Fundur nr. 5488 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5488

Fundur nr. 5488

Borgarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 25. janúar, var haldinn 5488. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hallur Símonarson, Björn Axelsson, Örn Sigurðsson, Stefán Eiríksson, Óli Jón Hertervig, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Benedikt Hallgrímsson.

 1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. janúar 2018. R18010010

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 10. janúar 2018. R18010006

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 8. janúar 2018. R18010008

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 15. janúar 2018. R18010015

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2018. R18010022

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18010127 R18010127

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir American Bar, Austurstræti 8-10, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R17120010

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Enska barinn, Austurstræti 12, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010265

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Bjarna Fel/Hressó, Austurstræti 20, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010174

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Sportbarinn Ölver, Álfheimum 74, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R17120180

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Ægisgarð, Eyjaslóð 5, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010250

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Keiluhöllina, Fossaleyni 1, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010323

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Lebowski Bar, Laugaveg 20a, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010215

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis fyrir Dubliner, Naustinni 1, aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar 2018, vegna úrslitaleiks amerísku fótboltadeildarinnar. R18010178

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. október 2017, með umsögn um umsókn nemendamótsnefndar Verzlunarskóla Íslands um tækifærisleyfi vegna árshátíðar í Valsheimilinu, Hlíðarenda 10. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn um að árshátíðin standi til kl. 2.00, aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar 2018. R18010226

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R18010087

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út ýmsar framkvæmdir vegna endurbóta og meiriháttar viðhaldsverkefna í fasteignum á árinu 2018. Kostnaðaráætlun 2 er 500 m.kr. R18010314

  Samþykkt.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum lið.

   

  -             Kl. 9.13 tekur Birgir Björn Sigurjónsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út malbikunarframkvæmdir fyrir um 43 km af götum á árinu 2018. Kostnaðaráætlun 2 er 1.740 m.kr. R18010312

  Samþykkt.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að fara í framkvæmdir við að koma fyrir nýjum innsiglingavita við Sæbraut. Kostnaðaráætlun 2 er 75 m.kr. R18010313

  Samþykkt.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Eikjuvog. R17100414

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2018, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Smáragötureitar vegna lóðar nr. 68 við Laufásveg. R18010317

  Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Lyngháls. R18010319

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2018, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 56 við Snorrabraut. R18010316

  Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2018, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fákssvæðið í Víðidal. R18010318

  Samþykkt.

   

  -             Kl. 9.43 víkja Björn Axelsson og Örn Sigurðsson af fundinum.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. janúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. janúar 2018 á tillögu um gildistöku reglna um verksvið og starfshætti áfrýjunarnefndar velferðarráðs, ásamt fylgiskjölum. R18010315

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. janúar 2018, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. janúar 2018 á tillögu um hækkun á frítekjumörkum sérstaks húsnæðisstuðnings, ásamt fylgiskjölum. R16100329

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. janúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um almenningssalerni skiptistöðvar í Mjódd, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. desember 2017. R17110089

   

  Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir framlagt svar þar sem tilgreindar eru ástæður þess að opnun almenningssalerna í skiptistöðinni í Mjódd hefur seinkað en stefnt er að opnun þeirra í byrjun febrúar. Jafnframt er minnt á aðrar tillögur Sjálfstæðisflokksins um umbætur á skiptistöðinni í Mjódd og óskað eftir því að þeim verði hrint í framkvæmd sem fyrst í því skyni að bæta þjónustu við farþega á þessari fjölförnustu umferðarmiðstöð landsins. Fjölga þarf sætum í biðsal og lagfæra þau sem fyrir eru. Þá er lagt til að skiptistöðin verði opin á kvöldin. Er núverandi ástand óviðunandi þar sem biðsalurinn er lokaður á kvöldin og farþegar þurfa þá að bíða utandyra í kulda og trekki. Þá er óskað eftir því að samhliða breytingum á húsnæðinu verði áhersla lögð á gott samstarf við Íslandspóst í því skyni að tryggja áframhaldandi rekstur pósthúss í Mjóddinni.

  Fylgigögn

 28. Lögð fram beiðni hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur, dags. 6. desember 2017, um úthlutun lóðar undir starfsemi félagsins ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. janúar 2018. R17120166

  Synjað með vísan til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 29. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. janúar 2018, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um framtíðaruppbyggingu Íþróttafélagsins Fylkis eru lögð fram til kynningar. R17070081

  Fylgigögn

 30. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 19. janúar 2018, yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2018. R18010076

  Fylgigögn

 31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki úthlutun og sölu byggingarréttar fyrir tvær samliggjandi lóðir við Bæjarflöt 9 og Gylfaflöt 15. R17090104

  Samþykkt.

   

  -             Kl. 9.56 víkur Kjartan Magnússon af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

  Fylgigögn

 32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að tekið verði á leigu færanlegt húsnæði fyrir Gufunesbæ, ásamt fylgiskjölum. R17120054

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu byggingarréttar fyrir einn bílskúr á lóðinni 21-23 við Jöklasel, ásamt fylgigögnum. R18010308

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að Hafnarstræti 15, 18 og 19 auk pylsuvagnsins hafi afnot af hluta lóðarinnar við Pósthússtræti 1 fyrir sorpgerði, ásamt fylgigögnum. R18010268

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgaráð samþykki að afsala lóðarskika yfir á eignarlóð við Vesturgötu 56 og 58 af lóðinni Seljavegur 1, ásamt fylgiskjölum. R18010199

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að nýju ákvæði verði bætt við í 7. gr. lóðarleigusamninga sem útgefnir eru af Reykjavíkurborg í tengslum við áhrif skipulagsbreytinga á söluverð byggingarréttar á viðkomandi lóð. R17090077

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að Vonarstræti 4, ásamt fylgigögnum. R17060056

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: R18010344

   

  Hvenær er fyrirhugað að innheimta inniviðagjald, hversu hátt verður það og hefur lögmæti þess verið kannað?

 39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: R18010345

   

  Hvenær má búast við að rafstrætisvagnar sem pantaðir hafa verið frá Kína komi, hversu margir verða þeir og hvað munu þeir kosta?

Fundi slitið klukkan 10:15

Halldór Auðar Svansson
Kristín Soffía Jónsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Marta Guðjónsdóttir
Halldór Halldórsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 7 =