Fundur nr. 5483

Fundur nr. 5483

Borgarráð

Ár 2017, þriðjudaginn 14. desember, var haldinn 5483. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Hrólfur Jónsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 7. desember 2017. R17010032

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. desember 2017. R17010004

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. nóvember 2017. R17010010

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 7. desember 2017. R17010013

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. desember 2017. R17010015

  Fylgigögn

 6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. desember 2017. R17010021

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 7. Lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 14. og 28. nóvember 2017. R17050116

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R17120013

  Fylgigögn

 9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17120011

  Fylgigögn

 10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs. R17010042

  Samþykkt að veita Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna styrk að fjárhæð kr. 3.500.000.- vegna viðgerða og varðveislu dráttarbátsins Magna.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2017 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 66 við Einarsnes. R17120061

  Samþykkt.

  -        Kl. 9.25 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 11. desember 2017, varðandi erindi Valsmanna hf., dags. 7. desember sl., þar sem óskað er eftir breytingu á veð- og tryggingarstöðu veðskulda Valsmanna hf. þannig að Reykjavíkurborg gefi eftir fyrsta veðrétt á lóðinni Hlíðarendi 9-15 auk þess sem skuldabréfið hvílir nú einnig á 1. veðrétti á lóðinni Hlíðarendi 2. R17120055

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf innri endurskoðanda, dags. 16. nóvember 2017, varðandi endurskoðun starfsreglna innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, ásamt tillögu að uppfærðum starfsreglum. R16100284

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf innri endurskoðanda, dags. 17. nóvember 2017, varðandi innri endurskoðunaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar 2018-2019, ásamt endurskoðunaráætlun, dags. í nóvember 2017. R17120062

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120074

  Vísað til umsagnar velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sjálfkeyrandi bíla, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120075

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagningu battavalla, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120076

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs og skóla- og frístundaráðs.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um undirbúning vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120077

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna manneklu í leikskólum, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120078

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna manneklu og þjónustuskerðingar í leikskólum, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120079

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sumarstörf fyrir nemendur 8. bekkjar, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120081

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleg skólaskil, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120080

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  Fylgigögn

 23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skólagarða, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120082

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarlausa framhaldsskólaáfanga, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120083

  Vísað til umsagnar skóla- og frístundarráðs.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. desember 2017, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hækkun á niðurgreiðslu dagvistar hjá dagforeldrum, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. desember 2017. R17120084

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundarráðs.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 26. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 5. desember 2017, varðandi erindisbréf stýrihóps um mótun eigendastefnu Félagsbústaða, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. desember 2017. R17110172

  Samþykkt að tilnefna Sigurð Björn Blöndal, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur og Áslaugu Friðriksdóttur til setu í stýrihópnum. Jafnframt er samþykkt að Sigurður Björn Blöndal verði formaður hópsins.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram bréf borgarstjóra til dómsmálaráðherra, dags. 11. desember 2017, varðandi stöðu löggæslumála í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. R17120064

  Fylgigögn

 28. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta fyrir janúar-október 2017. R17010086

 29. Lagðar fram tillögur borgarstjóra að viðaukum við fjárhagsáætlun, dags. 11. desember 2017. R17020176

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að heimila skrifstofunni að hefja söluferli á eignarhlutum Reykjavíkurborgar í Álfabakka 12, ásamt fylgiskjölum. R17060230

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. desember 2017, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur við Strætó bs. um Hestháls 14 verði samþykktur, ásamt fylgiskjölum. R17120051

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa eignarhlut Strætó bs. í Þönglabakka 4, ásamt fylgiskjölum. R17120052

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Minnt er á tillögur Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á skiptistöðinni í Mjódd og er óskað eftir því að þeim verði hrint í framkvæmd sem fyrst, í því skyni að bæta þjónustu við farþega á þessari fjölförnustu umferðarmiðstöð landsins. Fjölga þarf sætum í biðsal og lagfæra þau sem fyrir eru. Þá er lagt til að skiptistöðin  verði opin á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. Er núverandi ástand óviðunandi þar sem biðsalurinn er lokaður á kvöldin og farþegar þurfa þá að bíða utandyra í kulda og trekki. Þá er óskað eftir því að samhliða breytingum á húsnæðinu verði áhersla lögð á gott samstarf við Íslandspóst í því skyni að tryggja áframhaldandi rekstur pósthúss í Mjóddinni.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Á nýju ári er stefnt að því að opnunartími biðstöðvarinnar í Mjódd verði lengdur og þjónusta við farþega aukin. Nú þegar er Mjóddin opin til kl. 18.00 á kvöldin og nær þannig að þjónusta flesta farþega sem þangað sækja – en flestir nota strætó á morgnana og svo seinni part dags.

  Fylgigögn

 33. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 11. desember 2017, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi kaupsamning og afsal vegna Sævarhöfða 33 við Faxaflóahafnir. Fyrir liggur samþykki stjórnar Faxaflóahafna fyrir sölunni. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu lóðar og landfyllingar í tengslum við hana. Greiðslur samkvæmt samningnum eru þrjár, allar á árinu 2018. Fyrsta greiðsla 100 m.kr. þann 15. janúar 2018, önnur greiðsla 500 m.kr. þann 1. júlí 2018 og lokagreiðsla 498,1 m.kr. þann 9. nóvember 2018, samtals 1.098,1 m.kr. Fjármunir komi af handbæru fé. Jafnframt er gert ráð fyrir að tekjur vegna lóðasölu komi á móti kaupum á síðari hluta næsta árs.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17110101

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að gefið verði út afsal til Hverasólar ehf. vegna fasteignarinnar Síðumúli 39, ásamt fylgiskjölum. R15110011

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. desember 2017, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur við Helga Gíslason um vinnustofusal á athafnasvæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi verði samþykktur, ásamt fylgiskjölum. R17120053

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð falli frá forkaupsrétti í fasteign og lóðarréttindi að Lambhagavegi 25, ásamt fylgiskjölum. R17120048

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 37. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. desember 2017 á tillögum um styrkjaúthlutun 2018 vegna viðhaldsverkefna.

  Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17120060

  Fylgigögn

 38. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs á tillögum styrkjahóps ráðsins um úthlutun styrkja íþrótta- og tómstundaráðs 2018.

  Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17120059

  Fylgigögn

 39. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. desember 2017 varðandi afgreiðslutíma sundstaða og Ylstrandar á árinu 2018.

  Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R17120057

  Fylgigögn

 40. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. desember 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. desember 2017 á tillögu um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar til framfærslu í samræmi við forsendur í fjárhagsáætlun 2018, ásamt greinargerð. R14120120

  Samþykkt.

  Elín Oddný Sigurðardóttir og Regína Ásvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 41. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. desember 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. desember 2017 á tillögu um undirbúning tilraunaverkefnis um leigu íbúða í þjónustukjörnum fyrir aldraða til háskólanema, ásamt fylgiskjölum. R17120070

  Samþykkt.

  Elín Oddný Sigurðardóttir og Regína Ásvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

  Fylgigögn

 42. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. desember 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá á tillögu um aukna þjónustu við utangarðsfólk í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R17030165

  Samþykkt.

  Elín Oddný Sigurðardóttir og Regína Ásvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 43. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. desember 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. desember á tillögu um breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning, ásamt fylgiskjölum. R16100329

  Samþykkt.

  Elín Oddný Sigurðardóttir og Regína Ásvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 44. Lagt fram bréf staðgengils borgarstjóra, dags. 12. desember 2017, varðandi skil á skýrslu stýrihóps um mótun stefnu í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, ásamt fylgiskjölum. R17060134

  Vísað til borgarstjórnar.

  Anna Kristinsdóttir, Gerður Gestsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  -        Kl. 11.00 víkja Hrólfur Jónsson, Ebba Schram, Birgir Björn Sigurjónsson og Hallur Símonarson af fundinum.

  Fylgigögn

 45. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara. R17120086

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Ýmsar þarfar tillögur er að finna í niðurstöðuskýrslu starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi í grunnskólum. Því verður þó ekki neitað að flestar þessar tillögur eru endurunnar þar sem þær hafa komið fram áður með ýmsum hætti án þess þó að hafa komist til framkvæmdar og jafnvel verið til umræðu árum saman á vettvangi skóla- og frístundaráðs og/eða skóla- og frístundasviðs. Vonandi hlýtur skýrslan ekki sömu örlög og ýmsar aðrar skýrslur sem skrifaðar hafa verið á undanförnum árum en síðan rykfallið í kerfinu án sýnilegs framgangs og þannig orðið minnisvarðar um þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í skólamálum borgarinnar undir stjórn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

  Rósa Ingvarsdóttir og Skúli Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 46. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega er lagt til að sala farmiða verði tekin upp að nýju á Hlemmi, e.t.v. með sjálfsala. Jafnframt er lagt til að leiðakerfisupplýsingar verði bættar, t.d. með því að setja leiðakort upp á áberandi stað og koma fyrir skjá þar sem hægt er að fylgjast með ferðum vagna í rauntíma. Þá er óskað eftir því að klukka verði sett upp á áberandi stað á Hlemmi.    R17120101

  Frestað.

 47. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að gerð verði sérstök greining á því hvernig nota megi rafrænt námsefni og rafræna kennslu í stað hefðbundinnar. Markmið greiningarinnar verði að svara spurningunni um að hve miklu leyti hægt er að leysa hefðbundna kennslu af með rafrænum hætti og minnka þannig álag á kennara. Horft verði á ólík stig grunnskólans og leikskólans. Leitað verði svara við því í hversu miklar fjárfestingar þyrfti að fara til að ná slíkum markmiðum og hvaða breytingar yrðu á skólastarfinu. R17120102

  Frestað.

 48. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Hver væri launakostnaður í leikskólum Reykjavíkurborgar annars vegar og á frístundaheimilunum hins vegar hefðu þessar einingar verið fullmannaðar á árinu 2017? R17120103

Fundi slitið klukkan 12:15

Sigurður Björn Blöndal
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Áslaug María Friðriksdóttir
Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir
Halldór Auðar Svansson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 10 =