Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 46

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2021, mánudaginn 21. júní, var haldinn 46. fundur Ofbeldisvarnarnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 14:00. Viðstödd voru Heiða Björg Hilmisdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, I. Jenný Ingudóttir, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Ísol Björk Karlsdóttir . Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Þóra Björt Sveinsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu Sjúk ást spjallið – netspjall fyrir unglinga um ofbeldi. R21060205

    Þóra Björt Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að bréfi ofbeldisvarnarnefndar, dags. 16. júní 2021, til félags- og barnamálaráðherra, um þörf á úrræði fyrir gerendur kynferðisafbrota. R21060206
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að bréfi ofbeldisvarnarnefndar dags. 16. júní 2021, til dómsmálaráðherra, um úrbætur í dómskerfinu fyrir brotaþola kynferðisofbeldis og mikilvægi þess að dómarar fái fræðslu um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og áhrif þess á brotaþola og fjölskyldur. R21060207
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um opnunartíma skemmtistaða og ofbeldi. R15100347

    Ofbeldisvarnarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umræða um skipulag og opnun skemmtistaða verði tekin upp í haust og skoðað m.a. hvernig þessu er háttað í nágrannalöndum okkar. Kallaðir verði til fag- og hagaðilar að borðinu til að skoða töluleg gögn og fjalla um mögulegar leiðir. Þetta verði m.a. gert í samstarfi við verkefnið Öruggir skemmtistaðir sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

  5. Lagt fram bréf forsætisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. maí 2021, til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. R21060042
    Samþykkt að fá á fund ofbeldisvarnarnefndar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs til að fara yfir það hvernig best megi vinna að þessu verkefni.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga Freyju Rúnarsdóttur fulltrúa ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um aukna ofbeldisvarnarfræðslu á unglingastigi í grunnskólum, sbr. 4. lið fundargerðar frá opnum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 11. júní 2021. R21060148
    Samþykkt að útfæra tillöguna í samráði við skóla- og frístundasvið í haust.

    Freyja Rúnarsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Heiða Björg Hilmisdóttir