Fundur nr. 5490 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5490

Fundur nr. 5490

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 8. febrúar, var haldinn 5490. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.07. Viðstödd voru auk Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 18. janúar 2018. R18010012

   

  -             Kl. 9.08 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. janúar 2018. R18010013

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. febrúar 2018. R18010016

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. febrúar 2018.  R18010022

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 27 lið. fundargerðarinnar:

   

  Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits, staðgreinireits 1.152.4 vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og 1 við Veghúsastíg. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn synjun borgarstjórnar þann 20. desember 2016 enda var ákvörðun borgarstjórnar óskiljanleg með tilliti til þess ferils sem málið hafði verið í og dæmi um vonda stjórnsýslu sem tekur ekki tillit til undirstöðureglna þar sem íbúar eiga að geta vænst þess að geta treyst kerfinu. Ljóst var við synjun borgarstjórnar 20. desember 2016 að húsið við Veghúsastíg 1 var metið ónýtt árið 2011. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mat húsið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012 og Minjastofnun affriðaði húsið á árinu 2014 vegna bágs ástands þess. Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við niðurrif þess. Þrátt fyrir þetta synjaði meirihluti borgarstjórnar breytingu á deiliskipulagi sem hefur nú verið lagfært tveimur árum síðar með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

   

  Líf Magneudóttir víkur af fundi við umræðu um 27. lið fundargerðarinnar.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R18020012

  Fylgigögn

 6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18020025

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna Hverfið mitt 2018. Kostnaðaráætlun er 450 m.kr. R18010097

  Samþykkt.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

   

  -             Kl. 9.19 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir á æfingasvæði Þróttar í Laugardal. Kostnaðaráætlun er 50 m.kr. R18020029

  Samþykkt.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram ódags. erindisbréf starfshóps innri endurskoðanda um mat á misferlishættu. R18020034

  Fylgigögn

 10. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um undirbúning vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017 og tl. D-17 undir 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2018, umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 22. janúar 2018. R17120077

   

  Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

   

  Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs sem skal láta fara fram greiningu á uppbyggingarþörf í samvinnu við skóla- og frístundasvið samkvæmt framlögðum umsögnum.

   

  Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Margoft hefur verið sýnt fram á brýna þörf fyrir viðbyggingu við Melaskóla og Háteigsskóla enda há húsnæðisþrengsli starfi í þessum skólum. Sl. vor fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um að undirbúningur yrði þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla enda ljóst að húsnæðisþörf skólans yrði ekki leyst til framtíðar án viðbyggingar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018 í desember sl. lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að veitt yrði sérstök fjárveiting svo hægt yrði að hefja hönnun og annan undirbúning við umræddar viðbyggingar. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur hins vegar þæft málið í upp undir ár með því að taka ekki afstöðu til umræddra tillagna heldur vísað þeim frá einni nefnd til annarrar í borgarkerfinu. Að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er full þörf á að hefja nú þegar undirbúning að viðbyggingum við umrædda skóla. Það þjónar hins vegar ekki tilgangi að verja tugum milljóna til að meta enn einu sinni þörf þessara skóla fyrir aukið húsnæði og að skipa enn eina nefndina í því skyni.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. febrúar 2018 á tillögum starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs. Lagt er til að borgarráð samþykki þjónustusamninga til þriggja ára en almennir styrkir og samningar til eins árs eru sendir borgarráði til kynningar. R17010182

  Samþykkt.

  Tillögurnar eru trúnaðarmerktar fram að afhendingu styrkjanna.

   

  Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 12. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 31. janúar 2018 á tillögu um framtíðarfyrirkomulag virknitilboða til atvinnulausra einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu þar sem lagt er til að menningar- og sundkort verði gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa einstaklinga með fjárhagsaðstoð. R18020033

  Samþykkt.

   

  Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. febrúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. febrúar 2018 á tillögu um breytingu á akstri á heimsendum mat, ásamt greinargerð og fylgigögnum. R18020030

  Samþykkt.

   

  Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 5. febrúar 2018, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 9. janúar 2018 á tillögu um úthlutun styrkja mannréttindaráðs fyrir árið 2018, ásamt fylgiskjölum. R18020018

   

  Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 15. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur í þágu heimilislauss fólks, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember 2017. Einnig er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. desember 2017, umsögn velferðarsviðs, dags. 25. janúar 2018, og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2018. R17110178

   

  Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

   

  Brugðist hefur verið við þeim atriðum sem tillagan tekur til og er því lagt til að velferðarsviði verði falið að skoða hvort frekari aðgerða er þörf sem snúa beint að þeim sem dvelja á svæðinu í Laugardal.

