No translated content text
Íbúaráð Laugardals
Ár 2024, miðvikudaginn, 12. ágúst, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug, Pálstofu og hófst kl. 16.30 Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Þorleifur Örn Gunnarsson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fundinn sat eftirfarandi starfsfólk: Arna Hrönn Aradóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 4. júní 2024 um samantekt íbúafundar borgarstjóra í Laugardal. MSS24020072
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. júní 2024, vegna tillögu um mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardal til framtíðar, sbr. samþykkt íbúaráðs Laugardals frá 29. maí s.l. SFS24050075
Fylgigögn
-
Lögð fram auglýsing Skipulagsgáttar dags. 16. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi vegna Klettasvæði - Klettagarðar. USK24050210
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Laugardals að vinna drög að umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og skila inn fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. júlí 2024, um endurgreiðslu styrks vegna verkefnis úr Sumarborg 2022. MSS22040042
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 17.56
Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson
Helga Margrét Marzellíusardóttir Grétar Már Axelsson
Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 12. ágúst 2024