Fundur nr. 5521 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5521

Fundur nr. 5521

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 1. nóvember, var haldinn 5521. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:11. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 25. október 2018. R18010016

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 31. október 2018. R18060192
  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 3. Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. september og 9. október 2018. R18010027

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. október 2018. R18010023

  Fylgigögn

 5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. september og 5. október 2018. R18010026
  Frestað.

  -    Kl. 8:16 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
  -    Kl. 8:18 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 17., 24. og 25. október 2018. R18010024

  Fylgigögn

 7. Lögð fram að nýju fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. október 2018, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. október 2018, ásamt fylgiskjölum. R18010028
  Frestað.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Á fyrsta borgarstjórnarfundi þann 19. júní lagði fulltrúi Sósíalistaflokksins fram tillögu um stofnun félags strætófarþega hjá Strætó bs. og að fulltrúar þess fengu áheyrnarsetu í stjórn Strætó. Tillagan var sett fram til að leitast við að auðvelda notendum strætó að hafa áhrif á þjónustuna og tryggja að þarfir og væntingar þeirra sem treysti á strætó móti uppbyggingu þjónustunnar. Sú tillaga virðist hafa borist stjórn Strætó í kringum 21. júní en var ekki tekin fyrir á fundi fyrr en þremur mánuðum síðar, 21. september. Þar komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega og vísaði m.a. í gott samstarf við Hollvinasamtök Strætó en vilji þeirra samtaka er að tala fyrir hagsmunum notenda strætó. Stjórn Strætó greinir frá því að hafa ákveðið að bjóða Hollvinasamtökunum að koma á fund stjórnar a.m.k. einu sinni á ári. Í framhaldi lagði ég fram fyrirspurn til stjórnar Strætó til að athuga hvort að sú ákvörðun um að ekki væri talin þörf á stofnun félags strætófarþega, hafi verið tekin í samráði við Hollvinasamtök Strætó. Svo var ekki og kemur það mér á óvart að Strætó hafi ekki viljað grípa kjörið tækifæri til að auka samráð við notendur þjónustunnar. 

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Á fundi Strætó bs. var fjallað um fyrirhugað útboð á akstursþjónustu fatlaðra þar sem núverandi samningur rennur út í lok árs 2019. Allir vita að um mjög viðkvæma þjónustu er að ræða. Rammasamningar voru gerðir um þjónustuna um mitt ár 2014 og tóku þeir gildi 1. janúar 2015. Í febrúar 2015 var nýju fyrirtæki bætt inn í samningana, Nýtækni, síðar Prime tours, sem ekki hafði tekið þátt í útboðinu og hefur það nú verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögð er þung áhersla á að ekki verði samið við þessa aðila á ný undir nýrri kennitölu því komið hefur í ljós undanfarnar tvær vikur að upphaflegir rammasamningshafar ásamt Hreyfli geta sinnt akstrinum eins og reyndar til stóð þegar samningarnir tóku gildi 1. janúar 2015. Eins er því ekkert til fyrirstöðu að þessir samningshafar geti bætt afkastagetuna og uppfært bíla ef þörf verður á. Stutt er eftir af samningstímanum og því ekki ráðlagt að hreyfa við því fyrirkomulagi eins og það er eftir gjaldþrot Prime tours. Komi upp umræða í stjórn Strætó bs. um að kaupa aðild að rammasamningnum úr þrotabúinu þá er sú leið lagalega ófær því samningurinn getur aldrei verið söluvara vegna forsögunnar.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir miklum áhyggjum af rekstri Strætó. Áætlanir hafa ekki gengið eftir og misbrestir hafa verið í ferðaþjónustu fatlaðra. Mikilvægt er að Strætó sinni grunnþjónustu sinni sem allra best en ráðist ekki í ný verkefni sem félagið á erfitt með að sinna. 

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Þótt Reykjavíkurborg sé meirihlutaeigandi í Strætó eru rekstrarákvarðanir ekki á borði borgarráðs. Verið er að undirbúa útboð á akstursþjónustu fatlaðs fólks þar sem núverandi samningur rennur út í lok árs 2019. Farþegum Strætó bs. hefur fjölgað stöðugt síðustu ár og samningur ríkisins og SSH um tilraunaverkefnið um eflingu almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012-2022 hefur skilað árangri. Flestir mælikvarðar sem stuðst er við til að fylgja málinu eftir sýna jákvæðar niðurstöður og þá sérstaklega hvernig farþegum hefur fjölgað um 25-30% á tímabilinu 2012-2018. Þá eru um 30% allra þeirra sem nota Miklubrautina á annatíma farþegar í strætó.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 31 mál. R18100385

