Fundur nr. 5463 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5463

Fundur nr. 5463

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 24. ágúst, var haldinn 5463. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ingunn Þórðardóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

 1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 17. ágúst 2017. R17010011

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. ágúst 2017. R17010015

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 16. ágúst 2017. R17010023

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. ágúst 2017. R17010021

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál.  R17080004

  Fylgigögn

 6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17080003

  Fylgigögn

 7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042

  Samþykkt að veita Kristjáni B. Jónassyni/Crymogea styrk að fjárhæð 300.000 kr. vegna útgáfu bókarinnar Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á breytingu á deiliskipulagi Árbæjarbletts 62/Þykkvabæjar 21, ásamt fylgiskjölum. R17040012

  Frestað.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðar nr. 3 við Birkimel. R17080093

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23. R17070004

  Samþykkt.

  Kl. 10.30 víkur Hrólfur Jónsson af fundi og Óli Jón Hertervig tekur þar sæti.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf Reykjavík Eye Projects, dags. 9. maí 2017, varðandi umsókn um lóð fyrir Reykjavík Eye, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2017. R17050110

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úthlutun lóða í Suður-Mjódd til félags eldri borgara, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júní 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 14. ágúst 2017. R17060227

  Frestað.

  Fylgigögn

 13. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun um olíumengun í Grafarlæk og Grafarvogi, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júlí 2017. R17070102

  Samþykkt.

  Fram fer kynning á olíumengun í Grafarlæk og Grafarvogi.

  Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Borgarráð þakkar starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins, garðyrkjudeildar, umhverfis- og skipulagssviðs og Veitna fyrir snöfurmannleg vinnubrögð í tengslum við olíumengun í Grafarlæk og Grafarvogi. Borgarráð felur umræddum aðilum að vinna áfram að málinu í því skyni að finna uppruna mengunarinnar og koma í veg fyrir hana.

  Rósa Magnúsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi húsnæði skiptistöðvarinnar að Hlemmi, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017, ásamt fylgiskjölum. R17030087

  Fylgigögn

 15. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 16. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á leigufjárhæð í Seljahlíð, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júlí 2107, ásamt fylgiskjölum. R15050131

  Fylgigögn

 16. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. ágúst 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu tillögu um innleiðingu fullkomins umferðarmódels fyrir höfuðborgarsvæðið, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júlí 2017. R17030210

  Fylgigögn

 17. Lagt fram erindisbréf stýrihóps um aðgerðir gegn umbúðasóun í Reykjavík.

  Samþykkt að skipa Líf Magneudóttur, Áslaugu Friðriksdóttur og Þórgný Thoroddsen í stýrihópinn.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. ágúst 2017, varðandi verkefnalýsingu á breytingu á vaxtamörkum í landi Mosfellsbæjar. R17080085

  Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

  Fylgigögn

 19. Fram fer umræða um stöðu vinnu rýnihóps eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. R16030106

 20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. júní 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. júní 2017 á tillögum sviðsstjóra um áfangaskipta uppbyggingaráætlun í sértækum húsnæðissúrræðum fyrir fatlað fólk fyrir árin 2018-2030, ásamt greinargerð. R17030049

  Samþykkt.

  Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 21. ágúst 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. ágúst 2017 á tillögum um fjölgun félagslegra íbúða, ásamt fylgiskjölum. R17030164

