Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 66

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 6. desember var haldinn 66. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Líf Magneudóttir, Baldur Borgþórsson, Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram 9 mánaða rekstraruppgjör MOF 2021 – trúnaðarmál.

    -    kl 13.40 tóku Ellen Calmon og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum

  2. Lagt fram svar MOF dags. 6. desember 2021 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins – Listaverkið pálmatré.

    -    kl. 13.59 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir og Lilja Björk Björnsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14:00 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Frímann Ari Ferndinardsson áheyrnarfulltrúi ÍBR og Helga Björnsdóttir tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram 9 mánaða rekstraruppgjör ÍTR 2021 – trúnaðarmál.

  4. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2021 varðandi íþróttastarf í Vogabyggð og Ártúnshöfða.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:37

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_0612.pdf