Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 107

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 9. júní kl. 09:07, var haldinn 107. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Geir Finnsson, Marta Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson, Jórunn Pála Jónasdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Daníel Örn Arnarson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Eva Hauksdóttir og Snædís Karlsdóttir Bergmann. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir

 

Fundarritari var Harri Ormarsson.

 

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1117 frá 1. júní 2021.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. júní 2021.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  3. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til mars 2021, trúnaður         Mál nr. US200295

    Lögð fram greinargerð 3. mánaða uppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs janúar til mars 2021.

    Lagt fram og fært í trúnaðarbók.

  4. Furugerði 23, kæra 48/2021, umsögn     (01.807.4)    Mál nr. SN210374
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. apríl 2021 ásamt kæru dags. 16. apríl 2021 þar sem kærð er ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. febrúar 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. júní 2021.

  5. Bergstaðastræti 2, kæra 52/2021, umsögn     (01.171.3)    Mál nr. SN210375
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. apríl 2021 ásamt kæru dags. 20. apríl 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 um að innrétta krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. júní 2021.

  6. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um fundarsköp, svar - USK2021050027         Mál nr. US210103

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra og skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. júní 2021.

     Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svarinu er ekki betur séð en að skipulags- og samgönguráð tekur sé leyfi til að gera hluti með öðrum hætti en önnur ráð. Segir að ef það sé vafi uppi um bókanir eða hvort fulltrúi hafi leyfi til að bóka skeri formaður úr hvort bókun uppfylli skilyrði.  Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta ansi langt gengið í geðþóttaákvörðunarvaldi meirihlutans/embættismanna í skipulagsráði. Í engu ráði hefur tjáningarfrelsi hvað varðar bókanir verið lamið eins niður og  í skipulags- og samgönguráði. Í fyrstu var þetta leyfilegt en nú skyndilega er búið að banna þetta.  Það er miður því slíkt skapar bara leiðindi og upplifir fulltrúi Flokks fólksins þetta sem valdníðslu. Bókanir eru eina tjáningarform minnihutafulltrúa til að koma sinni afstöðu út af lokuðum fundum. Það er afar ólýðræðislegt að banna bókanir við liði sem eru til upplýsinga enda engin ástæða til þess. Það er hægt að hafa skoðun og taka afstöðu til „gagna sem lögð eru fram til upplýsingar“. Það er mikið vald að geta ákveðið hvenær bókun minnihlutafulltrúa er metið að „uppfylli ekki skilyrði“ eins og það er orðað í svari. Skjalakerfið- Erindreki er notað í skipulagsráði, en ekki í öðrum ráðum. Hér er þörf á skýringu og finna þarf síðan á þessu lausn.

    -    Kl. 09:21 tekur Aron Leví Beck sæti á fundinum.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  7. Stæði fyrir rafbíla, tillaga - USKR2021020121         Mál nr. US210163

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. júní 2021:

    Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að eftirfarandi bifreiðastæði við rafhleðslustöðvar verði merkt sem bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum sem þurfa rafhleðslu.
    - Bílahúsið Stjörnuport, 6 stæði
    - Bílahúsið Vitatorg, 12 stæði
    - Bílahúsið Vesturgata, 4 stæði
    - Bílahúsið Traðarkot, 6 stæði
    - Bílahúsið Bergstaðir, 4 stæði
    - Bílahúsið Ráðhúsið, 12 stæði
    - Grettisgata v. hús nr. 89, 4 stæði
    - Kirkjutorg, 4 stæði
    - Amtmannsstígur v. Lækjargötu, 4 stæði
    - Félagstún v. Höfða, 4 stæði
    - Naustin v. Hafnarhúsið, 4 stæði

    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  8. Laugavegur 47-51, tvö stæði fyrir hreyfihamlaða, tillaga - USK20210210121         Mál nr. US210161

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júní 2021:

    Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að eftirfarandi stæði verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða:
    - Tvö stæði á Laugavegi næst Frakkastíg, við hús nr. 47-51.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði fagna því að verið sé að bæta aðgengi hreyfihamlaðra með því að staðsetja stæði á jafnsléttu en ekki í halla eins og nú er á þessu svæði. Mikilvægt er að gott samráð sé haft við Öryrkjabandalagið og hagsmunasamtök hreyfihamlaðra við staðsetningu P - merktra bílastæða. Aðgengi hreyfihamlaðra hefur verið takmarkað að miðborginni og fara þarf í heildstæða vinnu til að auka það enn frekar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að samþykkt verði bílastæði við Skólavörðustíg og Laugaveg sem verður sérmerkt fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju einasta stæði sem samþykkt er fyrir hreyfihamlaða og vonar fulltrúi Flokks fólksins að ákvörðun um þessi stæði hafi verið tekin í  samráði við hagsmunasamtök fatlaðra. Þessi málaflokkur hefur orðið undir hjá  meirihlutanum í borginni og við ákvörðun að loka fyrir umferð bíla og gera göngugötur þá má segja að fatlaðir og þeir sem eiga erfitt um gang hafa verið skildir eftir úti í kuldanum. Almennt er  aðgengismál fatlaðra  í miðbænum erfiðleikum háð og er í raun  kapituli út af fyrir sig. Því miður er það þannig að margir fatlaðir finna sigi ekki lengur velkomin í bæinn og fara ekki þangað nema tilneyddir.

    Fylgigögn

  9. Umsókn um sérmerkt stæði að Skólavörðustíg 23, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210160

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. júní 2021:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að bílastæði við Skólavörðustíg 23 verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði fagna því að verið sé að bæta aðgengi hreyfihamlaðra með því að staðsetja stæði á jafnsléttu en ekki í halla eins og nú er á þessu svæði. Mikilvægt er að gott samráð sé haft við Öryrkjabandalagið og hagsmunasamtök hreyfihamlaðra við staðsetningu P - merktra bílastæða. Aðgengi hreyfihamlaðra hefur verið takmarkað að miðborginni og fara þarf í heildstæða vinnu til að auka það enn frekar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að samþykkt verði bílastæði við Skólavörðustíg og Laugaveg sem verður sérmekt fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju einasta stæði sem samþykkt er fyrir hreyfihamlaða og vonar fulltrúi Flokks fólksins að ákvörðun um þessi stæði hafi verið tekin í  samráði við hagsmunasamtök fatlaðra. Þessi málaflokkur hefur orðið undir hjá  meirihlutanum í borginni og við ákvörðun að loka fyrir umferð bíla og gera göngugötur þá má segja að fatlaðir og þeir sem eiga erfitt um gang hafa verið skildir eftir úti í kuldanum. Almennt er  aðgengismál fatlaðra  í miðbænum erfiðleikum háð og er í raun  kapituli út af fyrir sig. Því miður er það þannig að margir fatlaðir finna sigi ekki lengur velkomin í bæinn og fara ekki þangað nema tilneyddir.

    -    Kl. 09:44 víkur Örn Þórðarson af fundi.
    -    Kl. 09:44 tekur Katrín Atladóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
    -    Kl. 09:45 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi.
    -    Kl. 09:45 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  10. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, kynning     (04.0)    Mál nr. SN170899

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1. - Krossmýrartorg á Ártúnshöfða. Svæðið er um það bil 16 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 1570 íbúða, skóla, verslunar- og þjónustusvæði við Krossamýrartorg, almenningsrýmum, borgarlínu og borgarlínustöð. Samhliða skipulagsgerðinni er unnið að vistvottun skipulagsins samkvæmt forsendum vistvottunarkerfisins Breeam Communities.

    Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögn ráðgjafa frá Arkís arkitektum og ASK arkitektum:
    Almenn greinargerð fyrir svæði 1 (og svæði 2) dags. 4. júní 2021
    Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð  fyrir svæði 1. dags. 4. júní 2021
    Deiliskipulags- og skýringaruppdrættir dags. 4. júní 2021