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. október 2018, þar sem lagt er til að borgarráð veiti jákvæða umsögn um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi fyrir Listasafn Íslands að Tryggvagötu 17 vegna Iceland Airwaves 7.-11. nóvember 2018. R18100227
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. október 2018 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi ákvæði um möguleg frávik frá almennum viðmiðum um opnunartíma veitingastaða, ásamt fylgiskjölum. R11060102
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. október 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R18100371
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. október 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. R18100372
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 31. október 2018 á umsögn samgöngustjóra um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 – 172. mál. R18100250
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

  Mikilvægt er að hlutur höfuðborgarsvæðisins í samgöngumálum sé réttur. Miðað við umsögn samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, má ljóst vera að lítil innistæða er á bak við yfirlýsingu borgarstjóra frá 21. september sl. um að fjármögnun borgarlínu sé tryggð og að 80 milljarðar séu í höfn. Misvísandi skilaboð styrkja ekki stöðu borgarbúa gagnvart fjárveitingarvaldi ríkisins. Yfirlýsingar sem þessar geta spillt fyrir fjárveitingu mikilvægra framkvæmda og vekja auk þess væntingar og falsvonir.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taka undir umsögn samgöngustjóra um samgönguáætlun 2019-2023. Sama dag og samgönguáætlun 2019-2033 var lögð fram í drögum skrifuðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlega viljayfirlýsingu þess efnis að tryggja fjármögnun borgarlínu. Við leggjum mikla áherslu á að yfirlýstur vilji ríkisins skili sér inn í samgönguáætlun á seinni stigum.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 31. október 2018 á umsögn samgöngustjóra um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 – 173. mál. R18100252
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

  Mikilvægt er að hlutur höfuðborgarsvæðisins í samgöngumálum sé réttur. Miðað við umsögn samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, má ljóst vera að lítil innistæða er á bak við yfirlýsingu borgarstjóra frá 21. september sl. um að fjármögnun borgarlínu sé tryggð og að 80 milljarðar séu í höfn. Misvísandi skilaboð styrkja ekki stöðu borgarbúa gagnvart fjárveitingarvaldi ríkisins. Yfirlýsingar sem þessar geta spillt fyrir fjárveitingu mikilvægra framkvæmda og vekja auk þess væntingar og falsvonir.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taka undir umsögn samgöngustjóra um samgönguáætlun 2019-2033. Sama dag og samgönguáætlun 2019-2033 var lögð fram í drögum skrifuðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlega viljayfirlýsingu þess efnis að tryggja fjármögnun borgarlínu. Við leggjum mikla áherslu á að yfirlýstur vilji ríkisins skili sér inn í samgönguáætlun á seinni stigum.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 30. október 2018, varðandi minnisblað um rekstur tjaldsvæðanna í Laugardal frá 1. nóvember 2018-15. apríl 2019. R18010128
  Frestað.

 16. Lagt fram erindi Sorpu bs., dags. 12. september 2018, þar sem óskað er eftir formlegri samþykkt borgarstjórnar fyrir einfaldri ábyrgð á lántöku SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt fylgiskjölum. R18090151
  Vísað til borgarstjórnar.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Skuldir SORPU munu meira en tvöfaldast með lántökunum og stendur til að veita veð í útsvarstekjum borgarinnar. Skammt er síðan veitt var sambærilegt veð fyrir lántöku Félagsbústaða hf.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  SORPA hefur um langt skeið stefnt að byggingu jarð- og gasgerðarstöðvar í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs og í takt við auknar skyldur í umhverfismálum. Hluti af lántökunni er fenginn frá Lánasjóði sveitarfélaga sem veitir einungis lán með ábyrgð sveitarfélags í formi veðs í útsvarstekjum þess. Með þessari lántöku og samningum við banka um styttri lántökur hefur tekist að ná fram hagkvæmum kjörum á fjármögnun þessa verkefnis.

