökstuðningur fylgi hverri og einni breytingu sem lögð er til og kosið sé um þær hverja fyrir sig en ekki sameiginlega í stórum pakka. Ennfremur hefði farið betur á því að hafa samráð við íbúa um lækkanir í 1. áfanga en svo var ekki gert.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að innleiða 1. áfanga hámarkshraðaáætlunar þar sem lögð er sérstök áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístundum sem og götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda.
    Samkvæmt umsögnum margra íbúaráða um áætlunina í heild virðast íbúar almennt vilja hafa hægari umferð innan hverfa og margar athugasemdir snéru jafnvel að enn hægari umferð eða vistgötum og að eftirliti með hraðakstri á þessum götum yrði sinnt betur. Skoðanir á hámarkshraða á stofn- og tengibrautum voru auðvitað verið umdeildari, en það á að litlu leyti við í þessum 1. áfanga.
    Sjálfstæðisflokkurinn leggur sérstaka áherslu á öryggi skólabarna á leið til skóla og frístundar og það hefur verið hávær umræða meðal foreldra um lækkun hámarkshraða á sumum þessara gatna, til dæmis í Laugardalnum þar sem ég þekki vel til þar sem ég sit í íbúaráði Laugardals. Það er mér því erfitt að vera mótfallin tillögunni, þó hefði verið gott að fá umsagnir íbúaráða um 1. áfanga og leyfa þeim að hafa áhrif á forgangsröðun.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hvað með samgöngusáttmálann og greiðari samgöngur í borginni með ljósastýringum?

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að lækka hraða í íbúðagötum og í götum sem skólar eru og börn á ferð. Þær götur sem engir skólar eða íbúðahús standa beint við er hins vegar engin nauðsyn að lækka hraðann niður í 30 eða 40 km/klst. 
    Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina.

    Fylgigögn

  12. Göngugötur Laugavegi og Vatnsstíg, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210194

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að: 

    Eftirfarandi götur verði göngugötur í samræmi við 10. gr. umferðarlaga 77/2019:
    - Laugavegur, milli Frakkastígs og Klapparstígs.
    - Vatnsstígur, milli Laugavegar og Hverfisgötu.

    Fyrir þá sem eru undanþegnir banni við akstri á göngugötum verði:
    - Einungis heimilt að aka til vesturs á Laugavegi milli Frakkastígs og Klapparstígs.
    - Heimilt að aka í báðar áttir á Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir, greiða atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, situr hjá.

    Fulltrúar Samfylkinarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum, eftir sem áður öllum skrefum á þeirri leið að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Jafnframt er nauðsynlegt að yfirbragð götunnar breytist smám saman á þann hátt að þeir bílar sem þar megi aki upplifi sig sem gesti í gangandi rými, ekki öfugt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring hefur verið keyrð áfram á skömmum tíma þrátt fyrir mikla gagnrýni rekstraraðila og íbúa við götuna. Ákvarðanatakan hefur verið sundurleit og fyrirsjáanleikinn í breytingunum ekki boðlegur. Tugir rekstraraðila hafa farið með rekstur sinn annað og áhrif breytinganna því augljós. Þrátt fyrir þá staðreynd og þá rekstrarerfiðleika sem kaupmenn og aðrir rekstraraðilar við Laugaveginn hafa staðið frammi fyrir vegna kórónuveirunnar er haldið áfram án þess að kanna aðstæður á ný í breyttum veruleika eftir að takmörkunum var aflétt. Það blasir því við að þessi afstaða borgarstjórnarmeirihlutans breyti rekstrargrundvelli fyrirtækja við Laugaveginn. Fjölbreytt framboð verslana á Laugaveginum er kjarnaatriði í gildi götunnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er á ferðinni enn ein hringavitleysan í miðbæ Reykjavíkur. Lokunin er orðin aumkunnarverð fyrir meirihlutann. Hvaða ögrunarstjórnmál eru þetta? Borgarstjóri og meirihlutinn vill loka Laugaveginum og hliðargötum en hefur ekki burði og afl til þess. Þessar lokanir koma aftur og aftur og aftur inn í skipulags- og samgönguráð. Svona einföld ákvörðun hefur spannað allt kjörtímabilið og ekkert lát virðist vera á vitleysunni. Ýmist er verið að loka götum eða opna þær og svo verið að veita undanþágur frá ökubanni. Þessi hringlandaháttur er óþolandi fyrir rekstraraðila og landsmenn alla.

    Fylgigögn

  13. Undanþága frá banni við akstri á göngugötusvæði, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210193

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki undanþágu frá banni við akstri á göngugötusvæði vegna aksturs á:
    - Klapparstíg, yfir Laugaveg.
    - Bergstaðastræti, yfir Laugaveg að Smiðjustíg.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með fimm greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er á ferðinni enn ein hringavitleysan í miðbæ Reykjavíkur. Lokunin er orðin aumkunnarverð fyrir meirihlutann. Hvaða ögrunarstjórnmál eru þetta? Borgarstjóri og meirihlutinn vill loka Laugaveginum og hliðargötum en hefur ekki burði og afl til þess. Þessar lokanir koma aftur og aftur og aftur inn í skipulags- og samgönguráð. Svona einföld ákvörðun hefur spannað allt kjörtímabilið og ekkert lát virðist vera á vitleysunni. Ýmist er verið að loka götum eða opna þær og svo verið að veita undanþágur frá ökubanni. Þessi hringlandaháttur er óþolandi fyrir rekstraraðila og landsmenn alla.

    Fylgigögn

  14. Bann við umferð vélknúinna ökutækja á Kirkjustræti, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210195

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júlí 2021, ásamt fylgigögnum:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi:
    1. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð á Kirkjustræti, milli Pósthússtrætis og Tjarnargötu, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.
    2. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð í Templarasundi, norðan Kirkjutorgs, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fulltrúar Samfylkinarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við styðjum þá ósk þingsins að stækka skuli göngusvæðið við Austurvöll með því að leggja til akstursbann á Kirkjustræti. Skrifstofa Alþingis mun fá heimild til að hleypa umferð í undantekningartilfellum inn á svæðið, til dæmis vegna viðhafnarheimsókna erlendra gesta. Mikilvægt er að þær undantekningar séu fáar og vel skilgreindar til að almenningur upplifi svæðið sem torg en ekki veg.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði með tillögunni í ljósi þess að Alþingi hefur óskað sérstaklega eftir lokun götunnar og þá ekki síst af öryggisástæðum.

    -    Kl. 11:29 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  15. Breyting á gjaldskrá, gjald fyrir bílastæðakort íbúa í Reykjavík o.fl., tillaga - USK2021020020         Mál nr. US210183

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 25. júní 2021, ásamt fylgigögnum:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi drög að gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg.

    Samþykkt með vísan til 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkinarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með breytingunum er lagt til að gjald fyrir íbúakort fari úr 8.000 kr. á ári í 1.250 kr. á mánuði fyrir hreina rafmagns- og vetnisbíla og 2.500 kr. á mánuði fyrir aðrar bíla. Nýlega voru reglur um íbúakort einfaldaðar og með þeim breytingum hefur þeim sem rétt eiga á slíkum kortum hefur fjölgað umtalsvert. Gjaldtaka í hverjum mánuði eykur sveigjanleika og er til hagsbóta fyrir íbúa. Þá styðja grænir hvatar í gjaldskrá íbúakorta við betri loftgæði og áherslur borgarinnar í loftslagsmálum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki nýja gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavík. Íbúar sem búa í Miðborginni eiga að sjálfsögðu að eiga kost á bílastæðum í nágrenni við heimili sín en þróunin er sú hjá þessum meirihluta að draga úr einkabílastæðum við hús fólks. Ársgjald er 1250 fyrir „hreina“ rafmagnsbíla en 2500 fyrir aðra. Um er að ræða hækkun gjalds upp á meira en 200%.
    Fulltrúi Flokks fólksins finnst að svokallaðir tvinnbílar eigi að vera í flokki vistvænna bíla enda ekki hægt að álykta sem svo að þeir séu að aka á bensíni frekar en rafmagni. Fulltrúa Flokks fólksins hefur áður bókað um bílastæðahúsin í þessu sambandi. Breyta mætti fyrirkomulagi bílastæðahúsa enda eru þau langt því frá að vera fullnýtt. Þau ættu að vera opin allan sólarhringinn og skoða mætti að lækka gjöldin í þeim til muna. Þá myndu bílum fækka á götum.

    Fylgigögn

  16. Borgarlínan, kynning         Mál nr. US210176

    Kynning á stöðu Borgarlínu.

    Hrafnkell Á. Proppé forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni tekur sæti á fundinum.

    (C)    Ýmis mál

  17. Leifsgata 4, kæra 101/2021     (01.195.2)    Mál nr. SN210494
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2021 ásamt kæru mótt. 29. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa að aðhafast frekar í máli er varðar kvartanir vegna tilvistar og nýtingar á ósamþykktu bakhúsi að Leifsgötu 4B, lóð nr. 4 við Leifsgötu. 

    Fylgigögn

  18. Suðurgata 13, kæra 104/2021     (01.141.3)    Mál nr. SN210493
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2021 ásamt kæru dags. 29. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki varðandi ólögmæta íbúð í kjallara hússins að Suðurgötu 13.

    Fylgigögn

  19. Stekkjarsel 7, kæra 66/2021, umsögn     (04.924.1)    Mál nr. SN210401
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2021 ásamt kæru dags. 25. maí 2021 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 á umsókn um áður gerðar breytingar sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr.7 við Stekkjarsel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2021.

    Fylgigögn

  20. Reykjavíkurvegur 31B, kæra 69/2021, umsögn     (06.355)    Mál nr. SN210432
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. maí 2021 ásamt kæru dags. 27. maí 2021 þar sem kærð er staðfesting borgarráðs á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 5. maí 2021 um skiptingu lóðarinnar nr. 31 við Reykjavíkurveg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. júní 2021.

    Fylgigögn

  21. Ártúnshöfði iðnaðarsvæði, breyting á deiliskipulagi     (04.0)    Mál nr. SN210420

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - iðnaðarsvæði.

    Fylgigögn

  22. Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka     (04.6)    Mál nr. SN200364

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði I í Breiðholti vegna Arnarbakka.

    Fylgigögn

  23. Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells     (04.6)    Mál nr. SN200365

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði III í Breiðholti, Fell, vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells.

    Fylgigögn

  24. Elliðaárdalur svæði norðan Miklubrautar, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN210419

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna svæðis norðan Miklubrautar.

    Fylgigögn

  25. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, kynning     (04.0)    Mál nr. SN170899

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1.

    Fylgigögn

  26. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag, kynning     (04.0)    Mál nr. SN170900

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 2.

    Fylgigögn

  27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
    um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum 
    í Grafarvogi, umsögn - USK2021020111         Mál nr. US210023

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 16. júní 2021.

    Vísað til umsagnar íbúaráðs Grafarvogs.

    Fylgigögn

  28. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn, umsögn - USK2021040053         Mál nr. US210088

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn.  Ekki er talin þörf á gangbraut á þessum stað að mati skrifstofu samgöngustjóra. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að á þessum stað er engin göngutenging og hlýtur það að stangast á við öryggisstaðla. Í svari er nokkur mótsögn, annars vegar að það komi til greina að merkja gangbraut nærri biðstöð Strætó en hins vegar að samkvæmt forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða, þá verði það hvorki gert á þessum stað eða þetta ár. Hver ræður þessu í raun og veru? Er ekki rétt að hlusta á  það sem fólk segir, vegfarendur sem telja öryggi ábótavant við biðstöð Strætó á þessum stað?

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan um gangbraut er góð en með vísan í umsögn samgöngustjóra er ekki hægt að samþykkja hana og forgangsraða þannig aðgerðum á þessum stað fram yfir aðrar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Eðlilegt er að skoða gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn í forgangsröðun næstu ára.