    Einnig  er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4 dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís dags. maí 2021 og mengunarrannsókn Verkís dags. maí 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að samþykkja í auglýsingu áfanga 1 og 2 af uppbyggingu við stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur í kringum Elliðavog og Ártúnshöfða. Áætlað er að á svæði þessa borgarhluta rísi allt að 8000 íbúðir sem munu hýsa álíka fjölda íbúa og Grafarvogur eða um 20.000 manns en á sjöfalt minna svæði. Um er að ræða fyrsta hverfi Reykjavíkur sem rís alfarið innan borgarmarkanna. Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri, blandaðri byggð sem gefur kost á búsetu, atvinnu og þjónustu innan hverfis. Jafnframt er gert ráð fyrir skilvirkum tengingum almenningssamgangna með kjöraðstæðum fyrir bíllausan lífsstíl. Við Krossamýratorg verður ein af meginstöðvum borgarlínu með lifandi borgarkjarna í nálægð við almenningsgarð á stærð við Austurvöll. Heildarfjöldi íbúða innan áfanga 1 og 2 er um 3500. Stefnt er að því að deiliskipulagsáætlanirnar fyrir Ártúnshöfða og Elliðavog fái BREEAM umhverfisvottun. Leiðarljós allrar skipulagsvinnu er að styðja við markmið borgarinnar í loftslagsmálum sem stuðla að sjálfbærri borgarþróun. Staðsetning svæðisins er einstök. Nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapar svæðinu mikla sérstöðu í borginni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um stórt og fjölmennt hverfi að ræða. Mikilvægt er að huga að samgönguframkvæmdum svo sem Sundabraut til að létta á umferð sem mun létta verulega á aukinni umferð um Ártúnsbrekku. Þá þarf að huga að tímasetningu grunnskóla og leikskóla til að grunnþjónusta verði til staðar þegar hverfið fer að byggjast upp. Enn stendur malbikunarstöðin Höfði í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu og þá er óljóst hvort og hvenær áætlaðar landfyllingar verði heimilaðar. Huga þarf að framkvæmdaáætlun til að forðast misræmi í uppbyggginu hverfisins og þjónustu við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Frá upphafi 20. aldar hafa miklar landfyllingar verið gerðar við strandlengju Reykjavíkurborgar og í dag eru náttúrulegar og óskertar fjörur lítill hluti strandsvæði borgarinnar. Áætlað er að fara í 13 hektara landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaá og reisa þar íbúabyggð. Er stærðin á landfyllingunni langt yfir þeim mörkum sem krefst umhverfismats. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna villtra fiskitegunda í Elliðaám og er ljóst að um mikið og stórtækt inngrip er að ræða í þá einstöku náttúruperlu sem árnar eru inn í miðri höfuðborg landsins. Áætlað er að reisa 8.000 íbúðabyggð í Elliðarárvogi og á Ártúnshöfða og að tæplega 100.000 fermetra atvinnuhúsnæði kynnt til sögunnar. Ekki er útfært hvaða rekstri er gert ráð fyrir á svæðinu með 1.000 – 1.500 störfum. Uppbygging atvinnurekstrar er sjálfsprottinn og getur aldrei gerst með valdboði stjórnvalds. Mikil mengun er í jarðvegi á þessu svæði – bæði olíumengun og mengun frá Malbikunarstöðinni Höfða. Engar lausnir eru í sjónmáli hvernig á að fjarlægja mengaðan jarðveg t.d. þar sem skólar eiga að koma. Öll þessi uppbygging byggir á sjálfhverfu sjónarmiði borgarstjóra og meirihlutans um borgarlínu. Komi hún ekki er uppbyggingin á svæðinu í uppnámi.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Umræddar landfyllingar eru ekki hluti af þeim skipulagsáætlunum nú er verið að leggja fram til auglýsingar en umhverfisáhrif þeirra og endanleg stærð verður tekin fyrir í síðari áföngum í skipulagi borgarhlutans.  Markmið borgarinnar er hér eftir sem hingað til að vernda lífríki Elliðaáa og tryggja það að fiskgengd í árnar beri ekki skaða af uppbyggingaráformum í Ártúnshöfða.  Skýrsla Hafrannsóknunarstofnunar frá mars um farleiðir laxaseiða að ósum Elliðaá styður það.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins upplifir sig eins og gömul grammófónplata en ætlar enn og aftur að endurtaka mótmæli vegna væntanlegra landfyllinga á þessu svæði. Allt undirlag er á landfyllingu. Byggja á allt að 3500 íbúðir í 1. og 2 áfanga og  8000 íbúðum  þegar allt er komið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þessi borgarhluti stendur  samkvæmt deiliskipulaginu án nokkurra landfyllinga. Hætta ætti því við landfyllingar á svæði 1 og 2. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins.  Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Allt of mikið er manngert orðið, búin til gerviveröld sem sumum þykir smart. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Landfyllingar eru auk þess enn í mati. Varðandi iðnaðarsvæðið þá felst breytingin í því að minnkar skipulagssvæðið, malbikunarstöðin og bílasölur eiga að víkja skv. skipulaginu. Um bílastæðin: Fækkun og 70% samnýting bílastæða er viðkvæmt mál fyrir stóran hóp. Samráð þarf að vera við borgarbúa um þetta.