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er í senn róttæk, félagsleg og stórhuga. Reykjavík hefur með átaki í skipulagi tryggt fjölbreytt byggingarsvæði fyrir allar gerðir íbúða með áherslu á litlar og meðalstórar íbúðir á grundvelli markmiða um húsnæði fyrir alla, félagslega blöndun og aðalskipulag Reykjavíkur. Borgin leggur samanlagt fram 59 milljarða til fjárfestinga, húsnæðisstuðnings og sérstakra búsetuúrræða næstu fimm ár. Húsnæðisáætlun veitir kærkomna yfirsýn yfir framgang þessara mála. Byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komin á framkvæmdastig í borginni og fjölgar hratt, byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi og um 4.000 íbúðir eru í formlegu skipulagsferli. Auk þess eru svæði fyrir rúmlega 9.000 íbúðir í þróun. Megináhersla í húsnæðisáætlun borgarinnar er á samstarf við byggingafélög sem reisa íbúðir án hagnaðarsjónarmiða. Alls eru um 3.700 staðfest áform um íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara, fjölskyldur með lægri og millitekjur og búsetu. Á öllum nýjum þróunarsvæðum hefur verið samið um að hlutfall leigu- og búseturéttaríbúða á hverju uppbyggingarsvæði verði 20-25%. Jafnframt hefur verið samið um að Félagsbústaðir hafi kauprétt að um 5% af öllum nýjum íbúðum. Samhliða samþykkt húsnæðisáætlunar voru samþykktar tillögur sem lúta að hraðari uppbyggingu, betri og öruggari leigumarkaði og ódýrari íbúðum fyrir ungt fólkum alla borg.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist að standa við húsnæðisáætlanir sínar hingað til. Borgarfulltrúar minnihlutans, greiddu því allir sem einn, atkvæði gegn húsnæðisstefnu þessari sem gengur í raun út á að fresta kosningaloforðum meirihlutans um a.m.k. eitt kjörtímabil í viðbót. Ástandið í húsnæðismálum er sjálfskapaður vandi meirihlutans í Reykjavík sem ekki hefur sinnt því grunnatriði að tryggja nægt framboð lóða og þar af leiðandi fjölgun íbúða í því alvarlega húsnæðisástandi sem nú er. Þetta veldur því að álagið og þrýstingurinn á félagslega húsnæðiskerfið er gríðarlegur með tilheyrandi fjölgun á biðlistum. Vísað er til bókunar minnihlutans, Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um húsnæðisáætlunina frá 6. júní 2017. Allt frá 2010 var löngu vitað í hvaða neyðarástand stefndi en meirihlutinn hefur brugðist borgarbú um með algjöru aðgerðarleysi.

  Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 22. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 22. ágúst 2017:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að leita tímabundinna lausna til aukningar á félagslegu húsnæði í Reykjavík, í samræmi við samþykkt velferðarráðs og húsnæðisáætlun borgarinnar. Að höfðu samráði við velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið skal skrifstofan gera tillögur til borgarráðs um að taka húsnæði á leigu í þrjú til fimm ár. Ennfremur að kaupa húsnæði til að nota um lengri eða skemmri tíma sem félagslegt húsnæði. Þegar ekki verður lengur not fyrir það má selja það aftur, byggja nýtt í kjölfar breytinga á skipulagi eða breyta húsnæði til annarra nota. Þessu húsnæði verður úthlutað til umsækjenda af biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Um verður að ræða tímabundna lausn þar til viðkomandi einstaklingar og fjölskyldur fá úthlutað húsnæði á vegum Félagsbústaða Reykjavíkurborgar.

  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Frestað.

  Fylgigögn

 23. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölgun lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 30 lið fundargerðar borgarráðs frá 18. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 14. ágúst 2017.

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina óskar eftir því að draga tillöguna til baka.

  Borgarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Borgarráð samþykkir að senda áskorun til dómsmálaráðherra um að fjölgað verði í útkallsliði lögreglunnar innan höfuðborgarinnar í samræmi við það sem fram kemur í bréfi lögreglustjóra móttekið 14. ágúst 2017.

  Samþykkt.

 24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur skriflega ósk sína frá 16. ágúst sl. um að ráðning borgarlögmanns verði tekin til umræðu á fundi borgarráðs og lýsa yfir undrun sinni á að það skuli enn ekki hafa verið gert. R17080023

   

  Fundi slitið kl. 11.30

  Sigurður Björn Blöndal

   

  Halldór Auðar Svansson                                             Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

  Líf Magneudóttir                                                        Kjartan Magnússon

  Áslaug Friðriksdóttir                                                   Heiða Björg Hilmisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 6 =