    Fylgigögn

  29. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Hagkvæmt húsnæði, umsögn         Mál nr. US200412

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt er um hagkvæmt húsnæði og fleira því tengt. Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um þann alvarlega skort sem er á hagkvæmu húsnæði í borginni þrátt fyrir loforð um annað. Í sölu eru nú um 200 íbúðir en þyrftu að vera 900 til að tryggja eðlilegt flæði. Þetta stendur til bóta en ekki strax. Það sem gerist í framtíðinni er ekki að hjálpa þeim sem vantar hagkvæmt húsnæði í dag. Einnig er skortur á stærra húsnæði fyrir þá sem þess óska. Sagt er að húsnæðisstefna snúist um að tryggja öllum húsnæði en það er bara ekki raunin, allavega ekki í dag.
    Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra þótt það þýðir meiri dreifingu hennar en þéttingarstefna meirihlutans segir til um. Minnstu íbúðirnar sem sumir héldu að myndu verða hagkvæmari fyrir vikið eru hins vegar hlutfallslega dýrari en þær stærri, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengdra verkefna.

    Fylgigögn

  30. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um auglýsingakostnað vegna nagladekkjanotkun, svar - USK202106004         Mál nr. US210134

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármálastjóra, dags. 1. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rúmlega 24 milljónum hefur verið varið í auglýsingar til að draga úr notkun nagladekkja sl. ár og náði eyðslan hámarki árið 2020 eða tæpum 6 milljónum. Talið er að þessar fjárhæðir séu ekki tæmandi taldar vegna ónógra upplýsinga í fjármálakerfum Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt en sýnir glöggt vanvirðingu fyrir útsvarsgreiðslum borgarbúa. Að auki þá hafa tæpar 4 milljónir runnið til Verkfræðistofunnar Eflu í „nagladekkjatalningar“. Það er forkastanlegt hvernig farið er með almannafé Reykvíkinga í svona vitleysu út í loftið án markmiða.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það vakti undrun að borgin keypti rándýra þjónustu Eflu til að halda utan um talningu nagladekkja. Verkefni af þessu tagi hefðu starfsmenn skipulagssvið vel geta annast, nóg fer nú samt af fjármagni borgarinnar til ráðgjafafyrirtækja. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki er annars tímabært að kanna af hverju notkun nagladekkja minnkar ekki? Er ekki hluti af ástæðunni að þörf er á þeim? 
    Í efri byggðum er t.d. ekki snjó rutt af vegum fyrir venjulegan vinnutíma, götur er oft mjög hálar, smávægilegar brekkur verða að vetri til óviðráðanlegar bílum á naglalausum  dekkjum. Spara mætti auglýsingakostnað og nota féið í staðinn  til að sinna vetrarþjónustu betur en nú er gert. Hitt er svo annað mál hvort hægt sé að samþykkja að borgin skuli ráða Eflu í svo einfalt verkefni sem er utanumhald við talningu nagladekkja. Fjárhæðin er trúnaðarmál. Borgaryfirvöld vilja ekki að borgarbúar viti hvað þetta kostar mikið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ekki boðlegt að upplýsingum sé haldið leyndum fyrir borgarbúum í allri umræðu meirihlutans um gegnsæi.

    Fylgigögn

  31. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna nagladekkjatalningar, svar - USK202106003         Mál nr. US210135

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármálastjóra, dags. 1. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kostnað vegna nagladekkjatalningar og af hverju rándýr verkfræðistofa væri fengin til að halda utan um slíkt verkefni. Svörin bera það með sér að engin ástæða er til að fá verkfræðistofu til að sjá um talningarnar. Starfsmenn borgarinnar geta auðveldlega séð um þetta og enga  sérfræðimenntun þarf til að telja dekk eða halda utan um slíkt verkefni. Langflestir kunna að telja upp í hundrað og jafnvel upp í þúsund eða meira. Hér er augljóslega verið að sóa féi borgarbúa með óþarfa milliliði. Bent er á að einingarverð verkfræðistofunnar er tæpar 15 þúsund/klst. Hver hálftími sem er skráður á samskipti- sennilega eitt símtal, kostar sitt, eða rúmar  sjö þúsund krónur. Fulltrúi Flokks fólksins spurði um þóknun til Eflu fyrir að telja nagladekk og er svarið trúnaðarmerkt. Af hverju? Engin rök fylgja svo álykta má að sú tala sem birt er þyki skipulagsyfirvöldum þessleg að best er að hún komi ekki fyrir almenningssjónir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rúmlega 24 milljónum hefur verið varið í auglýsingar til að draga úr notkun nagladekkja sl. ár og náði eyðslan hámarki árið 2020 eða tæpum 6 milljónum. Talið er að þessar fjárhæðir séu ekki tæmandi taldar vegna ónógra upplýsinga í fjármálakerfum Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt en sýnir glöggt vanvirðingu fyrir útsvarsgreiðslum borgarbúa. Að auki þá hafa tæpar 4 milljónir runnið til Verkfræðistofunnar Eflu í „nagladekkjatalningar“. Það er forkastanlegt hvernig farið er með almannafé Reykvíkinga í svona vitleysu út í loftið án markmiða.

    Fylgigögn

  32. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrir hönd íbúa í Úlfarsárdal, 
    svar - USK2021030112         Mál nr. US210045

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram ýmsar spurningar sem íbúar í Úlfarsárdal höfðu ítrekað reynt að fá svör við en ekki fengið. Um var að ræða spurningar sem lutu að umhverfinu og öryggismálum m.a. Fram kemur í svari að öllum þessum spurningum hefur verið svarað en tekið hafi tíma að fá svör frá mismunandi skrifstofum. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að íbúum sem hafa verið að spyrja um mikilvæg atriði í Úlfarsárdal finnist svörin fullnægjandi og að samskipti þeirra og skipulagsyfirvalda verði betri í framtíðinni.

    Fylgigögn

  33. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skipulagsmál í Úlfarsárdal, umsögn         Mál nr. US210145

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Nú liggur fyrir að hverfið er komið í sína endanlegu mynd og er sú mynd nokkuð einsleit að mati fulltrúa Flokks fólksins, mest blokkir og  eitthvað um par- og raðhús.  Þarna hefði mátt hafa meiri fjölbreytni í stærð eigna og ólík verðbil. Ekki skortir landrými. Nú er bæði skortur á hagkvæmu húsnæði og stærri eignum með meira rými umhverfis og er barist um hverja einustu eign sem kemur á sölu. Vonandi líður ekki á löngu áður en ábendingum um að gönguleiðir séu ófullgerðar og frágangi á götum ljúki.  Uppbygging þessa hverfis hefur tekið langan tíma og þess vegna er ekki skrýtið að fólk sé farið að lengja eftir að verkefnum s.s. sem snyrtingu á umhverfi og að umferðaröryggismál fari að taka á sig fullnægjandi mynd.

    Fylgigögn

  34. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Sjómannaskólareitinn, umsögn         Mál nr. US210077

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað var eftir upplýsingum um gögn sem lofað var að leggja fram á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn.
    Nú segir í svari frá skipulagsyfirvöldum að öll gögn sem lögð voru fyrir skipulags- og samgönguráð í undirbúningi og á skipulagstíma verkefnisins voru opinber og afhent hverjum þeim sem þess óskaði. 
    Fulltrúa Flokks fólksins finnst að einmitt svona  orð gegn orði, orð borgarbúa gegn orðum skipulagsyfirvalda  sé ekki óalgengt þegar um skipulags- og samgöngumál er að ræða.  Fulltrúi Flokks fólksins vonar vissulega að allir hafi sömu upplýsingar. Málefni Sjómannaskólareitsins hefur verið erfitt. Svæði hefur tilfinningagildi fyrir marga og mikilvægt að fullkomið gegnsæi gildi í þessu máli eins og öllum öðrum.