    Björn Guðbrandsson frá Arkís, Páll Gunnlaugsson frá ASK, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannviti og Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís  taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted verkefnastjórar ásamt  Halldóri Eyjólfssyni frá Klasa taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag, kynning     (04.0)    Mál nr. SN170900

    Lögð fram tillaga  umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2. - Sævarhöfði á Ártúnshöfða.  Svæðið er um það bil 18 ha að stærð.  Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu allt að 1917 íbúða, safnskóla og skóla,  verslunar- og þjónustusvæði, almenningsrýmum, borgarlínu og borgarlínustöð. Samhliða skipulagsgerðinni er unnið að vistvottun skipulagsins samkvæmt forsendum vistvottunarkerfisins Breeam Communities.

    Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögn ráðgjafa frá Arkís arkitektum:
    Almennri greinargerð fyrir svæði 2 (og svæði 1) dags. 4. júní 2021
    Greinargerð og skilmálar fyrir byggingar og lóðir fyrir svæði 2, dags. 4. júní 2021
    Deiliskipulags- og skýringaruppdrættir dags. 4. júní 2021

    Einnig er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4 dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís dags. maí 2021 og mengunarrannsókn Verkís dags. maí 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að samþykkja í auglýsingu áfanga 1 og 2 af uppbyggingu við stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur í kringum Elliðavog og Ártúnshöfða. Áætlað er að á svæði þessa borgarhluta rísi allt að 8000 íbúðir sem munu hýsa álíka fjölda íbúa og Grafarvogur eða um 20.000 manns en á sjöfalt minna svæði. Um er að ræða fyrsta hverfi Reykjavíkur sem rís alfarið innan borgarmarkanna. Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri, blandaðri byggð sem gefur kost á búsetu, atvinnu og þjónustu innan hverfis. Jafnframt er gert ráð fyrir skilvirkum tengingum almenningssamgangna með kjöraðstæðum fyrir bíllausan lífsstíl. Við Krossamýratorg verður ein af meginstöðvum borgarlínu með lifandi borgarkjarna í nálægð við almenningsgarð á stærð við Austurvöll. Heildarfjöldi íbúða innan áfanga 1 og 2 er um 3500. Stefnt er að því að deiliskipulagsáætlanirnar fyrir Ártúnshöfða og Elliðavog fái BREEAM umhverfisvottun. Leiðarljós allrar skipulagsvinnu er að styðja við markmið borgarinnar í loftslagsmálum sem stuðla að sjálfbærri borgarþróun. Staðsetning svæðisins er einstök. Nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapar svæðinu mikla sérstöðu í borginni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um stórt og fjölmennt hverfi að ræða. Mikilvægt er að huga að samgönguframkvæmdum svo sem Sundabraut til að létta á umferð sem mun létta verulega á aukinni umferð um Ártúnsbrekku. Þá þarf að huga að tímasetningu grunnskóla og leikskóla til að grunnþjónusta verði til staðar þegar hverfið fer að byggjast upp. Enn stendur malbikunarstöðin Höfði í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu og þá er óljóst hvort og hvenær áætlaðar landfyllingar verði heimilaðar. Huga þarf að framkvæmdaáætlun til að forðast misræmi í uppbygggingu hverfisins og þjónustu við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Frá upphafi 20. aldar hafa miklar landfyllingar verið gerðar við strandlengju Reykjavíkurborgar og í dag eru náttúrulegar og óskertar fjörur lítill hluti strandsvæði borgarinnar. Áætlað er að fara í 13 hektara landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaár og reisa þar íbúðabyggð. Er stærðin á landfyllingunni langt yfir þeim mörkum sem krefst umhverfismats. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna villtra fiskitegunda í Elliðaám og er ljóst að um mikið og stórtækt inngrip er að ræða í þá einstöku náttúruperlu sem árnar eru inn í miðri höfuðborg landsins. Áætlað er að reisa 8.000 íbúðabyggð í Elliðaárvogi og á Ártúnshöfða og að tæplega 100.000 fermetra atvinnuhúsnæði kynnt til sögunnar. Ekki er útfært hvaða rekstri er gert ráð fyrir á svæðinu með 1.000 – 1.500 störfum. Uppbygging atvinnurekstrar er sjálfsprottinn og getur aldrei gerst með valdboði stjórnvalds. Mikil mengun er í jarðvegi á þessu svæði – bæði olíumengun og mengun frá Malbikunarstöðinni Höfða. Engar lausnir eru í sjónmáli hvernig á að fjarlægja mengaðan jarðveg t.d. þar sem skólar eiga að koma. Öll þessi uppbygging byggir á sjálfhverfu sjónarmiði borgarstjóra og meirihlutans um borgarlínu. Komi hún ekki er uppbyggingin á svæðinu í uppnámi.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Umræddar landfyllingar eru ekki hluti af þeim skipulagsáætlunum nú er verið að leggja fram til auglýsingar en umhverfisáhrif þeirra og endanleg stærð verður tekin fyrir í síðari áföngum í skipulagi borgarhlutans.  Markmið borgarinnar er hér eftir sem hingað til að vernda lífríki Elliðaáa og tryggja það að fiskgengd í árnar beri ekki skaða af uppbyggingaráformum í Ártúnshöfða.  Skýrsla Hafrannsóknastofnunar frá mars um farleiðir laxaseiða að ósum Elliðaár styður það.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins upplifir sig eins og gömul grammófónplata en ætlar enn og aftur að endurtaka mótmæli vegna væntanlegra landfyllinga á þessu svæði. Allt undirlag er á landfyllingu. Byggja á allt að 3500 íbúðir í 1. og 2 áfanga og  8000 íbúðum  þegar allt er komið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þessi borgarhluti stendur  samkvæmt deiliskipulaginu án nokkurra landfyllinga. Hætta ætti því við landfyllingar á svæði 1 og 2. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins.  Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Allt of mikið er manngert orðið, búin til gerviveröld sem sumum þykir smart. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Landfyllingar eru auk þess enn í mati. Varðandi iðnaðarsvæðið þá felst breytingin í því að minnkar skipulagssvæðið, malbikunarstöðin og bílasölur eiga að víkja skv. skipulaginu. Um bílastæðin: Fækkun og 70% samnýting bílastæða er viðkvæmt mál fyrir stóran hóp. Samráð þarf að vera við borgarbúa um þetta.

    Björn Guðbrandsson frá Arkís, Páll Gunnlaugsson frá ASK, Þráinn Hauksson frá Landslagi, Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannviti og Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís  taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted verkefnastjórar ásamt  Halldóri Eyjólfssyni frá Klasa taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Elliðaárdalur svæði norðan Miklubrautar, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN210419

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals svæði norðan Miklubrautar. Breytingin felst í því að skipulagsmörkum deiliskipulags Elliðaárdals norðan Vesturlandsvegar er breytt og minnkar skipulagssvæðið um 10 ha.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
    Vísað til borgarráðs.

    Þráinn Hauksson frá Landslagi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  13. Ártúnshöfði iðnaðarsvæði, breyting á deiliskipulagi     (04.0)    Mál nr. SN210420

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - iðnaðarsvæði. Breytingin felst í því að skipulagsmörkum deiliskipulags Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæði er breytt og minnkar skipulagssvæðið um 11,5 ha.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Vísað til borgarráðs.

