Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 64

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 11. október var haldinn 64. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst hann kl. 13:00. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur og Ellen Calmon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skýrslu um úttekt á sundlaugum Reykjavíkurborgar.  Jafnframt lagt fram bréf Innri endurskoðunar og ráðgjafar dags. 1. september 2021.
    Jenný Stefanía Steinsdóttir og Elva Ingibergsdóttir frá Innri endurskoðun og ráðgjöf sátu fundinn undir þessum lið.

  2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fjölskyldugarðsins dags. 28. september 2021 vegna hugsanlegs samstarfs garðsins við Sirkus Ísland.
    Vísað til meðferðar ÍTR.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 5. október 2021 með ósk um aukinn stuðning við sumarnámskeið fyrir börn og sumarstarfsmenn sem eru á 17. ári.
    Vísað til umsagnar ÍTR.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. september 2021 þar sem vísað er til meðferðar ráðsins tillögu áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðstöðu til keiluiðkunar.
    Vísað til umsagnar ÍTR.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram ársskýrsla ÍBR 2019 – 2020 ásamt kynningarefni um forvarnir, viðbrögð og verkferla vegna kynferðislegs ofbeldis og áreitni í íþróttum.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    Ráðið þakkar Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir vel unna stefnumótun varðandi kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni.  Íþróttastarf í borginni á að fara fram í öruggu umhverfi og þeir verkferlar og þær forvarnaaðgerðir sem lagðar eru til í skýrslunni eru leið að því markmiði. Þessi vinna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík til fyrirmyndar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2022.
    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð staðfestir að drög að starfs- og fjárhagsáætlun sé í samræmi við ákvarðanir ráðsins um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum.

    -    kl. 15:00 víkja Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Andrés B. Andreasen af fundinum.

    -    kl. 15:01 taka sæti á fundinum Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar -og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og  Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem tekur við fundarritun.

  7. Tilnefning MÍT í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur 2021.
    Geir Finnsson tilnefndur. 
    Samþykkt.

  8. Lagt fram svar dagsett 4. október 2021 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um riftingu á samningum vegna forsendubrests eða vanefnda styrkþega. 

  9. Lögð fram fjárhagsáætlun MOF 2022.

    Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun:

    Ráðið staðfestir gjaldskrár og starfs- og fjárhagsáætlanir menningar- og ferðamálasviðs og felur sviðinu að rýna hugmyndir um  opnunartíma í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið klukkan 15:54

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1110.pdf