Fundur nr. 5464 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5464

Fundur nr. 5464

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 31. ágúst, var haldinn 5464. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. ágúst 2017. R17010004

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. ágúst 2017. R17010009

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 24. ágúst 2017. R17010010

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. ágúst 2017. R17010013

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 25. ágúst 2017. R17010015

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. júní 2017 og 17. júlí 2017. R17010025

  Fylgigögn

 7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. júlí 2017.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 22. ágúst 2017. R17050116

  Fylgigögn

 9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. ágúst 2017. R17010021

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R17080004

  Fylgigögn

 11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17080003

  Fylgigögn

 12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

  Samþykkt að hafna öllum styrkumsóknum.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar - Suðurlandsbraut, varðandi heimildir um íbúðarhúsnæði. R11060102

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 27 við Fiskislóð. R17010173

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á lýsingu á deiliskipulagi fyrir Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. R17080136

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sogavegar 71 til 87 vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg. R17080137

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á umsögn skipulagsfulltrúa um bréf skipulagsstofnunar vegna deiliskipulagsbreytingar á Bykoreit, reit 1.138. R16110116

  Fylgigögn

 18. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kvartanir vegna byggingaframkvæmda einkaaðila, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2016.  R16080090

  Fylgigögn

 19. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um stöðu á þátttöku Reykjavíkurborgar í Social Progress Imperative, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. R16040212

  Fylgigögn

 20. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar, um aðgang að gögnum um ráðningu borgarlögmanns, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. ágúst 2017. R17080023

  -             Kl. 9.31 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júní 2017, um úthlutun lóða í Suður-Mjódd til félags eldri borgara. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. ágúst 2017. R17060227

  Frestað.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar Árbæjarblettur 62/Þykkvabær 21. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 2. ágúst 2017. R17040012

  Frestað.

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

   

  Í ljósi mikilla mótmæla gegn umræddri deiliskipulagstillögu og þess að hvorki íbúar á svæðinu né lóðarhafi Árbæjarbletts 62 virðast vera sáttir við hana er lagt til að borgarlögmanni verði falið að leita eftir samningum við lóðarhafann um að hann afsali umræddri lóð til Reykjavíkurborgar gegn því að fá byggingarlóð annars staðar.

   

  Frestað.

  Fylgigögn

 23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á tillögu Strætó bs., dags. 2. mars 2017, um að fjölga ferðum strætó á leið 29. R17080138

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017 á tillögu Strætó bs., dags. 14. ágúst 2017, um að stytta leið 6 og setja nýja leið 6a. R17080139

  Frestað.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram svar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina varðandi viðgerðir á húsi Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júní 2017, ásamt fylgigögnum.

   

  Elín Smáradóttir, Ingvar Stefánsson, Eiríkur Hjálmarsson og Þórður Ásmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17060170

  Fylgigögn

 26. Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sbr. 22. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. júní 2017. Einnig er lagður fram sölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2017, við Foss fasteignafélag slhf., dags. 25. október 2013, vegna sölu á húsi Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi og leigusamningur sömu aðila, dags. 25. október 2013.

  Elín Smáradóttir, Ingvar Stefánsson, Eiríkur Hjálmarsson og Þórður Ásmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17060170

  -             Kl. 10.55 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. ágúst 2017,  sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu um undanþágu frá greiðslu gjalda í frístundaheimili vegna barna sem eru nýflutt til landsins, eru að hefja skólagöngu á Íslandi og eru með annað móðurmál en íslensku, ásamt fylgigögnum. R17080135

  Samþykkt.

   

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti viðauka, dags. 22. ágúst 2017, við samkomulag, dags. 27. maí 2016, milli Reykjavíkurborgar og Vagneigna ehf., ásamt fylgigögnum.

  Greinargerð fylgir erindinu. R16050216

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við Landberg ehf. um skrifstofuhúsnæði að Lynghálsi 9, ásamt fylgigögnum.

  Greinargerð fylgir erindinu. R17080114

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda á Sjafnarbrunni 5-9, ásamt fylgigögnum. R17080126

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 31. Lagt fram bréf eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda á Sjafnarbrunni 11-19, ásamt fylgigögnum. R17080127

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning við Háskóla Íslands vegna frístandandi timburhúss við Stakkahlíð 1. R17080124

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. ágúst 2017:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að heiðra minningu Elku Björnsdóttur verkakonu með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu, á fæðingardegi hennar 7. september nk. Í tengslum við það verði haldið málþing þar sem sjónum verður beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Málþingið er skipulagt í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og Borgarsögusafn.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17080132

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. ágúst 2017, ásamt fylgigögnum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samningi við Fjölís um afritun verndaðra verka. Kostnaður vegna samningsins er áætlaður 3.245.037 kr. árið 2017 en gjaldið er verðtengt á þann hátt að það tekur breytingum frá 1. janúar 2017 til hvers gjalddaga í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Kostnaðurinn greiðist af kostnaðarstað 09511, höfundaréttarsamningar.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17080049

