Fundur nr. 5455 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5455

Fundur nr. 5455

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 8. júní, var haldinn 5455. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

 1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. maí 2017. R17010006

  Fylgigögn

 2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 18. apríl og 9. og 30. maí 2017. R17010005

  Fylgigögn

 3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 3. apríl og 8. maí 2017. R17010007

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. maí 2017. R17010012

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 5. og 29. maí 2017. R17010015

  Fylgigögn

 6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 2. júní 2017. R17010022

  Fylgigögn

 7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2017. R17010021

  B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R17050185

  Fylgigögn

 9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 75/2013. R17060002

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138, ásamt fylgigögnum. R16110116

  Samþykkt.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Tekið er undir með umsagnaraðilum og íbúum að nauðsynlegt sé að fylgjast með og gæta umferðaröryggis barna á svæðinu. Fylgjast þarf með því hvort mengun aukist vegna aukinnar umferðar með þeim afleiðingum að halda þurfi börnum inni verstu dagana. Tekið er undir með íbúum um nauðsyn umferðartalningar og rýningu á umferð á svæðinu.

 11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandagarð, Allianzreit. R17060027

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 31. maí 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. R17060028

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. júní 2017, þar sem skýrsla um græna netið og tengingar á milli opinna svæða í Reykjavík er lögð fram til kynningar. R17060026

  Frestað.

  -             Kl. 9.27 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 30. maí 2017, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti sínum vegna fiskiskipsins Ásbjörn RE-50. R15060006

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 30. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hvernig koma eigi til móts við þá íbúa Seljahlíðar sem ekki fá húsaleigubætur sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. R15050131

  Fylgigögn

 16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að strax verði gripið til úrbóta í húsnæðismálum Melaskóla sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. júní 2017 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6 júní 2017, um tillöguna og minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2017, varðandi aðbúnað nemenda Melaskóla. R17060018

  Frestað.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta þá skoðun sína að mikilvægt sé að grípa sem fyrst til úrbóta í húsnæðismálum Melaskóla. Ljóst er að þær sjálfsögðu viðhaldsframkvæmdir sem unnið verður að í skólanum í sumar, t.d. málning veggja og gólfbón, duga ekki til að leysa þann bráðavanda sem við er að etja. Margt mælir með því að þessi vandi verði helst leystur með því að bæta við tveimur færanlegum kennslustofum og/eða skoða leigu á rýmum í nágrenni skólans sem nefnd hafa verið í þessu sambandi. Umrætt viðbótarhúsnæði yrði tímabundin bráðabirgðalausn þar til viðbygging leysir vandann til framtíðar. Vel þarf að standa að verki ef leysa á vandann fyrir skólabyrjun í haust og það veldur því vonbrigðum að fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skuli ítrekað fresta afgreiðslu málsins. Óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að málinu verði ekki frestað frekar.

 17. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um biðaðstöðu í skiptistöðinni í Mjódd sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. mars 2017 ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um tillöguna, dags. 29. maí 2017. R17030023

  Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til rökstuðnings í meðfylgjandi umsögn.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Um fjórar milljónir farþega fara árlega um skiptistöðina í Mjódd og er því um að ræða fjölförnustu umferðarmiðstöð landsins. Tillaga Sjálfstæðisflokksins felur í sér að aðstaða farþega á stöðinni verði bætt með því að salerni hennar verði opnuð almenningi að nýju, sætum í biðsal fjölgað og nauðsynlegar lagfæringar gerðar á þeim húsbúnaði sem fyrir er. Þá verði skiptistöðin opin farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. Tillagan er sjálfsögð og eðlileg í ljósi þess fjölda sem notar stöðina. Það lýsir mikilli þröngsýni og neikvæðu viðhorfi gagnvart þjónustu við strætisvagnafarþega að borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi að fella tillögu um jafn sjálfsagðar úrbætur á skiptistöðinni og tillagan felur í sér. Ljóst er að umræddar úrbætur yrðu ekki kostnaðarsamar í samanburði við mörg verkefni sem borgarstjórnarmeirihlutinn setur nú í forgang.