    Þráinn Hauksson frá Landslagi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  14. Snorrabraut 60, Viðbygging - mhl.02
         (11.934.03)    Mál nr. BN058929
    Feier ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

    Lagðir fram til kynningar útlitsuppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 2. mars 2021. 

    Kynnt.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  15. Tillaga skipulags- og samgönguráðs, 
    um að fjarlægja þverslár á hjólaleiðum         Mál nr. US210162

    Skipulags- og samgönguráð felur skrifstofu framkvæmda og viðhalds að setja á framkvæmdaáætlun að fjarlægja þverslár á hjólastígum.
     
    Greinargerð fylgir tillögunni. 
     
    Samþykkt.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari tillögu um að fjarlægja járnslár á hjólreiðastígum.  Ekki er liðinn nema einn fundur síðar Fulltrúi flokks fólksins nefndi í bókun að  járnslár á göngu- og hjólastígum þurfi að fjarlægja enda skapa þær hættur. Nú er þetta orðið að tillögu meirihlutaflokkana. Hér er reyndar talað um þverslár en þverslá er ekki þverslá fyrir þá sem koma hjólandi samsíða “þverslám”. Um er að ræða járnslár, stuttar og langar sem mæta hjólreiðamönnum stundum að framan og stundum frá hlið og kemur í veg fyrir að þeir geti hjólað hindrunarlaust. Þær eru því bæði hættulegar ef rekist er á þær á ferð og  einnig sannarlega óþarfar. Sama á við alla þá sem koma á öðrum farartækjum eða styðjast við hjálpartæki eins og hjólastóla, sem mega vera á þessum stígum.  Hvað sem þessu líður þá er ánægjulegt að vel var tekið í að hafa þessa tillögu sameiginlega tillögu skipulags- og samgönguráðs.

  16. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    varðandi skipulagslýsingar         Mál nr. US210152

    Fram hefur komið að skipulagsyfirvöldum er  ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Hugsunin að baki er  að hafa eigi ábendingar/athugasemdir aðeins  til hliðsjónar. Engin trygging er hins vegar fyrir því að  hvort þær ábendingar eða athugasemdir sem berast í aðdraganda skipulagslýsingar séu hafðar til hliðsjónar eða yfir höfuð meðteknar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að þetta verði endurskoðað og athugasemdum svarað  enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum.  Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál . Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin  frekari samskipti. 

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Auglýsingatími er lögformlegt og gríðarlega ítarlegt samráðsferli. Á þeim tíma er kallað eftir athugasemdum og þeim svo svarað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu Flokks fólksins um að endurskoða vinnubrögð í aðdraganda þess að mál eru send í skipulagslýsingar hefur verið felld. Það er miður. Staðan í dag er þannig að skipulagsyfirvöldum er  ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Þessu þarf að breyta enda er það virðing við fólk sem sendir inn ábendingar að þeim sé svarað. Það græða allir á því að eiga samskipti. Athugasemdir frá fólki, á hvað stigi sem málið er, getur aldrei verið annað en gagnlegt. Sá sem hefur haft fyrir því að senda inn ábendingu hefur lagt það á sig að koma hugsun/hugmyndum sínum frá sér til valdhafa og á það skilið að honum sé svarað með einum eða öðrum hætti. Það ætti að vera skipulags- og samgöngusviði að meinalausu að endurskoða þetta verklag enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum. Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál . Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin  frekari samskipti.

  17. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    varðandi Laugarásveg         Mál nr. US210156

    Nýlega var ákveðið að lækka hraðann á Laugarásvegi og fleiri íbúðagötum og götum þar sem börn fara um niður í 30. Hins vegar vantar enn hraðamerkingar t.d. á Laugarásvegi. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær eigi að setja um þessi skilti? Hvenær á að klára verkið? Ekki dugar að hætta við verk þegar hálfnað er. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  18. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    varðandi Haðarstíg         Mál nr. US210148

