Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 69

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 14. febrúar var haldinn 69. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og með fjarfundabúnaði og hófst hann kl. 13:45. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir varamaður fyrir Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Ellen Calmon, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði, Signý Leifsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsáætlun Borgarbókasafns 2022.

    -    Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar-, og ferðamálasviðs dags. 9. febrúar um skipun fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur.
    Samþykkt.

    Tilnefning tveggja fulltrúa menningar-, íþrótta og tómstundaráðs í stjórn Kjarvalsstofu í París. 

    Fylgigögn

  3. Samþykkt að Ellen Calmon og Jórunni Pálu Jónasdóttur taki sæti í stjórn.

    -    kl. 14.13 víkja Huld Ingimarsdóttir, María Rut Reynisdóttir, Signý Leifsdóttir og Lilja Björk Björnsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14:14 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Frímann Ari Ferndinandsson og Helga Björnsdóttir tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 31. janúar 2022 vegna Laugardals – skipulags- og mannvirkjamál. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 24. janúar 2022 vegna Höfðabyggðar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 31. janúar 2022 vegna Voga og Höfðabyggðar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns og Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 4. febrúar 2022 vegna Vogabyggðar, Ártúnshöfða og Laugardals.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað ÍTR dags. 3. febrúar 2022 vegna Vogabyggðar og Ártúnshöfða.

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs:

    Í framhaldi af samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. janúar 2022 um skipulag íþróttastarfs í Vogabyggð samþykkir ráðið að leggja til við borgarráð að Höfðabyggð verði jafnframt þjónað af íþróttafélögunum Ármanni og Þrótti. Eðlilegt er að þjónustusvæði félaganna miðist við skólahverfi til framtíðar.

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga Baldurs Borgþórssonar, fulltrúa Miðflokksins:

    Baldur Borgþórsson, fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggur til að ákvörðun um íþróttastarf í Höfðabyggð verði frestað um sinn. Þar sem fyrir liggur að íbúðabyggð í Höfðabyggð muni ekki taka á sig mynd næstu 10 - 15 árin hið minnsta að mati flestra, tel ég rétt að ákvörðun verði tekin síðar. Með þeim hætti er tryggt að besta niðurstaða náist.

    Breytingartillagan er felld með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Vinstri grænna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. 

    Tillaga formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er samþykkt. 
    Baldur Borgþórsson, fulltrúi Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.

  10. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Leiknis dags. 4. febrúar 2022 varðandi íþróttahús við Austurberg.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf ÍBR og ÍTR dags. 7. febrúar 2022 vegna ÍR og Leiknis sbr. fundargerð MÍT 10. og 24. janúar 2022.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf ÍBR dags. 2. febrúar 2022 vegna frístundaaksturs.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2022 vegna aðstöðumála félagsins.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2022 vegna aðstöðumála Frisbígolffélags Reykjavíkur sbr. 68. fund ráðsins dags. 24. janúar 2022.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að gera tilraunir með að opna skíðasvæðin í borginni klukkan 10 um helgar í stað klukkan 11 eins og verið hefur í þeim mánuðum sem birtir nógu snemma. 

    Samþykkt og vísað til meðferðar ÍTR.

  16. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins:

    1.    Hver var kostnaður Reykjavíkurborgar við endurbætur á húsnæði Kjarvalsstofu í París? 
    2.    Hvað tóku endurbæturnar langan tíma?
    3.    Unnu erlendir eða innlendir aðilar að endurbótunum? 
    4.    Hvernig voru þessir aðilar valdir?

Fundi slitið klukkan 15:45

PDF útgáfa fundargerðar
69._fundargerd_menningar-._ithrotta-_og_tomstundarads_fra_14._februar_2022.pdf