   

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2018, þar sem drög að erindisbréfi um þarfagreiningar vegna skólabygginga í Reykjavík eru lögð fram til kynningar. R18010128

  Fylgigögn

 17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2018, ásamt drögum að samningi, dags. 25. janúar 2018:

   

  Lagt er til að samningur milli Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Listahátíðar í Reykjavíkur um rekstur og fjárframlög til hátíðarinnar, verði staðfestur í borgarráði.

   

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17080096

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 18. Lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis, dags. í febrúar 2018, um lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli: Stjórnsýsla, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanataka. R12100372

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2018, þar sem drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST85 eru lögð fram til kynningar. R18020019

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2018, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að tillögur starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum verði settar í framkvæmd. R17110191

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. janúar 2018:

   

  Lagt ert til að borgarráð samþykki að veita starfsstöðum Reykjavíkurborgar heimild til að ráða starfsfólk sem nú þegar starfar hjá Reykjavíkurborg þó að starfshlutfall þeirra fari yfir 100%. Komið verði til móts við þann umframkostnað sem skapast úr sérstökum potti að fjárhæð 15.mkr. Er þessari aðgerð ætlað að koma til móts við þá starfsstaði þar sem mannekla er. Mannauðsdeild ráðhúss verði falið að útfæra framkvæmdina nánar og kynna fyrir starfsstöðum Reykjavíkurborgar í samstarfi við mannauðsþjónustur fagsviða.

   

  Greinargerð fylgir tillögunni. R18010387

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 22. janúar 2018, varðandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2018. R16010275

  Fylgigögn

 23. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 29. janúar 2018, varðandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar og samanburð við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fjölskyldudæmum. R18010364

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til þess að halda áfram samstarfsverkefni með Íslandsstofu og fleirum um eflingu líftækniklasa á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fylgiskjölum. R17030153

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð fyrir fjölbýlishús að Fossvogsvegi 8. R17100008

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fallið verði frá forkaupsrétti og að veitt verði undanþága frá aldurskilyrðum vegna sölu á hlut í íbúð að Hólabergi 84. R18010368

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili að verja 55 m.kr. til endurbóta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og 30 m.kr. til endurbóta og breytinga á svínahúsi og viðbyggingu við það vegna villtra dýra í hremmingum. R18020024

  Samþykkt

  Fylgigögn

 28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samning um leigu á rými í Hafnarhúsi. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 31. janúar 2018. R18010254

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

  Óskað er eftir upplýsingum um það hvað Reykjavíkurborg hefur úthlutað mörgum lóðum frá upphafi þessa kjörtímabils fyrir leigu- og búseturéttaríbúðir, hvaða lóðir það séu, fjöldi íbúða á hverri lóð, til hverra var úthlutað, dagsetning lóðaúthlutana, hvort byggingarleyfi hafi verið gefin út og ef svo er á hvaða byggingarstigi húsin eru á hverri lóð fyrir sig. R18020068

 30. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Óskað er eftir greinargerð um í hvaða mæli umferðarlíkan hefur verið notað þegar þróun íbúabyggðar í Reykjavík hefur verið metin til framtíðar, bæði vegna þéttingar byggðar sem og nýrra hverfa. Þar verði eftirfarandi spurningum meðal annars svarað: Hvaða umferðarlíkan eða umferðarlíkön hafa verið notuð til að meta áhrif íbúafjölgunar í Reykjavík? Hvaða gögn um ferðir fólks hafa verið lögð til grundvallar í þeirri vinnu? Hvaða samgöngulausnir voru skoðaðar þegar metin voru áhrif byggðar í Örfirisey? Hafa hugmyndir um lagningu Geirsgatar í stokk verið skoðaðar sem og aðrar vegtengingar í þessu sambandi? Var umferðarlíkan notað í þeirri vinnu og þá hvaða líkan? R18020066

 31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Lagt er til að sem fyrst verði bætt úr óviðunandi hljóðvist í borðsal þjónustumiðstöðvar eldri borgara að Vesturgötu 7. Umræddur borðsalur er í mikilli notkun enda þjónar hann notendum dagdvalar eldri borgara, þátttakendum í félagsstarfi eldri borgara sem og íbúum hússins. Hljóðvist í salnum er slæm og nauðsynlegt að grípa strax til úrbóta í því skyni að draga úr hávaða og glymjanda í salnum. R18020067

   

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 10:56

Sigurður Björn Blöndal
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Halldór Auðar Svansson
Líf Magneudóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir
Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 4 =