Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 52

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2021, föstudaginn 10. desember var haldinn 52. fundur, opinn fundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal og hófst kl. 9:00. Fundinn sat Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon, Aron Leví Beck, Anna Wojtynska og Þór Elís Pálsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs heldur ávarp og setur opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs; Íþróttir leikvangur karlmennskunnar – Málstofa um jafnrétti í íþróttum. R21110078

  2. Sigríður Finnbogadóttir verkefnastjóri í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun Reykjavíkurborgar, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, heldur ávarp; Jafnréttisúttekt Hverfisíþróttafélaga. R21110078

    Fylgigögn

  3. Ísleifur Gissurarson íþróttastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) heldur ávarp; Jafnréttisúttekt á Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR). R21110078

    Fylgigögn

  4. Svandís Anna Sigurðardóttir sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar heldur ávarp; Hinsegin fólk og íþróttir. R21110078

    Fylgigögn

  5. Jasmina Vajzovic Crnac verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti heldur ávarp; Aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum í Breiðholti. R21110078

    Fylgigögn

  6. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands heldur ávarp; Skýrsla um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar  - Tillögur starfshóps varðandi vinnulag, viðhorf og menningu. R21110078

    Fylgigögn

  7. Fram fara umræður og spurningar gesta. Til máls taka eftirfarandi fulltrúar: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ellen J. Calmon, Diljá Ámundadóttir og Þór Elís Pálsson. 

  8. Pawel Bartozek fundarstjóri og varaformaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, dregur saman umræður og slítur fundi.

Fundi slitið klukkan 10:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1012.pdf