   

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Biðaðstaða innanhúss í Mjóddinni er opin til kl. 18:00 á daginn. Að þeim tíma loknum bíða farþegar í strætóskýlum líkt og víðast annars staðar í borginni. Afar fáar athugasemdir við opnunartíma húsnæðis í Mjódd hafa komið inn á borð Strætó en áfram verður fylgst með biðaðstöðu við Mjóddina með tilliti til upplifunar farþega. Að undanförnu hefur verið til skoðunar að færa Þjónustumiðstöð Breiðholts í húsnæðið í Þönglabakka 4. Í tengslum við þann flutning hafa verið ræddar hugmyndir um að samnýta neðstu hæðina fyrir farþega Strætó og gesti þjónustumiðstöðvarinnar með það að markmiði að bæta aðstöðu og þjónustu við farþega Strætó.

 18. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verðmat við ráðstöfun lóðar á Gelgjutanga sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. apríl 2017. R13100391

  Fylgigögn

 19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verðmat við ráðstöfun lóðar á Gelgjutanga sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 6 apríl 2017, ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017. R13100391

  Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til rökstuðnings í meðfylgjandi umsögn.

  Fylgigögn

 20. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um kynningu á tækifærum og lausnum við þjónustumælingar sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017 ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna, dags. 10. maí 2017. R17030299

  Frestað.

  Fylgigögn

 21. Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Skúla Helgasonar.  R14060127

  Samþykkt.

 22. Lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. maí 2017, um bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokun Hlemms fyrir farþegum strætó sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl ásamt greinargerð um framvindu vinnu við Hlemm mathöll. R17030087

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka óánægju sína vegna þess að strætisvagnafarþegum stendur ekki til boða upphituð biðaðstaða meðan á framkvæmdum stendur við skiptistöðina á Hlemmi eins og þó hafði verið lofað. Það hefur ekki gengið eftir og er húsið enn lokað farþegum sem hafa nú þurft að bíða eftir strætó utandyra í tvo vetur í kulda og trekki. Óskað er eftir því að við opnun húsnæðisins í haust verði tryggt að það verði framvegis haft opið fyrir farþega um kvöld og helgar, jafnlengi og strætisvagnar ganga. Þá eru þær óskir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ítrekaðar að við nýtt innanhússkipulag skiptistöðvarinnar verði hagsmunir strætisvagnafarþega hafðir í fyrirrúmi. Sérstaklega verði t.d. hugað að því að úr stöðinni verði gott útsýni til þeirra vagna sem koma akandi að stöðinni eins og gert var ráð fyrir í upphaflegri hönnun hennar. Slíkir sjónásar voru fyrir hendi fyrstu áratugina sem stöðin var starfrækt en síðari tíma breytingar á húsnæðinu höfðu þau óheppilegu áhrif í för með sér að útsýni farþega skertist verulega. Nú er tækifæri til að bæta úr að þessu leyti að nýju og er eindregið óskað eftir því að það verði gert.

 23. Lagður fram ársreikningur lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2016.

   

  Gerður Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  R17040003

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. júní 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag milli Íslandsbanka hf. og Reykjavíkurborgar um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara undir lóðum á Kirkjusandsreit. R13020066

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. maí 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. maí 2017 á tillögu að hækkun leiguverðs Félagsbústaða um 5% frá 1. júlí 2017 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillöguna, dags. 7. júní 2017. R16120017

  Samþykkt með þeirri breytingu að hækkunin taki gildi 1. ágúst nk.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Það vekur sérstaka athygli að á meðan verðbólga er í lágmarki skuli meirihluti borgarstjórnar sjá ástæðu til að hækka leiguverð Félagsbústaða um 5% umfram hækkun vegna vísitölu og verðbólgu. Mikilvægt er að séð verði til þess að þessar miklu hækkanir hafi ekki íþyngjandi fjárhagsleg áhrif á leigjendur Félagsbústaða.

