Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 74

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 23. maí var haldinn 74. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:33. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Líf Magneudóttir og Baldur Borgþórsson. Ellen Calmon og Erling Jóhannesson, áheyrnarfulltrúi BÍL tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Signý Leifsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Tillaga um borgarhátíðir 2023-2025 byggð á greinargerð faghóps um borgarhátíðir 2023-2025 dags. Til samþykktar. – Trúnaðarmál.
    Samþykkt. MOF22030002

  2. Lagt fram bréf dags. 17.5.2022 frá Bókmenntahátíð í Reykjavík með ósk um tíu ára samstarfssamning 2024-2034. Til samþykktar.
    Frestað. MOF22050010

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram tillögur faghóps um styrki til myndríkar miðlunar um sögu Reykjavíkur 2022. Til samþykktar.
    Samþykkt. MOF22050012

    Fylgigögn

  4. Lögð fram starfsáætlun menningar- og ferðamálasviðs fyrir 2022 og ársskýrsla 2021. Fram fer kynning starfandi sviðsstjóra. MOF22050013

    Fylgigögn

  5. Samningur við Stockfish fyrir árin 2023-2025 samkvæmt samþykkt borgarráðs á fundi 5655 dags. 10. febrúar 2022. Til kynningar.

    -    kl. 14:11 viku Huld Ingimarsdóttir og Erling Jóhannesson af fundi.
    -    kl. 14:11 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu ÍTR. MOF22020002

    Fylgigögn

  6. Lagt fram minnisblað Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 26. apríl 2022 vegna frístundaaksturs. ITR22050005

    Fylgigögn

  7. Lögð fram forsögn að Fossvogslaug. ITR22050011

    Fylgigögn

  8. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. maí 2022 vegna styrkveitinga til félaga vegna viðhaldsmála. Til afgreiðslu.
    Samþykkt. ITR22030005

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4 maí 2022 vegna samnings við Knattspyrnufélagið Fram um rekstur mannvirkja í Úlfarsárdal  -  Til afgreiðslu.
    Samþykkt. ITR22030007

    Fylgigögn

  10. Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 2. maí 2022 vegna viðhorfskönnunar meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar 2021. ITR22050006

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skráningu hunda.  Jafnframt lagt fram svar Dýraþjónustu Reykjavíkur. MSS22010226

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. maí 2022 þar sem fram kemur að tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara í Reykjavík hafi verið vísað til meðferðar velferðarráðs og  menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

    Vísað til umsagnar hjá ÍTR. MSS22050020

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs dags. 9. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrki til dansíþróttarinnar sbr. 17. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. apríl 2022.

    -    Huld Ingimarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. ITR22050004

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi liður 16:

    Við hönnun og undirbúning á Vetrargarði í Breiðholti verði hugað að heilsársnýtingu svokallaðs töfrateppis með byrjenda- og barnvænni fjallahjólaleið frá toppi og niður.

    Samþykkt. ITR22050007

    Fylgigögn

  15. Lagt fram minnisblað Jafningjafræðslu Hins Hússins dags. 25. apríl 2022 um Menningarspjall Jafningjaráðsins. ITR22050008

    Fylgigögn

  16. Umræður um íþróttastarf og rekstur mannvirkja í Breiðholti. ITR22050012