Fundur nr. 5508 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5508

Fundur nr. 5508

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 5. júlí, var haldinn 5508. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:00. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ebba Schram og Birgir Björn Sigurjónsson.

Fundarritari var Bjarni Þóroddsson.

 1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. júní 2018. R18010016

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins telja rétt að leita tilboða enda er skylt að leita tilboða þegar verkefni fer yfir 14.000.000.- kr. Rétt er að leita eftir óháðu áliti Samtaka atvinnulífsins.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð samgöngu- og skipulagsráðs frá 4. júlí 2018. R18060192

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundasviðs frá 27. júní 2018. R18060192

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 22. júní 2018. R18010029

  Fylgigögn

 5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma, dags. í dag. R18010041

  Öllum styrkumsóknum hafnað.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R18010021

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Barónsreits vegna lóða nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu. R18070014

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2017, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017 á umsókn um uppsetningu eldsneytisafgreiðslu við Fiskislóð 15-21, ásamt fylgiskjölum. R17120129

  Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 1 við Gerðuberg. R18070016

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis, vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. R18070012

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júní 2018, á svarbréfi skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deiliskipulagi Mógilsár á Kjalarnesi. R18030148

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss. R18070015

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 28 við Skúlagötu. R18070013

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Vogabyggð, svæði 5. R18030152

  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er lagt til að breyta afmörkun skipulags Elliðaárdals. Fleiri slíkar tillögur liggja fyrir en allar þrengja þær að þessu viðkvæma og verðmæta svæði í borgarlandinu. Fulltrúar D, M, F og J leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns uppbyggingu mannvirkja sem gengið getur nærri slíkum svæðum og viðkvæmu lífríki þeirra. Fulltrúar flokkanna telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Standa þarf vörð um græn svæði í borgarlandinu, gróðursetja þarf fleiri tré og gæta þess að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar.

  Borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 var Elliðaárdalurinn afmarkaður og skilgreindur sem borgargarður og settur sem slíkur undir hverfisvernd. Auk þess er skilgreint helgunarsvæði Elliðaáa 100 m frá hvorum bakka og þar er engin uppbygging heimil og leyfi til framkvæmda mjög takmarkað. Innan borgargarðsins eru aðeins heimilaðar framkvæmdir sem samræmast útivist, svo sem stígagerð. Það er mikilvægt að uppbygging á húsnæði í Reykjavík gangi hratt og vel og að allir innviðir sem fylgi nýjum hverfum séu til fyrirmyndar. Það er skýrt kveðið á um að ekki sé gengið á græn svæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og er þessi uppbygging í fullu samræmi við þá stefnumörkun. Uppbyggingin við Vogabyggð er mikilvæg fyrir fjölgun íbúða í borginni og er leitt að sjá vilja til að tefja þetta mikilvæga mál. Breytingin sem liggur fyrir hefur engin áhrif á mögulega verndun Elliðaárdalsins og snýr að breyttri afmörkun skipulagssvæðisins til þess að hægt sé að skipuleggja grunnskóla sem þjóna mun hinu nýja hverfi. Vert er að geta að ef dalurinn yrði friðlýstur skv. náttúruverndarlögum myndi borgin missa yfirráð yfir dalnum og þau færast til ríkisins.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. júní 2018, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. júní 2018 á tillögu að breytingu á deilskipulagi Elliðaárdals. R18070011

  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er lagt til að breyta afmörkun skipulags Elliðaárdals. Fleiri slíkar tillögur liggja fyrir en allar þrengja þær að þessu viðkvæma og verðmæta svæði í borgarlandinu. Fulltrúar D, M, F og J leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns uppbyggingu mannvirkja sem gengið getur nærri slíkum svæðum og viðkvæmu lífríki þeirra. Fulltrúar flokkanna telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Standa þarf vörð um græn svæði í borgarlandinu, gróðursetja þarf fleiri tré og gæta þess að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar.

  Borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 var Elliðaárdalurinn afmarkaður og skilgreindur sem borgargarður og settur sem slíkur undir hverfisvernd. Auk þess er skilgreint helgunarsvæði Elliðaáa 100 m frá hvorum bakka og þar er engin uppbygging heimil og leyfi til framkvæmda mjög takmarkað. Innan borgargarðsins eru aðeins heimilaðar framkvæmdir sem samræmast útivist, svo sem stígagerð. Það er mikilvægt að uppbygging á húsnæði í Reykjavík gangi hratt og vel og að allir innviðir sem fylgi nýjum hverfum séu til fyrirmyndar. Það er skýrt kveðið á um að ekki sé gengið á græn svæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og er þessi uppbygging í fullu samræmi við þá stefnumörkun. Uppbyggingin við Vogabyggð er mikilvæg fyrir fjölgun íbúða í borginni og er leitt að sjá vilja til að tefja þetta mikilvæga mál. Breytingin sem liggur fyrir hefur engin áhrif á mögulega verndun Elliðaárdalsins og snýr að breyttri afmörkun skipulagssvæðisins til þess að hægt sé að skipuleggja grunnskóla sem þjóna mun hinu nýja hverfi. Vert er að geta að ef dalurinn yrði friðlýstur skv. Náttúruverndarlögum myndi borgin missa yfirráð yfir dalnum og þau færast til ríkisins.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf samgöngustjóra, dags. 19. júní 2018, þar sem drög að tillögum samstarfshóps um bættar samgöngur í Vatnsmýri eru send borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R18060168

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Engar meiriháttar framkvæmdir svo sem Miklabraut í stokk eru áformaðar á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast. Í skýrslu VSÓ (7.2.11 bls. 39) er talað um „Mælanleg markmið og næstu skref“. Þar segir: „Lykilatriði er að setja fram mælanleg markmið sem reglulega er farið yfir. Nú þegar eru gerðar reglulegar ferðavenjukannanir á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítalanum. Út frá þeim er hægt að meta hvort aðgerðir séu að skila árangri.“ Árangurstengdur samningur var gerður á milli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins árið 2012 um að auka hlutdeild almenningssamgangna úr 4% í 8%, öll árin hefur meðalprósentan verið 4% og ekkert haggast. Reyndar hefur hlutfall almenningssamgangna lækkað samkvæmt samantekt Mannvits fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðbogarsvæðinu frá apríl 2018 og er komið þar í 3,4% í Reykjavík á síðasta ári. Ljóst er að núverandi framkvæmd hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt og betur þarf að gera.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Miklabraut í stokk er í drögum að samgönguáætlun til næstu 15 ára og kemur afar vel út í öllum útreikningum. Hlutverk hópsins var þó ekki að taka afstöðu til þess að setja Miklubraut í stokk heldur greina vandann og koma með tillögur að úrbótum í samgöngum á svæðinu. Samningurinn við ríkið um eflingu almenningssamgangna hefur gengið vel þótt öll markmið hafi ekki náðst. Nú þegar eru strætófarþegar 2,9 milljónum fleiri en árið 2011 þannig að strætófarþegum er að fjölga afar mikið milli ára. Það er mikilvægt að gefa fleirum kost á því að nýta sér fjölbreyttan samgöngumáta. Nú þegar árið 2017 vorum við nálægt því að ná markmiðum okkar fyrir árið 2030 um hlutfall reiðhjólafólks. Þá þarf að fjölga gangandi og strætófarþegum m.a. með borgarlínu auk þess sem hópurinn leggur til aðrar umbætur á samgöngum til og frá svæðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:

  Svo virðist sem lítið hafi verið hugað að þeim sem kjósa að nota bíl eða verða að nota bíl af einhverjum orsökum í tillögum samstarfshópsins. Hér er t.d. um að ræða fólk sem er að koma lengra að og á þess ekki annan kost en að koma á bílnum sínum inn á þetta svæði og einnig um að ræða fólks sem er hreyfihamlað. Sé um að ræða starfsmenn eða þá sem leggja leið sína með reglubundnum hætti inn á svæðið þá eru bílastæðagjöld umtalsverðar upphæðir sem ekki allir hafa milli handanna. Flokkur fólksins telur að þróun í samgöngumálum sem kynnt hefur verið sé að mestu í þágu ákveðinna hópa svo sem þeirra sem komast um á tveimur jafnfljótum, þeirra sem velja og getað hjólað heiman frá sér til vinnu eða sinna öðrum erindum og loks þeirra sem hentar vegna starfs síns eða náms að nota almenningsamgöngur. Margir eldri borgarar og hreyfihamlaðir eiga þess ekki kost að koma á þetta svæði nema akandi. Hvergi í þessum tillögum er rætt um hvernig hægt er mæta þörfum þessara hópa. Né kemur fram hvort rætt hafi verið við fulltrúa þessara hópa hvað varðar samgöngu og aðgengisþarfir þeirra og hvernig er hægt að mæta þeim.

  Þorsteinn Rúnar Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 17. Fram fer kynning á drögum að tillögu að samgönguáætlun 2019-2033, ódags., ásamt umhverfismati fyrir tillöguna, dags. í júlí 2018. R16040160

  Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Kynnt voru drög að samgönguáætlun og umhverfismati Reykjavíkur á fundi borgarráðs 5. júlí. Vísað var ítrekað til draga að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033. Lítil áhersla er lögð á uppbyggingu vegakerfis innan borgarinnar hvort sem um er að ræða götur á ábyrgð ríkis eða borgar og enginn sjáanlegur vilji til að leggjast á árar með ríkinu að bæta úr. Unnið er markvisst að því að útrýma einkabílnum úr borgarskipulaginu og ekki er tekið tillit til tilmæla Vegagerðarinnar um uppbyggingu vegakerfis borgarinnar sem kom fram í skýrslu sem ber heitið: „Vegir á höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vegagerðarinnar Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Júní 2018.“ Lýst er yfir miklum áhyggjum að ekki er gert ráð fyrir lagningu Sundabrautar en í skýrslunni segir um Sundabraut: „Þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og útfærslu Sundabrautar mun Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verða fyrsti kostur Vegagerðarinnar að stofnvegi A til norðurs frá höfuðborginni. Syðsti hluti Sundabrautar gæti létt á umferðarþunga í Ártúnsbrekku.“ Á öðrum stað segir um meginstofnvegi sem mynda hringtengingu innan höfuðborgarsvæðisins: „Sú hringtenging samanstendur af Fjarðarhrauni, Hafnarfjarðarvegi, Kringlumýrarbraut sunnan Miklubrautar og Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar.“ Lýst er yfir fullri ábyrgð á þá flokka sem stjórna borginni að hundsa tilmæli Vegagerðarinnar.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fagna því að í drögum að samgönguáætlun og umhverfismati með henni liggi fyrir skýr vilji ríkisstjórnarinnar til að hrinda áformum um borgarlínu í framkvæmd, auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi með breikkun vegarins og leggja Miklubraut í stokk. Jafnframt er undirstrikuð sú stefna að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, ásamt bættri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi sem einnig ber að fagna. Þar sem óskað er umsagna um umhverfismatið er umhverfis- og skipulagssviði og samgöngustjóra falið að undirbúa það.

  Þorsteinn Rúnar Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 4. júlí 2018, þar sem yfirlit yfir störf öldungaráðs á tímabilinu 29. ágúst 2016 til 31. maí 2018 er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R18070010

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Óskað er eftir því að fá fulltrúa Félags eldri borgara og Samtaka aldraðra á fund borgarráðs í þeirri viðleitni að greina frá stöðunni.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. júní 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2018 á drögum að samningi sviðsins við SAMLEIK-R, ásamt fylgigögnum. R18070008

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. júní 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2018 á drögum að þjónustusamningi við Landakotsskóla vegna reksturs frístundaheimilis, ásamt fylgigögnum. R17050057

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar D, M og F telja rétt að niðurgreiðslur og framlög til sjálfstætt starfandi skóla verði ávallt þau sömu og framlög til borgarrekinna skóla. Þá þyrftu sjálfstætt starfandi skólar ekki lengur að innheimta skólagjöld. Þannig mætti tryggja jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn óháð efnahag foreldra. Í dag eru framlög til frístundaheimila sjálfstætt starfandi skóla lægri en til borgarrekinna skóla. Sjálfstætt starfandi skólar hafa því ekki sömu fjárráð til að starfrækja sitt frístundastarf og er börnum því mismunað eftir því hvaða skóla þau sækja. Fulltrúar flokkanna telja rétt að þessi mismunun verði leiðrétt og kalla jafnframt eftir svörum við því hvert framlag borgarinnar sé til frístundaheimila í sjálfstætt starfandi skólum annars vegar og borgarreknum skólum hins vegar.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. júní 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á viðauka við samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna Námsflokka Reykjavíkurborgar, ásamt fylgigögnum. R18070007

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. júní 2018, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2018, á tillögu um hækkun á viðmiði á hámarksfjölda reykvískra nemenda sem greitt er framlag með vegna náms í International School of Iceland fyrir skólaárið 2018-2019, ásamt fylgiskjölum. R18070009

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Kl. 12:00 víkur Birgir Björn Sigurjónsson af fundinum.

  Fylgigögn

 23. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120074

  Vísað til meðferðar velferðarsviðs.

  Fylgigögn

 24. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. júlí 2018, við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við opna fundi borgarstjóra, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. júní 2018. R18030183

  Fylgigögn

 25. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 26. júní 2018, við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um fjölda fullkláraðra félagslegra íbúða á kjörtímabilinu, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. mars 2018. R18030064

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Um eitt þúsund manns eru nú á biðlista eftir félagslega húsnæði. Hátt í 600 manns eru óstaðsettir í hús og ætla má að um 1500 manns búi í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði og eru því þessir einstaklingar í reynd án heimilis. Ljóst er að vandinn hefur aukist stórkostlega. Rétt er að benda á að uppbygging búsetukjarna fyrir fólk með sérþarfir hefur gengið mjög hægt.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Félagslegar íbúðir í Reykjavík telja um 5% af heildarfjölda íbúða í borginni. Það er varla til sá stigagangur í Reykjavík þar sem Félagsbústaðir eiga ekki a.m.k. eina íbúð. Ef öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sama hlutfall og Reykjavík, þá væru engir biðlistar. Þessi sveitarfélög hafa ekki viljað fjölga félagslegum íbúðum, þess í stað útvistað þeim íbúum sem þurfa á því að halda til Reykjavíkur. Samsetning biðlistanna er afar flókin og alls ekki rétt að halda því fram að einstaklingar á biðlistunum séu án heimilis. Það er rangt og eingöngu til þess fallið að rugla umræðuna um þessi viðkvæmu mál. Umfang uppbyggingar búsetukjarna í Reykjavík er í raun fordæmalaus á landsvísu en alltaf má gera betur.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. júní 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um asbest í skólum, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. maí 2018. R18050225

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er óviðunandi að ekki liggi fyrir hvar asbest er að finna í leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er dapurlegt að ekkert hafi gerst á þeim tveimur og hálfa ári frá því að fyrirspurnin var lögð fram. Því eldri sem byggingin er því meiri hætta er á því að asbestið mengi, vandamálið eykst með tímanum en minnkar ekki. Til að mynda hefur Evrópuþingið lagt til að asbest verði fjarlægt úr öllum opinberum byggingum.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fyrirspurnin um asbest var lögð fram í borgarráði 24. maí sl. eða fyrir um það bil sex vikum, ekki tveimur og hálfu ári. Það er mat yfirlæknis Vinnueftirlitsins að óhreyft asbest sé hættulaust og kemur það einnig fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. júlí 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna Mathallarinnar við Hlemm, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. maí 2018. R18050219

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Gerðar eru athugasemdir við það að fyrirspurnin var lögð fram í maí en henni er ekki svarað fyrr en í júlímánuði. Heildarkostnaður á hvern fermetra við endurhönnun Hlemms var 579.000 kr., sem er mun hærra en heildarkostnaður við nýtt íbúðarhúsnæði á fermetra. Í upphaflegri áætlun frá árinu 2016 var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við að endurhanna Hlemm væri 99,8 milljónir kr. en heildarkostnaðurinn fór yfir þrjú hundruð og átta milljónir króna. Þessi framúrkeyrsla er sérlega ámælisverð þar sem hún er á kostnað skattgreiðenda.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hlemmur er ein sögufrægasta byggingin á þessu svæði. Viðhaldsþörf á byggingunni var þó meiri en búist hafði verið við. Eftir breytingar sem borgin réðist í hefur Hlemmur gengið í endurnýjun lífdaga og laðað að sér mannlíf, verslun og þjónustu og haft jákvæð áhrif á svæðið í kring. Íbúðum og störfum hefur einnig fjölgað sem er ágætis mælikvarði á hversu vel verkefnið við Hlemm og Mathöllina hefur heppnast.

  Fylgigögn

 28. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á biðlista Félagsbústaða, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018. R18060223

  Vísað til velferðarsviðs.

  Fylgigögn

 29. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa aldraðra, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018. R18060224

  Vísað til meðferðar velferðarráðs.

  Fylgigögn

 30. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samskiptareglur borgarfulltrúa, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018. R18060222

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa og þá er hægt að taka tillit til þeirra efnisatriða sem nefnd eru í drögunum að samskiptareglunum.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn lýsa yfir vonbrigðum yfir umræðu meirihlutans um samskiptareglur borgarfulltrúa sem borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram á síðasta borgarráðsfundi. Samskiptareglurnar fyrir borgarfulltrúa fjalla m.a. um framkomu og hegðun, einelti og viðbragðsáætlun gegn henni. Eru þessar samskiptareglur afar mikilvægar í ljósi reynslu nýrra borgarfulltrúa í stjórnarandstöðu á fyrsta borgarstjórnarfundi 19. júní. Stungið var upp á málsmeðferð sem ekki var hægt að sætta sig við. Málsmeðferðin var sú að vísa tillögunni til forsætisnefndar til afgreiðslu en í forsætisnefnd er Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur einungis með áheyrnarfulltrúa og hafa því ekki atkvæðarétt. Því var óskað eftir atkvæðagreiðslu í borgarráði um tillöguna þar sem hún var felld gegn atkvæðum D-lista. Það er mat stjórnarandstöðunnar að í krafti valds síns ætti meirihlutinn í borgarráði að hafa sýnt gott fordæmi og samþykkt samskiptareglurnar enda hefðu þær komið öllum til góða í störfum borgarfulltrúa á fundum, í ráðum og í nefndum.

  Fylgigögn

 31. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. júlí 2018, við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um stöðu fyrirspurna Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. júní 2018. R18060037

  Fylgigögn

 32. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. júlí 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um meðalsvartíma fyrirspurna í borgarráði, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018. R18060037

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er óásættanlegt að meðalsvartími fyrirspurna sem lagðar voru fram í borgarráði fyrir árið 2017 og fyrir árið 2018 skuli vera 61,2 dagar. Þetta ber vott um óskilvirka stjórnsýslu og gerir kjörnum fulltrúum sem þurfa að rækja eftirlitshlutverk sitt erfitt fyrir.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Umfang og eðli fyrirspurna borgarfulltrúa er afar mismunandi. Sumar geta tekið langan tíma að vinna úr og svara á meðan aðrar taka skemmri tíma. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans vilja gjarnan skoða málið áfram í þeim tilgangi að stytta svartíma.

  Kl. 13:00 tekur Linda Sif Sigurðardóttir sæti á fundinum.

  Kl. 13:03 víkur Bjarni Þóroddsson af fundi og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir tekur þar sæti og tekur við ritun fundarins.

  Fylgigögn

 33. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður við Félag eldri borgara, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní 2018. R18060225

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 34. Lagt til að Vilborg Guðrún Sigurðardóttir taki sæti í skólanefnd Menntaskólans við Sund. R17010139

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 35. Lagt til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir taki sæti sem varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. R18070017

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 36. Lagt til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti í mannréttinda- og lýðræðisráði í stað Diljár Ámundadóttur. Einnig er lagt til að Vilborg Guðrún Sigurðardóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar. R18060083

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 37. Lagt til að Líf Magneudóttir taki sæti í stjórn Reykjanesfólkvangs. R18060116

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 38. Lagt til að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti í samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. R18060114

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 39. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28 maí 2018, varðandi kosningu í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjölum. Lagt til að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds taki þar sæti. R18060117

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 40. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júlí 2018, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra á opnun leiðtogaþjálfunar Bloomberg Harvard fyrir borgarstjórnendur sem fram fer í New York dagana 22.-25. júlí 2018, ásamt fylgiskjölum. R18060214

  Fylgigögn

 41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Urðarbrunni 10-12. R18050181

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 42. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Urðarbrunni 15. R18050174

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 43. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Urðarbrunni 32-34. R18050179

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 44. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Urðarbrunni 42. R18050178

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 45. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir lóð að Urðarbrunni 46. R18050163

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir reit G í Úlfarsárdal sem nær til lóða að Skyggnisbraut 1-5, 7-9 og 11, Gæfutjörn 2 og 4-8 og Jarpstjörn 1-3. R18050202

  Samþykkt.

  Kl. 14:00 víkur Ebba Schram af fundinum.

  Kl. 14:03 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir.

  Kl. 14:10 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum.

  Kl. 14:44 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 47. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Lagt er til að frístundaheimili fyrir börn foreldra sem eru undir framfærsluviðmiði velferðarráðuneytisins verði gjaldfrjáls.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R1807003

  Frestað.

  Fylgigögn

 48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Hver er árlegur kostnaður þess að borgarstjóri haldi úti einkabílstjóra? R18070034

  Fylgigögn

 49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Hver er upphæð aðkeyptrar þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga í tengslum við forvarnir og úrvinnslu eineltismála síðustu 5 ár? R18070035

  Fylgigögn

 50. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Hvað búa mörg börn í Reykjavík undir fátæktarmörkum, þ.e. undir framfærsluviðmiði velferðarráðuneytisins? R18070036

  Fylgigögn

 51. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:

  Borgarráð samþykkir að hér eftir verði útsend dagskrá í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar fyrir fundi. Hingað til hefur dagskráin einungis verið send á ráðsmenn og starfsmenn ráða og nefnda en ekki verið aðgengileg almenningi. Sú tilhögun að birta dagskrána á vef borgarinnar eykur gagnsæi og er í anda góðrar og vandaðrar stjórnsýslu. R18070039

  Frestað.

  Fylgigögn

 52. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins:

  Á síðasta kjörtímabili voru að minnsta kosti 350 starfshópar skipaðir hjá Reykjavíkurborg. 1. Hvað sitja margir einstaklingar í þessum starfshópum? 2. Hver var launakostnaður borgarinnar til þessara aðila? 3. Hversu mikill verktakakostnaður var greiddur til þessara aðila? 4. Hversu margir aðilar utan hópanna voru fengir til starfa fyrir hópana? 5. Hvað kostaði sú aðkeypta vinna? R18070076

 53. Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Hvað voru margar vinnustundir inntar af hendi af hálfu borgarstarfsmanna bæði varðandi undirbúning og framkvæmd við opna fundi borgarstjóra í aðdraganda borgarstjórnarkosninga? R18030183

 54. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að Heilbrigðiseftirlitið geri úttekt á stöðu asbests í stofnunum borgarinnar sérstaklega þó í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar. R18070075

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 14:46

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Hildur Björnsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Líf Magneudóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 2 =