Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 71

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 14. mars var haldinn 71. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og með fjarfundabúnaði og hófst hann kl. 13:32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Baldur Borgþórsson.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:  Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ellen Calmon og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. febrúar 2022 þar sem vísað er til afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs um gjaldtöku fyrir börn 17 ára og yngri í sundlaugum. 
    Embla María Möller Atladóttir frá ungmennaráði Grafarvogs og Hulda Valdís Valdimarsdóttir verkefnastjóri hjá frístundaskrifstofu SFS tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
    Ráðið þakkar fyrir framkomna tillögu og vísar henni til skoðunar ÍTR.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna samnings við Víking um rekstur íþróttamannvirkja í Safamýri.

  3. Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. maí 2022 vegna samnings við Fram um rekstur íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna íþróttamála í Breiðholti.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna umsókna félaga um viðhaldsstyrki.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna samnings við ÍBR.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna bókunar í íbúaráði Grafarvogs 3. mars 2022, um íþróttamál í austurhverfum borgarinnar.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á undanförnum árum hefur miklum fjárhæðum verið varið til uppbyggingar íþróttastarfs og íþróttamannvirkja í austurhverfum borgarinnar, enda er íþróttastarf þar í blóma. Vandað var til verka þegar ákveðið var hvaða íþróttafélög myndu þjónusta Vogabyggð, Höfða- og Bryggjuhverfi. Haft var samráð við aðliggjandi íþróttafélög og fengu þau tækifæri til að kynna sína sýn á þjónustu við þessi nýju hverfi. Ljóst er að á komandi árum mun þjónustusvæði Fjölnis stækka verulega með íbúðauppbyggingu í Keldnalandi.

    Fulltrúi í MÍT, Baldur Borgþórsson, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Baldur Borgþórsson, fulltrúi í MÍT, tekur undir bókun ráðsins, en telur þó nú sem fyrr að rétt hefði verið að bíða með ákvörðun vegna Höfðabyggðar.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram fjárhagsuppgjör ÍTR vegna 2021 – Trúnaðarmál.

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. mars 2022 vegna tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarráðs 24. febrúar 2022 um kvennaklefa í Sundhöllinni. Einnig lagt fram bréf Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur dags. 15. febrúar 2022.
    Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra og skrifstofustjóra þjónustu og rekstrar hjá ÍTR dags. 9. mars 2022 vegna málsins.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. mars 2022 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs erindi Skáksambands Íslands dags. 4. mars 2022 með ósk um stuðning Reykjavíkurborgar vegna afmælishátíðar einvígis aldarinnar.
    Umsóknarfrestur um styrki til Reykjavíkurborgar rann út 1. október 2021 og búið er að afgreiða styrkina. Erindið hlýtur því ekki stuðning. 

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Icebike Adventures dags. 7. mars 2022 vegna gerðar gönguskíðaspors á Hólmsheiði. 
    Vísað til skoðunar ÍTR.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn um endurskoðaða þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
    Frestað. 

    Fylgigögn

  14. Lögð fram skýrsla vinnuhóps ÍBR um knatthús dags. í janúar 2022.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:55