Innkaupa- og framkvæmdaráð - og framkvæmdaráð

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 08. maí var haldinn 110. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Jörfa og hófst kl. 11:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björn Gíslason og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 5. maí 2023, merkt FAS23050013, um drög að nýrri innkaupastefnu og kynningu á henni ásamt trúnaðarmerktu minnisblaði varðandi breytta skipan innkaupa. Lagt er til að innkaupa- og framkvæmdaráð taki fyrir og vísi til borgarráðs sem komi drögum að stefnu í samráðsferli. FAS23050013

    Samþykkt að senda til borgarráðs sem komi drögum að stefnu í samráðsferli.

    Vísað til borgarráðs

    Halldóra Káradóttir og Arnar Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkaup og framkvæmdaráð samþykkir að senda drög að nýrri innkaupastefnu til borgarráðs. Æskilegt er að í stefnunni sé kveðið skýrt á um keðjuábyrgð og áréttuð sú áhersla að tryggja góða nýtingu fjármagns við innkaup borgarinnar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar dags. 4. maí 2023, markt IER22110079, þar sem kannað er hvort gerðar eru athugasemdir við að endurskoðendanefnd hyggist leggja til við borgarstjórn viðsemjanda í kjölfar EES útboðs nr. 15695 á endurskoðunarþjónustu reikningsárin 2023-2027 og verði þar með kosið endurskoðunarfyrirtæki Reykjavíkurborgar og samstæðu hennar í samræmi við 72. gr. laga 138/2011. FAS22100169

    Innkaupa og framkvæmdaráð samþykkir að afgreiðsla málsins verði með framlögðum hætti í samræmi við lög 138/2011.

    Vísað til borgaráðs.

    Lárus Finnbogason og Hallur Símonarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 3. maí 2023, merkt USK23020256, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vogaklettur slf. útboði nr. 15794 - Götulýsing - Heimtaugaskápar - Uppsetning 2023. USK23020256

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis og skipulagssvið dags. 2. maí 2023, merkt USK23040221, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 15790 - Grassláttur á stofnanalóðum í Reykjavík 2023-2024. FAS23030038

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:18

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Birna Hafstein

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. maí 2023