 17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir flutningshús við Starhaga 1. R17090082
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Eðlilegra hefði verið að selja lóðina á frjálsum markaði í stað þess að lóðin er boðin á föstu verði. Markaðsverð lóða er mun hærra á þessu svæði og rétt er að gæta jafnræðis. Skilmálar til uppbyggingar á lóðinni eru auk þess allt of þröngir og skoða hefði mátt jafnframt möguleika á því að byggja upp í gömlum stíl sem hefði verið í takt við þá byggðaþróun sem er á svæðinu.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar auglýsti lóðina lausa til umsóknar fyrir flutningshús fyrir um ári síðan. Lóðin var boðin á föstu verði skv. mati tveggja löggiltra fasteignasala. Ákvörðun um að hafa flutningshús á lóðinni var forsenda verkefnisins. Um alla borg eru að rísa íbúðir, því er um leið mikilvægt að við pössum upp á að varðveita byggingarsögu borgarinnar. Það er ekki gert með því að reisa hús í gömlum stíl, heldur varðveita það sem við eigum nú þegar. Þá er gatnagerðargjaldið og byggingarrétturinn á lóðinni um 28 milljónir króna.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir fjögur fjölbýlishús á reit C við Hraunbæ-Bæjarháls. R18100322
  Samþykkt. 
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfultrúa Miðflokksins:

  Uppbygging á hagkvæmu húsnæði hefur verið lítil á síðustu árum. Uppsöfnuð þörf er fyrir þúsundir íbúða og leiguverð hefur hækkað um hátt í hundrað prósent á fáum árum. Í þeim kjaraviðræðum sem nú eru framundan mun reyna mjög á húsnæðismál. Bent hefur verið á að ábyrgð borgarinnar og sveitarfélaga er mikil í þessum efnum. Hátt byggingarréttargjald leggst meðal annars á leigufélög á borð við Bjarg. Kostnaður við byggingarréttargjald leggst með fullum þunga á leigjendur og er borgin með þessum hætti að leggja þungar álögur á leigutaka í borginni. 

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Uppbygging á hagkvæmu húsnæði hefur þvert á móti verið afar umfangsmikil síðustu árin. Til marks um það þá er árið 2018 stærsta uppbyggingarár í sögu Reykjavíkur. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur staðið fyrir uppbyggingu í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Þessi úthlutun er til Bjargs sem er húsnæðisfélag ASÍ til uppbyggingar á 99 íbúðum sem verður leigt út til tekjulægri hópa. Þetta er hluti af húsnæðisáætlun borgarinnar sem gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúða um alla borg í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög á borð við Bjarg.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. október 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að hefja viðræður um lóðarvilyrði á grundvelli niðurstaðna leitar að samstarfsaðilum um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R17100200
  Frestað.

  Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 20. Lögð fram tillaga að sérstökum úthlutunarreglum vegna verkefnis um hagkvæmt húsnæði. R17100200
  Frestað.

 21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. október 2018: 

  Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð EIB í ádrátt Orkuveitu Reykjavíkur á lánsheimild með ábyrgð borgarsjóðs. Miðað er við að ádrátturinn sé framkvæmdur í USD og er fjárhæð lánsins 79,9 milljónir USD (jafnvirði 70 milljóna EUR), lánstími er 15 ár með 4,046% föstum vöxtum út lánstímann. Skilmálar eru í samræmi við lánssamninginn og hlutfall ábyrgðar Reykjavíkurborgar í samræmi við samkomulag um ábyrgð borgarinnar sem samþykkt var í borgarráði í umboði borgarstjórnar, þann 14. ágúst 2018. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta samþykki, f.h. Reykjavíkurborgar á fyrirliggjandi tilboði EIB. Vísað er til erindis félagsins og umsagnar fjármálaskrifstofu varðandi rökstuðning. R16060082

  Vísað til borgarstjórnar.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

  Enn og aftur er dótturfélag borgarinnar að taka lán með ábyrgð borgarinnar. Í þessu tilfelli 80m USD eða um 10 milljarða króna. Ljóst er að Orkuveita Reykjavíkur er um þessar mundir að bæta á sig skuldum í góðæri. Hér er verið að lengja í lánum að mestu leyti, en jafnframt verið að auka skuldir þvert á yfirlýst markmið. 

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Tilgangur lántöku Orkuveitu Reykjavíkur er hrein fjárstýring í formi endurfjármögnunar en felur ekki í sér aukna lántöku. Í raun dugir lántakan ekki fyllilega fyrir uppgjörinu á eldra láni þannig að aðgerðin felur í sér lækkun skulda þar sem mismunurinn er fjármagnaður úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur. Tilgangurinn með lántökunni er að lengja í núverandi erlendum lánum og færa þau í þann erlenda gjaldmiðil sem Orkuveitan hefur tekjur í, þ.e. dollara. Þetta kemur vel fram í gögnum málsins og það er ekki rétt að verið sé að auka skuldir líkt og fram kemur í bókun minnihlutans.

  -    Kl. 9:15 víkja Stefán Eiríksson og Ebba Schram af fundinum. 

