Fundur nr. 6 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 6

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 25. október, var haldinn 6. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 11:07. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Skúli Helgason, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Örn Þórðarson. Fundarritari: Elísabet Pétursdóttir

Fundarritari: 
Elísabet Pétursdóttir
 1. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019-2022.

  - Kl. 15.00 tekur Ásta Dís Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

 2. Fram fer kynning á verkefninu Saman gegn ofbeldi.

   

   

 3. Skýrsla um lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar: Greining og tillögur um framtíðarskipan stafrænna samráðs- og lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar

  Frestað.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 13. september s.l. um að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þátttöku í íþróttum og tómstundum R18090193.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins draga tillöguna til baka þar sem sambærileg tillaga var lögð fyrir í borgarstjórn og samþykkt þar.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa flokk fólksins um auknar fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar til að halda úti skrá yfir fyrirspurnir og tillögur R18090188.

  Frestað.

  Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkveitinga mannréttinda- og lýðræðisráðs 2017 og 2018:

  a)Trans barnið

  b)Tabú

  c)Heimur Luca

  d)Hraðar hendur

 7. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Fulltrúi Flokks fólksins í mannréttinda og lýðræðisráði leggur til að Reykjavíkurborg vinni markvisst að því að tekinn verði upp skólafatnaður í samvinnu við verkalýðsfélögin og eða lífeyrissjóði. 

  Greinagerð fylgir tillögunni R18100352.

  Frestað.

 8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Óskað er eftir kynningu á verkefni á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs varðandi aðgerðir til að auka kosningaþátttöku ungs fólks og innflytjenda sem kynnt var í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga.

Fundi slitið klukkan 16:41

Undir fundargerð rita: 
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Skúli Helgason
Gunnlaugur Bragi Björnsson
Guðrún Ögmundsdóttir
Örn Þórðarson
Ásta Dís Guðjónsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 0 =