    Þann 18. ágúst 2019 kviknaði eldur á Haðarstíg, sem er þrengsta gata Reykjavíkur, og slökkvibíll komst ekki inn götuna. Hið sama var upp á teningnum hinn 13. maí sl. 
    1. Hvers vegna eru skipulagsyfirvöld í Reykjavík ekki löngu búin að tryggja öryggi íbúa sem búa í þessari götu og nágrannagötum þegar kemur að brunavörnum? 
    2. Hvað á að þurfa marga bruna í miðborginni til að skipulagsyfirvöld vakni?
    3. Er samráð við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu um þetta andvaraleysi?
    4. Eru einhverjar götur á undanþágu frá yfirvöldum þegar kemur að brunavörnum?
    5. Ef já - hvaða götur?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

  19. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um Haðarstíg         Mál nr. US210146

    Málefni Haðarstígar hafa áður komið til umfjöllunar. Eldsvoði varð á Haðarstíg síðastliðið sumar og vöktu íbúar þar  athygli borgaryfirvalda á afleitum brunavörnum en þar bólar ekkert á endurbótum við stíginn sem fyrirhugaðar voru 2018 og 2019. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju ábendingum  íbúa hefur ekki verið svarað? Skipulagsyfirvöld státa sig af samráði  en það virðist hafa brugðist. Íbúum var sagt fyrir tveimur árum að endurbótum hafði verið frestað án skýringa. Haðarstígur er göngustígur, ein þrengsta gata Reykjavíkur og illmögulegt að koma stórum slökkviliðsbíll þangað. Þar er enginn brunahani, sem torveldar  slökkvistarf í þessum þéttbýla reit, þar sem húsin standa áföst hvert öðru. Hér er allt of mikið í húfi.  Þegar kemur að öryggi sem þessu gengur ekki að borið sé við fjárskorti. Fram hefur komið hjá íbúum að ástand götunnar sé orðið mjög bágborið. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að gyrða sig í brók í þessu máli áður en annað slys verður.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

  20. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    varðandi útboð         Mál nr. US210149

    Reykjavíkurborg braut gegn lagaskyldu sinni til útboðs með samningum við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um LED-væðingu götulýsingar í borginni. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála, en auk tveggja milljóna króna stjórnvaldssektar lagði nefndin fyrir borgina að bjóða verkið út. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Það er líklega mun hagstæðara en að þurfa hvað eftir annað að greiða sektir sem skapast við slæma stjórnsýslu og laga- og reglugerðarbrot Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur oft áður verið talin brotleg í málum sem kostað hefur borgarbúa milljónir. Í þessu máli halda engin rök og  þau veiku rök sem borgin lagði fram hafa verið hrakin lið fyrir lið. Þegar slíkt gerist þarf að bæta vinnubrögð og  tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta stríð borgarinnar gagnvart lögum og reglum ekki bara þreytandi heldur með öllu óásættanlegt af stjórnvaldi sem borgarbúa eiga að geta treyst sérstaklega þegar kemur að því að fylgja lögum og reglum. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

  21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    varðandi Borgarlínu         Mál nr. US210164

    Nýlega voru birtar niðurstöður könnunar MMR þar sem fram kom að 44% svarenda töldu að til væru hagkvæmari leiðir til að ná góðum eða betri árangri við að bæta almennings samgöngur en uppbygging Borgarlínu. Svarendur voru 611. Tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndi nota hana. Meirihlutinn í borginni hefur iðulega tekið mikið mark á niðurstöðum kannanna sem þessara t.d. og stutt sig við þær í ákvarðanatökum sínum sbr. göngugötur. Þegar spurt hefur verið um vinsældir flokka í borginni hafa meirihlutaflokkarnir tekið þær niðurstöður háalvarlega. Því vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja nú hvort skipulagsyfirvöld í borginni ætli að taka til greina þessar niðurstöður sem sumar eru býsna afgerandi. Spurt var um andstöðu við fækkun akreina fyrir bíla og sögðu 65% svarenda vera mjög eða frekar andvíg fækkun akreina á Suðurlandsbraut fyrir bíla úr fjórum í tvær til að rýmka fyrir uppbyggingu Borgarlínu.  Þá var ríflegur meirihluti andvígur lækkun hámarkshraða á borgargötum en fjórðungur var hlynntur þeim. Meirihluti svarenda var einnig andvígur fjölgun hraðahindrana til að draga úr hraða á götum. Þetta eru býsna afgerandi niðurstöður.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:52

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0906.pdf