    Fylgigögn

  35. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna landfyllinga í Álfsnesi, umsögn         Mál nr. US210056

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling í Álfsnesi hafi verið til umræðu á fyrri stigum og er að spyrja um þetta þess vegna. Upplýsingar um landfyllingu þarna voru í  fréttum þann 1. mars og fram kom að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Í svari við fyrirspurn segir hins vegar “að allar upplýsingar um umrædda landfyllingu lágu fyrir í umfjöllun um málið í skipulags- og samgönguráði.”  Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þetta hafi verið í smá letrinu? En hvað sem öðru líður liggur enn í loftinu sú spurning hvort nauðsynlegt sé að landfylla? Fyrir utan að  fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla" 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er.

    Fylgigögn

  36. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    um veggjakrot á rafmagnskössum         Mál nr. US210190

    Skipulagsráð samþykkir að Orkuveitu Reykjavíkur verði gert skilt að þrífa krot af rafmagnskössum í eigu félagsins og eru í borgarlandinu a.m.k. tvisvar á ári.

    Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Reykjavíkurborg á Orkuveitu Reykjavíkur og hefur því eigandavald yfir félaginu. Það er orðhengilsháttur að vísa tillögunni frá skipulags- og samgönguráði í stað þess að samþykkja hana og vísa henni til Orkuveitunnar til aðgerða. Tillagan snýr að fegurri og hreinlegri höfuðborg. Veggjakrot á rafmagnskössum Orkuveitu Reykjavíkur er merki um mikinn sóðaskap og vanrækslu.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið getur ekki beint fyrirmælum til Orkuveitu Reykjavíkur en ekki með boðvald yfir henni. Við beinum hins vegar þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að efla samstarf við Orkuveituna um þrif á rafmagnskössum í borgarlandi.

  37. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti         Mál nr. US210186

    Í miðbæ Reykjavíkur var nýverið stillt upp upplýsingaskiltum í Pósthússtræti við Austurvöll. Skiltin eru á  steinsteyptum stökklum þar sem áður voru bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort þarna eigi að vera skilti til framtíðar?
    Hver er kostnaður borgarinnar í tengslum við þessi skilti?
    Er það stefna borgarinnar að skipta út bílastæðum í miðbænum fyrir skilti á steyptum sökklum?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  38. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur         Mál nr. US210185

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit frá skipulags- og samgöngusviði yfir öll framlögð mál Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu, málum sem er lokið og þeim sem er ólokið. Á fundi borgarráðs 24. júní var lagt fram slíkt yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur Flokks fólksins framlögð í borgarráði. Óskað er eftir sambærilegu yfirliti frá skipulags- og samgönguráði.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

  39. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    um fund varðandi Arnarnesveg         Mál nr. US210189

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að haldinn verði sameiginlegur fundur með Vinum Vatnsendahvarfs,  Betri samgöngum og Vegagerðinni þar sem rætt verður um fyrirhugaða lagningu 3ja. áfanga Arnarnesvegar og þeirra áhrifa sem lagning hraðbrautarinnar hefur á Vatnsendahvarfið, nærliggjandi umhverfi  og umferð. Að baki Vinum Vatnsendahvarfs standa mörg hundruð manns. Byggja á framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati. Marg ítrekað hefur verið óskað eftir að nýtt umhverfismat verði gert.
    Vatnsendahvarfið er náttúruperla og dýrmætt grænt svæði sem liggur á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. Svæðið er mikið nýtt útivistarsvæði og útsýnissvæði íbúa nágrennisins. Einnig er Vatnsendahvarfið varpland fjölmargra fuglategunda, þar á meðal lóu, hrossagauka og spóa. Fyrirhugaður 3. kafli Arnarnesvegar mun koma til með að skera Vatnsendahvarfið í tvennt og breyta ásýnd þess og notagildi. Umhverfismat sem framkvæmdin á að byggja á er frá 2003. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur mikið breyst á svæðinu auk þess sem ekki liggur fullljóst fyrir hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur á umhverfi, útivist, umferð og hljóðvist. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld haldi fund með Vinum Vatnsendahvarfs, Vegagerðinni og Betri Samgöngum hefur verið felld með þeim rökum að ekki er hefð fyrir því að haldnir séu sameiginlegir fundi með hagaðilum. Fram til þessa hefur ekki virðst vera mikill vilji til samtals um þetta mál hvað þá samráðs. Ekki er verið að biðja um annað en að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð, að fengið verði nýtt umhverfsimat í stað þess að notast við mat frá 2003. Þess utan er um að ræða lýðheilsumál því við hlið hraðbrautarinnar verður leiksvæði barna, vetrargarður.
    Ekki hefur verið tekið mark á umsögnum Vina Vatnsendahvarfs, Íbúaráðs Breiðholts, og Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur sem öll mæltu með því að nýtt umhverfismat yrði gert fyrir framkvæmdina. Með því að bjóða fólki að senda umsagnir var aðeins  sýndarlýðræði. 
    Sextíu metra breið gjá verður sprengd inn í Vatnsendahvarfið í byrjun næsta árs til að leggja þessa stofnbraut sem mun eyðileggja þetta dýrmæta útivistarsvæði til frambúðar. Þessi stofnbraut, sem tengist við Beiðholtsbrautina sem er nú þegar er sprungin, mun skapa mun fleiri vandamál en hún er hönnuð til að leysa. Þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er fyrirhuguð er betra að fara hægt en að æða áfram í vanhugsun.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er hefð því að haldnir séu sameiginlegir fundi með hagaðilum á þann hátt sem tillagan nefnir. Hins vegar fer sannarlega vel á því að framkvæmd sem þessi sé kynnt á opnum íbúafundi. Eðlilegt að slíkur fundur verði skipulagður í tengslum við deiliskipulagsauglýsingu og að hann sé haldinn samstarfi við Kópavogsbæ og Vegagerðina.

    Fylgigögn

  40. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, leggja fram svohljóðandi tillögu, um úttekt á aðgengi á gönguþverunum         Mál nr. US210196

    Lagt er til gerð verði úttekt á aðgengi í tengslum við gönguþveranir í borginni. Gönguþveranir verði metnar út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrarskertum notendum. Tekið verði mið af leiðbeiningunum "Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra." Í fyrstu atrennu verði litið til helstu gönguleiða út frá samþykktu hverfisskipulagi byrjað í Árbænum, þar sem hverfisskipulagið liggur fyrir. Lagt er til að verkefnið hefjist á árinu 2022.

    Frestað.

  41. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Naustabryggju 31-33         Mál nr. US210197

    Ákvæði byggingarreglugerðar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, þ.e. um fjarlægð frá aðalinngangi, eru ekki uppfyllt við Naustabryggju 31-33. Lagt er til að Reykjavíkurborg fylgi úrskurði í máli úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2020 og tryggi án tafar aðgengi fyrir hreyfihamlaða að aðalinngöngum Naustabryggju 31 og 33, 110 Reykjavík.
     
    Tillögunni fylgir úrskurður úrskurðarnefndar í máli nr. 15/2020 og bréf Reykjavíkurborgar, dags. 27. apríl 2021, þar sem fram kemur að borgin hafni því að aðhafast frekar í málinu.

    Frestað.

    Fylgigögn

  42. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um hlaupavísa í Laugardal         Mál nr. US210198

    Á Klambratúni eru hlaupavísar sem sýna 100m vegalengdir. Lagt er til að settir verði upp álíka á viðeigandi stöðum í Laugardalnum. Slíkt myndi styrkja Laugardalinn enn frekar sem útivistarsvæði fyrir almenning.

    Frestað.

  43. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um ýmsa kostnaði         Mál nr. US210199

    1. Hvaða vertakar unnu við Braggann, Nauthólsvegi 100 og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    2. Hvaða verktakar unnu við Hálfvitann, vitann á Sæbraut og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    3. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Gröndalshúsi og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    4. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Hlemmi - síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    5. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Grandanum - síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    6. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Fossvogsskóla og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
    7. Hvaða verktakar eru að gera við fyrrum húsnæði Adam og Evu, sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?
    8. Hvaða verktakar eru að gera við Safamýri 5 sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?

    Frestað.

    -    Kl. 12:11 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.

Fundi slitið klukkan 12:17

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0707.pdf