Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 49

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2021, mánudaginn 22. nóvember, var haldinn 49. fundur ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og og hófst kl. 14.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Ísól Björk Karlsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar ofbeldisvarnarnefndar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Heiða Björg Hilmisdóttir, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Geir Finnsson, Örn Þórðarson, Jenný Ingudóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir með fjarfundarbúnaði.    
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og hlutverki Sambands íslenskra sveitarfélaga henni tengdri. R21060042. 

    Alfa Dröfn Jóhannsdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á aðgerðaráætlun í verkefninu Öruggar borgir á Norðurlöndunum. R20060042

    Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Kynning á úttekt þriggja hverfisíþróttafélaga í Reykjavík. R20020071 
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á rannsóknum á körlum sem beita konur ofbeldi, skýringar og reynsla af meðferð.

    Dr. Guðrún Kristinsdóttir tekur sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. R21030161.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:10

Heiða Björg Hilmisdóttir