Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 85

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, miðvikudaginn 12. desember var haldinn 85. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarráðsherbergi og hófst kl. 10:03.  Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Ásta Björg Björgvinsdóttir varamaður fyrir Sabine Leskopf, Friðjón R Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri, Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri hjá menningar-, og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 8. desember 2022 ásamt samningsdrögum vegna borgarhátíða 2023-2025. MOF22080018

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eitt helsta hryggjarstykkið í menningarlífi borgarinnar eru svokallaðar Borgarhátíðir sem lita borgarbraginn sterkum litum á hverju ári. Borgarhátíðir næstu þriggja ára verða: Hinsegin Dagar, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, Reykjavik Dance Festival, RIFF og Óperudagar sem ber viðurnefnið Borgarhátið í fyrsta sinn á komandi ári. Lögð eru fram a fundinum drög að samningum við borgarhátíðirnar sex.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að borgarhátíðir auðga mannlíf og menningu Reykjavíkur. Æskilegt er að gerð verði krafa um að slíkar hátíðir, sem njóta opinberra styrkja, beri íslensk heiti þótt þær kunni einnig að bera erlend heiti vegna markaðssetningar erlendis. Slíkt er í samræmi við málstefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir að íslenska skuli vera í öndvegi í allri þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 6. desember 2022 með tillögu faghóps að úthlutun úr Úrbótasjóði tónleikastaða 2022. Trúnaðarmál fram að úthlutun. MOF22030002
    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Úrbótasjóður tónleikastaða er einn af mikilvægum fylgifiskum tónlistarborgarinnar Reykjavík en forsenda þess að borgin standi undir nafni sem slík er að vel sé búið að tónleikastöðum í borginni. Nú er í þriðja sinn úthlutað úr sjóðnum og fá 12 staðir nú úthlutað samtals 9,1 milljón króna til margvíslegra úrbóta á innviðum sínum, s.s. hljóðkerfi, ljósabúnaði, uppsetningu eða endurbótum á sviðum o.m.fl.

    -    kl. 10:37 víkja af fundi Huld Ingimarsdóttir og María Rut Reynisdóttir.

    -    kl. 10:38. taka sæti á fundinum Steinþór Einarsson starfandi sviðsstjóri íþrótta- og tómstundaráðs og Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR.

  3. Lögð fram skýrsla dags. 27. september 2022 um samstarf skóla og frístundasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur – Öll í sama liði.  ITR22100057

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið þakkar fyrir kynningu á skýrslu um samstarfsverkefnið Öll í sama liði þar sem skóla- og frístundasvið, íþrótta- og tómstundasvið og Íþróttabandalag Reykjavíkur tóku höndum saman í fundum í öllum hverfum borgarinnar þar sem markmiðið var að efna til samstarfs allra helstu hagaðila og ræða hvernig bregðast megi við óæskilegri hegðun, ómenningu og áreitni meðal barna og unglinga. Verkefnið er til fyrirmyndar og hefur þegar skilað sér í ákvörðunum um enn stærra verkefni í Laugardalnum þar sem efnt er til víðtæks samstarfs um jákvæð samskipti. Vonandi fylgja önnur hverfi borgarinnar í kjölfarið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn ÍTR dags. 8. des. 2022 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara í Reykjavík. MSS22050020

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fram kemur í umsögn íþrótta og tómstundasviðs standa ÍTR og íþróttafélögin í borginni fyrir margskonar heilsueflingu fyrir eldri borgara, s.s. sundleikfimi í sex sundlaugum, leikfimi, golfi, göngu o.s.frv. Umsögninni er vísað til velferðarráðs til frekari meðferðar og afgreiðslu í samræmi við erindi borgarstjórnar frá 23. maí síðastliðinn.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:58

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. desember 2022