Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 79

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 26. september var haldinn 79. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek,  Ásta Björg Björgvinsdóttir varamaður fyrir Sabine Leskopf, Friðjón R Friðjónsson, Birna Hafstein varamaður fyrir Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði, Signý Leifsdóttir verkefnastjóri hjá menningar-, og ferðamálasviði, Steinþór Einarsson starfandi sviðsstjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á sameiningu menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.  
    Lóa Birna Birgisdóttir skrifstofustjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs, Þorsteinn Gunnarsson borgarritari og Arnar Pálsson ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.  

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sameining málaflokka menningar, íþrótta og tómstundastarfs í eitt fagsvið er rökrétt skref í ferli sem hófst með sameiningu fagráða menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs árið 2018. Mörg fordæmi eru fyrir því ekki síst í nágrannalöndunum að þessir mikilvægu málaflokkar séu á sömu hendi og með sameiningunni gefst tækifæri til að sækja fram og nýta samlegð í innviðum og miðlægri stjórnsýslu til að auka skilvirkni og bæta þjónustuna við borgarbúa. Reykjavík er skapandi menningarborg með öflugt íþrótta og tómstundastarf fyrir borgarbúa ekki síst börn og ungmenni og með sameiningunni er lagður grundvöllur að enn frekari sókn á þessum sviðum á komandi árum. Eiríkur Björn Björgvinsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri hins sameinaða sviðs, hann mun leiða sameiningarferlið þar sem mikilvægt er að eiga gott samráð og virkja starfsfólk sviðsins, fagfélög og samtök í menningarmálum, íþróttum og tómstundastarfi borgarinnar. Nýjum sviðsstjóra eru færðar hamingjuóskir með starfið og ráðið væntir mikils af samstarfi við hann á komandi árum.

  2. Fram fer kynning á Frístundakortinu.

    Jóhanna Garðarsdóttir deildarstjóri hjá íþrótta- og tómstundasviði situr fundinn undir þessum lið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði óska eftir greiningu á ráðstöfun Frístundakortsins eftir skólahverfum borgarinnar. 
    Greiningin verði kynnt á fundi ráðsins ekki síðar en fyrsta fundi í desember.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 22. september 2022 um skipan tveggja fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í stjórn Ásmundarsafns. Logi Bjarnason mun sitja áfram fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Skúli Helgason tekur sæti formanns í stað Hjálmars Sveinssonar og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tekur sæti í stjórn í stað Katrínar Atladóttur.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 14. september 2022 um skipun í faghóp vegna úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs úr borgarsjóði til menningar og lista 2023 með tilnefningum frá Bandalagi íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöð. Trúnaðarmál fram að úthlutun styrkja. 

    Samþykkt.

  5. Lagðar fram verklagsreglur Úrbótasjóðs tónleikastaða 2022.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun menningar-, og ferðamálasviðs vegna ársins 2023.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.

    -    kl. 15:00 víkja Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannesson og María Rut Reynisdóttir af fundi.

  7. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs vegna ársins 2023.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.

  8. Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs leggur til að skipaður verði starfshópur undir forystu Borgarsögusafns til að kortleggja stöðu safna og sýningarsetra í borginni, greina hana og gera eftir atvikum tillögur um úrbætur.

    Frestað.

  9. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um síðustu mánaðamót lét Ómar Einarsson af störfum sem sviðstjóri íþrótta- og tómstundasviðs eftir langan og farsælan starfsferil hjá Reykjavíkurborg. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð vill af þessu tilefni þakka Ómari fyrir samstarfið og færir honum innilegar þakkir fyrir hans störf í þágu íþrótta og tómstunda í borginni í gegnum tíðina.

Fundi slitið kl. 15:50.

PDF útgáfa fundargerðar
79. Fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. september 2022.pdf