Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 47

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2021, mánudaginn 20. september, var haldinn 47. fundur ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og og hófst kl. 14.07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Heiða Björg Hilmisdóttir, Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Ísól Björk Karlsdóttir.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoëga og Jenný Ingudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir    .

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. ágúst 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 12. ágúst 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram svar félagsmálaráðuneytisins, ódags., við fyrirspurn ofbeldisvarnarnefndar, dags. 22. júní 2021, um þörf á úrræði fyrir gerendur kynferðisafbrota. R21060206

    Ofbeldisvarnarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun undir þessum lið:

    Ofbeldisvarnarnefnd fagnar því að „taktu skrefið“ sé farið af stað enda full þörf á að gerendur kynferðisofbeldis hafi aðgang að sérhæfðri aðstoð. Ofbeldisvarnarnefnd hvetur til þess að úrræðið fái nægilegt fjármagn til að hægt sé að kynna það vel og að þróa áfram leiðir til að aðstoða gerendur ofbeldis. Minnt er á að kynferðisofbeldi karla gegn konum er samfélagslegur vandi og að kappkosta þarf að gera allt sem hægt er til að gerendur taki ábyrgð á brotum sínum og skaði ekki fleira fólk.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á samkomulagi félagsmálaráðuneytisins og Bjarkarhlíðar um umsjón Bjarkarhlíðar með framkvæmdarteymi um mansalsmál. R19080045

    Ragna Björg Guðbrandsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á upplýsingum um fjölda ofbeldisbrota á tímum samkomutakmarkana og án þeirra. R10070083

    Marta Kristín Hreiðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á tölfræðiupplýsingum frá Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis 2019 – 2021. R10070083

    Hrönn Stefánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  6. Fram fer umræða um samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. R15100347

    Fylgigögn