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 35. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 22. ágúst 2017, ásamt umsögn fjármálastjóra, dags. 29. ágúst 2017:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að leita tímabundinna lausna til aukningar á félagslegu húsnæði í Reykjavík, í samræmi við samþykkt velferðarráðs og húsnæðisáætlun borgarinnar. Að höfðu samráði við velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið skal skrifstofan gera tillögur til borgarráðs um að taka húsnæði á leigu í þrjú til fimm ár. Ennfremur að kaupa húsnæði til að nota um lengri eða skemmri tíma sem félagslegt húsnæði. Þegar ekki verða lengur not fyrir það má selja það aftur, byggja nýtt í kjölfar breytinga á skipulagi eða breyta húsnæði til annarra nota. Þessu húsnæði verður úthlutað til umsækjenda af biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Um verður að ræða tímabundna lausn þar til viðkomandi einstaklingar og fjölskyldur fá úthlutað húsnæði á vegum Félagsbústaða Reykjavíkurborgar.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17030164

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 36. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 21. ágúst 2017, í máli nr. 352/2017, Sæsteinn ehf. gegn Reykjavíkurborg. R16090010

  Fylgigögn

 37. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. júní 2017, þar sem lagt er til að meðfylgjandi sýn og stefna um gistiþjónustu í Reykjavík verði samþykkt. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðaruppbyggingu gististarfsemi í Reykjavík, dags. í júní 2017. R16110015

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 38. Lögð fram skýrsla starfshóps um heima- og íbúðagistingu, dags. júní 2017, ásamt fylgigögnum. R16060029

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 39. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júní 2016 ásamt greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja. Einnig er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 31. ágúst 2017, og umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 28. ágúst 2017. R17080098

  Samþykkt.

  Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Staða A-hluta sem og samstæðu styrkist enn jöfnum fetum. Árshlutareikningur kemur vel út samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Afgangur er af rekstri, handbært fé hefur aukist á árinu og hreinar skuldir fara lækkandi, þrátt fyrir að leiguskuldbindingar og endurmat lífeyrisskuldbindinga komi til hækkunar. Áætlanir um hagræðingu standast mjög vel og skapar það svigrúm til að bæta enn frekar í grunnþjónustuna á komandi árum; skóla, velferð og innviði borgarinnar.

  Árshlutauppgjör samstæðu og A-hluta janúar-júní 2017
  Umsögn fjármálaskrifstofu
  Greinargerðir fagsviða
  Greinargerð B-hluta fyrirtækja
  Umsögn endurkoðunarnefndar
  Kynning fjármálaskrifstofu
 40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

   

  Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa sérstaka úttektarnefnd sem hefur það hlutverk að yfirfara viðbrögð og aðgerðir vegna skemmda á húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Skoðað verði hvernig brugðist hefur verið við skemmdum á húsi OR að Bæjarhálsi 1 sem upp hafi komið frá byggingu hússins fram til september 2015 þegar raki og mygla uppgötvaðist. Kannað verði hvort hagsmuna OR og eigenda þess hafi verið gætt í hvívetna þannig að hvorki hafi verið ástæða til að skoða og meta galla í húsinu fyrr en leki og raki uppgötvaðist í september 2015 né að metinn yrði hugsanlegur bótaréttur eða fyrning. Sérstaklega verði skoðað hvernig brugðist var við leka sem uppgötvaðist 2004 og 2009, hvaða viðgerðir hafi farið fram, hvort ástandsúttekt hafi verið gerð og orsökin fundin og hvort talið hafi verið að þær viðgerðir sem fram fóru hafi verið fullnægjandi þannig að engar vísbendingar væru um frekari leka eða skemmdir fyrr en raki og mygla uppgötvaðist í september 2015. Hvort skoðað hafi verið eða kröfur gerðar á þá aðila sem komu að byggingu hússins eða framleiddu eða seldu efni til byggingar hússins svo sem byggingaraðila, byggingarstjóra, aðalhönnuð, burðarþolshönnuð, tryggingarfélög, eftirlitsaðila, framleiðanda eða seljenda. Hvort lagaleg staða og hugsanlegur bótaréttur hafi verið kannaður vegna galla á húsinu fram til ársins 2015 m.a. með tilliti til tómlætis eða fyrningar. Er sérstaklega óskað eftir að rætt verði við þá aðila sem unnu hjá OR fram til ársloka 2011 og sáu um fasteignir OR og viðhald þeirra.

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17060170

  Frestað.

 41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um flutninga bílastæðasjóðs og kostnað vegna þeirra. Ljóst er að stöðumælaverðir verða ekki eins vel staðsettir á nýjum stað ef horft er til gjaldskyldra svæða. Hefur verið tekið tillit til þess tíma sem það tekur stöðumælaverði að ferðast til að  komast yfir gjaldskyld svæði út frá nýrri staðsetningu inn í þeim kostnaði? R17080184

Fundi slitið klukkan 11:55

Sigurður Björn Blöndal

 

Áslaug María Friðriksdóttir                                       Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Halldór Auðar Svansson                                            Heiða Björg Hilmisdóttir

Kjartan Magnússon                                                    Elín Oddný Sigurðardóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =