Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 102

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 5. maí kl. 10:04 var haldinn sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs (102. fundur) og umhverfis- og heilbrigðisráðs (52. fundur) Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Rannveig Ernudóttir,  Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Örn Þórðarson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Óskar Ísfeld Sigurðsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson og Sigurjóna Guðnadóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2021-2025, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.         Mál nr. US190148

    Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs. 

    Áheyrnarfulltrúi og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Báknið heldur áfram að blása út og skrifborðum heldur áfram að fjölga. Hér er verið að óska eftir að þremur nýjum störfum verði bætt við á umhverfis- og skipulagssviði. Kostnaður við þessi stöðugildi eru 36 milljónir. Er virkilega ekki hægt að leysa málin á annan hátt?

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Skuldbindingar og áhættur eru lagðar fram með lýsingar á nýjum verkefnum til kynningar. Byrja á að hirða lífrænan úrgang frá heimilum næsta haust. Bæta á við starfsmanni og tunnum. Hér er spurning hvort þetta ætti ekki að vera val? Bjóða á út hreinsun bílaplana við skóla. Sótt er um fjármagn til að hreinsa götur. Stofna á verkefnastofu, enn eina skrifstofuna eða einingu sem er líkleg til að þenjast út með tímanum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér nauðsyn þess að stofna nýja stofu með nýtt stöðugildi. Þetta mun kosta í kringum 12 m.kr. Ráða á fleiri sérfræðinga. Fjölgun starfsmanna á þessu sviði er mikill. Samtals er sótt um 206 milljónir til viðbótar til Fjármálaskrifstofu (FÁST). Ársreikningur hefur nýlega verið lagður fram og er reikningurinn svartur. Veltufé frá rekstri hefur dregist saman og skuldir hafa aukist. Engu að síður er þensla mikil. Spurt er um hagræðingu í þessu sambandi, forgangsröðun og að sníða sér stakk eftir vexti.

  2. Umhverfis- og skipulagssvið, Áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun         Mál nr. US190150

    Lögð fram áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun til staðfestingar.

    Skipulags- og samgönguráð og fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði staðfesta fjárhags- og starfsáætlunina. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu. 

    Fylgigögn

  3. Umhverfis- og skipulagssvið, ársuppgjör 2020         Mál nr. US190139

    Lagðar fram greinargerðir Umhverfis- og skipulagssviðs í aðal- og eignasjóði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagt er fram ársuppgjör 2020 fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Athygli vekur að sviðið, umhverfis- og skipulagssvið er að þenjast mikið út þrátt fyrir stöðuna í ársreikningi sem augljóslega sýnir að staldra þarf við ekki síst vegna þess að verðbólga er nú 4.6%. Ef bornar eru saman rauntölur 2020 og 2019 má sjá þenslu mismunur milli ára er 2.1 ma.kr eða 28.4 %. Samgöngustjóri og borgarhönnun var 32 m.kr. umfram fjárheimildir ársins, skýring er tekjutap bílastæðasjóðs sem er 35 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Minna hefur verið um bæjarferðir.  Byggingarfulltrúi var 80 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Nettó útgjöld eru um milljarð umfram fjárheimildir eða 11.4 %. Annar rekstrarkostnaður er einnig um milljarð umfram heimildir. 

    Fylgigögn

  4. Umhverfis- og skipulagssvið, Yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US190306

    Lagt er fram yfirlit yfir ferðakostnað starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs frá október - desember 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ferðakostnaður er tæp milljón þrátt fyrir að veirufaraldur skall á í mars 2020. Áætlun er um 12 milljónir sem endurspeglar ferðakostnað fyrri ára. Ferðakostnaður hefur ekki verið tekinn niður milli ára. Vænta má vonandi að áætlanir héðan í frá verði nær núllinu enda engin ástæða lengur til að fara erlendis nema í algerum undantekningartilfellum. Fjarfundir hafa tekið við af ferðalögum og væntir borgarfulltrúi Flokks fólksins þess að sviðið, embættismenn og aðrir á sviðinu notist við fjarfundatæknina enda boðberar grænna áherslna. Fátt er eins grænt en að minnka kolefnisspor sem eru all mörg í ferðum erlendis. 

    Fylgigögn

  5. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaup sem fara yfir milljón         Mál nr. US190305

    Lagðar eru fram innkaupaskýrslur frá janúar - desember 2020 fyrir eignasjóð á kaupum sem fara yfir milljón. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Erfitt er fyrir einstaka borgarfulltrúa að greina þennan lista um innkaup og átta sig á mikilvægi verkefna og hvort greiðslur séu í samræmi við verk og gæði og annað í þeim dúr. Samtals er um að ræða 16. 5 milljarð. Liðum eins og viðhaldsliðir, gatnagerð og þess háttar skýra sig e.t.v. sjálfir. Það vekur þó athygli hversu mikil vinna er keypt af ráðgjafa- og verkfræðistofum og hefur fulltrúi Flokks fólksins áður bókað um það. Á sviðinu starfa fjöldi sérfræðinga í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en þrátt fyrir það virðist þurfa að kaupa ráðgjöf fyrir nánast hvert handtak, stórt eða smátt. Það er því ekki að undra að stundum upplifir borgarfulltrúinn eins og embættis- og starfsmenn séu ekki ráðnir sem sérfræðingar heldur frekar sem verkstjórar. En öll þessi vinna/ráðgjöf sem keypt er af utan að komandi sérfræðingum í stór sem smá verkefni vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er sem dæmi enginn arkitekt á launaskrá hjá umhverfis- og skipulagsráði eða á skipulags- og samgönguráði? Annars segir þessi listi um innkaup kjörnum fulltrúa ekki mikið. Hvað er t.d. verið að greiða New Nordic Engineering ehf fyrir að upphæð 70.778.173.00?

    Fylgigögn

  6. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði,          Mál nr. US210126

    Lagt er til að skólagarðar Reykjavíkur verði endurvaktir með það meginhlutverk í huga að kynna börnum og unglingum garðyrkju og þá sjálfbærni sem felst í því að rækta sitt eigið grænmeti og njóta uppskerunnar. Lagt er til að starfsemin verði fjölbreyttari en áður var og skólaeldhúsin nýtt til kennslu við matreiðslu og meðhöndlun grænmetis. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið klukkan 11:00

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0505-2.pdf