   

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Hækkun á leigu hjá Félagsbústöðum er nauðsynleg til að tryggja sjálfbæran rekstur félagsins. Á sama tíma eru sérstakar húsnæðisbætur hækkaðar, í því skyni að leigjendur finni sem allra minnst fyrir hækkun Félagsbústaða, en einnig til að styðja við tekjulága leigjendur á almennum markaði.  Áfram verður fylgst með mögulegri þörf fyrir frekari hækkanir en áhersla lögð á að hækka þá húsnæðisstuðning til mótvægis til að verja leigjendur fyrir hækkunum.

   

  Regína Ásvaldsdóttir, Auðun Freyr Ingvarsson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Einar Bjarki Gunnarsson og Agnes Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. maí 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. maí 2017 á tillögum á breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt greinargerð og fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillögurnar, dags. 6. júní 2017. R16100329

  Samþykkt.

   

  Regína Ásvaldsdóttir, Auðun Freyr Ingvarsson, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Einar Bjarki Gunnarsson og Agnes Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 27. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 6. júní 2017, þar sem ársskýrsla ferlinefndar fatlaðs fólks fyrir árið 2016 er lögð fram til kynningar. R14070101

  Magnús Már Guðmundsson og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2017, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga til samninga við eigendur Háls og Morastaða, aðliggjandi jarða að landspildu úr landi Tindstaða, um kaup á landspildunni á grundvelli verðmats fasteignasala. R16050201

  Frestað.

  Fylgigögn

 29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. júní 2017, ásamt fylgigögnum:

   

  Meðfylgjandi er viljayfirlýsing um þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins. Efni hennar er í góðu samræmi við erindi til félags- og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, dags. 30. júlí 2013 og samrit sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, annars vegar og hins vegar erindi sent Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra og samrit sent Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, dags 7. mars 2017. Lagt er til að borgarráð staðfesti viljayfirlýsinguna og að Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, og Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, verði falið að vera fulltrúar borgarinnar sem fá það hlutverk að fylgja henni eftir, sbr. ákvæði hennar um að tveir fulltrúar hvors aðila um sig hafi það hlutverk með höndum. R17030062

   

  Samþykkt.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

   

  Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina styður samkomulagið en bendir á að þetta mál er á algjöru frumstigi enda á eftir að kanna betur hvort það gangi upp að byggja íbúðarhúsnæði á hluta þessara lóða svo sem á lóð Veðurstofunnar og á Borgarspítalalóðinni.

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirliggjandi samkomulag en benda á að á ákveðnum lóðum gæti verið ástæða til að skoða annars konar uppbyggingu en þétta og háreista íbúabyggð. Til dæmis gæti komið til greina að nýta Landhelgisgæslulóðina við Ánanaust í því skyni að bæta úr brýnni þörf fyrir aðstöðu fyrir íþróttastarf barna og unglinga í gamla vesturbænum.

 30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að nú þegar verði hafin vinna við að undirbúa lækkun fasteignaskatta hjá Reykjavíkurborg vegna hækkunar fasteignamats langt umfram eðlilega verðlagsþróun. Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5%. Miða skal við að Reykjavíkurborg leggi lægri skattprósentu en nú er í gildi á nýtt og hærra fasteignamat til að draga úr skattbyrði borgarbúa. R17060064

   

  Frestað.

 31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Lagt er til að ráðist verði í lagfæringar á göngubrúnni yfir Elliðaár í Víðidal, neðan Breiðholtsbrautar. Brúin er illa farin og ráðast þarf í lagfæringar og viðhald á brúnni sem fyrst í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Æskilegt að þannig verði gengið frá brúnni að hún verði fær fötluðum sem og fólki með barnavagna.  R17060065

   

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:20

S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson
Heiða Björg Hilmisdóttir
Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Líf Magneudóttir

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 9 =