  Fylgigögn

 22. Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 og frumvarp að fimm ára áætlun 2019-2023. Kynntar eru starfs- og fjárhagsáætlanir umhverfis- og skipulagssviðs, skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 

  Halldóra Káradóttir, Guðlaug S. Sigurðarsdóttir, Ásta Friðriksdóttir, Þórunn Þórðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Ólafur Sindri Helgason, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Örn Sigurðsson, Kristján Ólafur Smith, Helgi Grímsson, Skúli Helgason, Kristján Gunnarsson, Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Pawel Bartoszek, Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Helga Jónsdóttir, Gylfi Magnússon, Ingvar Stefánsson og Jón Viðar Matthíasson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 6. nóvember 2018 kl. 14:00, sbr. bréf fjármálaskrifstofu, dags. 31. október 2018.  R18010348

 23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

  Lagt er til að fundið verði heppilegt svæði til framtíðar sem ætlað er til útleigu húsbíla í langtímaleigu. R18110006

  Frestað.

 24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hvað hefur Strætó bs. greitt Nýtækni/Prime tours frá því þeim var bætt inn í rammasamning um ferðaþjónustu fatlaðra án útboðs í febrúar 2015 allt til gjaldþrots þess í október 2018? Hvað kostar að reka þjónustuver Strætó bs. í Mjódd? a. 2014? b. 2018? Hvað kostaði hver ferð fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks í þjónustuverinu í Mjódd annars vegar 2014 og hins vegar 2018? Hvað eru margar ferðir á ári sem ferðaþjónusta fatlaðs fólks sinnir? Hvað kostaði standsetning þvottastöðvar fyrir Strætó bs. að Hesthálsi 14? Hvaða breytingar er verið að ráðast í að Hesthálsi 14 þar sem Strætó bs. er með starfsemi sína? R18080193

 25. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hversu margir vörusamningar, verksamningar eða þjónustusamningar hafa verið gerðir af borginni eða fyrirtækjum í eigu borgarinnar síðustu tvö kjörtímabil fram til dagsins í dag sem falla undir innkaupareglur Reykjavíkur? Hversu mörg þessara verkefna voru boðin út í samræmi við þau innkaupaferli kveðið er á í reglunum? Hver var rökstuðningurinn fyrir því að ekki var farið í útboð skv. reglunum í þeim tilfellum sem það var ekki gert og á hvaða lagagrundvelli var það ákveðið í hverju tilfelli fyrir sig? Í hverju er ábyrgðin fólgin þar sem ekki er farið að lögum um opinber innkaup? Hver eru viðurlög við slíku? Hver er ábyrgð innkauparáðs borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglum borgarinnar? Hver er ábyrgð borgarlögmanns sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að reglunum? Hver er ábyrgð innri endurskoðunar borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglunum? Hver er ábyrgð framkvæmdastjóra borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglunum? R18110007

 26. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hvaða framkvæmdir standa yfir utanhúss við Ráðhúsið? Hvaða aðilar eru að vinna verkið? Var verkið boðið út? Er talið að verið sé að vinna verkið á réttum árstíma? Hvenær eru áætluð verklok? Hvaða skrifstofa borgarinnar ber ábyrgð á verkinu? R18110008

 27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hvað kostaði það Reykjavíkurborg í heildina að gera upp Alliance húsið og hver var upphafleg kostnaðaráætlun við endurgerðina? Svar óskast sundurliðað eftir heildarkostnaði verkefnisins, kostnaðarliðum og verktökum. Einnig, þar sem húsið er friðað, hver aðkoma sérfræðinga á því sviði, t.d. Minjastofnunar, var í verkefninu. Hver var verkefnastjóri yfir verkefninu um endurbætur og hvaða deild eða skrifstofa borgarinnar hafði yfirumsjón með verkefninu?  R18090026

 28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hvaða aðili framkvæmdi kostnaðargreiningu fyrir Félagsbústaði í verkefninu í Írabakka sem fór rúmar 330 milljónir fram úr áætlun? R18110009

 29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

  Hvenær mun Háskólinn í Reykjavík taka formlega við bragganum? Af hverju er Háskólinn í Reykjavík ekki byrjað að borga leigu og hvenær verður endanlegur leigusamningur kláraður? Hvar er heildarlisti yfir þær minjar sem kostaði samkvæmt skrifstofu eigna og atvinnurþróunar 70 milljónir að bjarga? Hver var það sem setti það í gögn sem varðar braggann að þetta verkefni væri minjavernd? R17080091

  -    Kl. 14:40 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

Fundi slitið klukkan 14:43

Undir fundargerð rita: 
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 3 =