Fundur nr. 5520 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5520

Fundur nr. 5520

Borgarráð

Ár 2018, miðvikudaginn 31. október, var haldinn 5520. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Guðlaug S. Sigurðarsdóttir,  Ásta Friðriksdóttir, Þórunn Þórðardóttir, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Ólafur Sindri Helgason og Pétur Ólafsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2019-2023. 

  -    Kl. 14:42 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum og Skúli Helgason víkur.

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2019 verði 14,52%

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. 
  Vísað til borgarstjórnar.

 3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2019 verði sem hér segir: 1. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 0,18%. 2. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,32%. 3. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,65%. 4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði. 5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði. 

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. 
  Vísað til borgarstjórnar.

 4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2019 verði eftirfarandi:  Greiðendur fasteignagjalda skulu gera skil á fasteignagjöldum ársins 2019 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 2. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september og 2. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 2. febrúar 2019. Lagt er til að gjalddagar krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 2. nóvember, 3. desember og 4. janúar. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 6. nóvember 2019.

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. 
  Vísað til borgarstjórnar.

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019 verði eftirfarandi: Viðmiðunartekjur: I.  Réttur til 100% lækkunar: Einstaklingur með tekjur allt að 4.090.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.710.000 kr. II. Réttur til 80% lækkunar: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.090.000 til 4.690.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.710.000 til 6.340.000 kr. III.  Réttur til 50% lækkunar: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.690.000 til 5.450.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.340.000 til 7.580.000 kr. Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. 
  Vísað til borgarstjórnar.

 6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2019.

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. 
  Vísað til borgarstjórnar.

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018:

  Fyrir liggur tillaga til borgarstjórnar um lántökur á árinu 2019 að fjárhæð 5.500 mkr vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu en fjármálastjóri skal leggja niðurstöður hvers útboðs fyrir borgarráð til afgreiðslu. Fjármálastjóra er falið að skipuleggja þessa fjármögnun á árinu, leggja fram tímaáætlun útboða fyrir borgarráð og meta m.t.t. til markaðsaðstæðna og fjárþarfar hvernig útboðum skal háttað.

  Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.
  Vísað til borgarstjórnar.

 8. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags.18. október 2018, um afslátt fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega árið 2018.

Fundi slitið klukkan 16:25

Undir fundargerð rita: 
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Líf Magneudóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 9 =