Fundur nr. 5454 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5454

Fundur nr. 5454

Borgarráð

Ár 2017, fimmtudaginn 1. júní, var haldinn 5454. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráði og hófst klukkan 9.09. Viðstödd voru S.Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg B Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson, Linda Sif Sigurðardóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð

Fundaritari:: 
Helga Björk Laxdal
 1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 16. maí 2017.

  Fylgigögn

 2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 21. mars, 18. apríl og 16. maí 2017.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 22. maí 2017.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. maí 2017.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 18. maí 2017.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. maí 2017.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. apríl 2017.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. maí 2017.

  Fylgigögn

 9. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. og 31. maí 2017.

  B-hlutar fundargerðanna samþykktir.

  Fylgigögn

 10. Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 23. maí 2017.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram yfirlit yfir fundi borgarstjóra með fulltrúum stjórnvalda í mars og apríl 2017.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaði sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

 14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 63-71 við Hólavað, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 43 við Fiskislóð, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 45 við Fiskislóð.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðanna nr. 26 og 28 við Brautarholt, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits austur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Kárastíg, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Esjuhof, spildu úr Hofslandi I við Esjurætur á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún, ásamt fylgiskjölum.

  Frestað.

  Fylgigögn

 23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2 vegna lóðarinnar nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2 vegna lóðarinnar nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg, ásamt fylgiskjölum.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2017, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2017, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál. R17050123

  Samþykkt.

 27. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2541/2016: Sæsteinn ehf. gegn Reykjavíkurborg R16090010

  Fylgigögn

 28. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2017, varðandi tillögu að samkomulagi um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum. Jafnframt er lögð fram umsögn Barnavistunar, dags. 14. júní 2017.

  Frestað. R17050144

  Fylgigögn

 29. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um umferð vegna uppbyggingar á BYKO-reit, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017. R17030296

  Fylgigögn

 30. Lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við rekstur ferju og bátastrætós á Faxaflóa, sbr. 37. lið fundargerð borgarráðs frá 9. febrúar 2017. R15020047

  Fylgigögn

 31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. maí 2017, með lista yfir samþykktar ferðaheimildir starfsmanna og kjörinna fulltrúa frá janúar-mars 2017 á vegum borgarráðs og borgarstjórnar. R17050148

  Fylgigögn

 32. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. maí 2017, þar sem drög að erindisbréfi matsnefndar vegna undirbúnings ákvörðunar um veitingu stofnframlaga á árinu 2017 eru lögð fram til kynningar. R17020190

  Fylgigögn

 33. Lagt fram bréf borgarstjóra Parísar, dags. 26. maí 2017, þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við umsókn Parísar vegna Ólympíuleikanna 2024, ásamt fylgiskjölum. R17050186

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 34. Lögð fram skýrsla starfshóps um túlka og þýðingarþjónustu, dags. í febrúar 2017, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, innkaupadeildar og innkauparáðs frá 23. maí 2017. R12110135

  Tillögur starfshópsins eru samþykktar.

  Fylgigögn

 35. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 24. maí 2017, varðandi drög að úthlutunarreglum Miðborgarsjóðs. R17050180

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 36. Lagt fram erindi Sveinbjörns Freys Arnaldssonar f.h. Íslenska olíufélagsins, dags. 21. apríl 2017, varðandi útboð nr. 13914, 13885, 13886 og 13887 og varða gervigras ásamt umsögn innkaupadeildar frá 23. maí 2017 þar sem mælt er með því að kröfum verði hafnað. R17040140

  Kröfum samkvæmt framlögðu erindi er hafnað með vísan til rökstuðnings í framlagðri umsögn.

  Fylgigögn

 37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. maí 2017, ásamt fylgiskjölum:

   

  Lagt er til að borgarráð samþykki að endurskoða lánsfjáráætlun borgarsjóðs og auka lántökur borgarsjóðs um allt að 5.000 m.kr. á fyrri hluta ársins í tengslum við væntanlegt uppgjör á lífeyrisskuldbindingum við A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs. Í fylgiskjali er að finna áhrifin af sjóðstreymi A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.

   

  Greinargerð fylgir tillögunni. R17020176

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. maí 2017:

   

  Lagt er til að borgarráð samþykki að fara í útboð á skuldabréfaflokkum borgarinnar 14. júní nk.

   

  Greinargerð fylgir tillögunni. R16120032

  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. maí 2017, ásamt fylgiskjölum:

   

  Lagt er til að borgarráð samþykki tilraunaverkefni um Tónlistarborgina Reykjavík til ársloka 2020 og að auglýsa eftir verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar Reykjavík. Áætlaður kostnaður fyrir júlí til desember árið 2017 er 4.855.000 kr. vegna launa og launatengdra gjalda og 1.652.000 vegna starfs- og verkefnakostnaðar, samtals 6.507.000 kr. sem greiðist af kostnaðarstað ófyrirséð (09205). Kostnaði vegna áranna 2018-2020 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Verkefnisstjóri Tónlistarborgarinnar vinni að eflingu tónlistar í Reykjavík í samræmi við hjálagða skýrslu og tillögur starfshóps um Tónlistarborgina Reykjavík. Lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi ráðgjafanefndar um Tónlistarborgina Reykjavík sem verður verkefnastjóra til ráðgjafar og stuðnings. Verkefnastjórinn geri starfs- og fjárhagsáætlun fyrir hvert starfsár leggi fyrir borgarráð og menningar- og ferðamálaráð.

   

  Greinargerð fylgir tillögunni. R16100002

  Samþykkt.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

   

  Við samþykkjum fjárveitingu til tilraunaverkefnisins Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur sem felst í ráðningu verkefnisstjóra og áskiljum okkur rétt til að taka síðar afstöðu til kostnaðarþátttöku borgarinnar vegna einstakra tillagna.

   

  Svanhildur Konráðsdóttir og Sigtryggur Baldursson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 40. Fram fer kynning á skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á stjórnun upplýsingatæknimála hjá A-hluta Reykjavíkurborgar.

   

  Sigrún Lilja Sigmarsdóttir og Ingunn Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R16120034

   

  -             Kl. 11.25 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 41. Fram fer kynning á skýrslum Félagsvísindastofnunar um greiningu á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg, dags. í apríl og maí 2017.

   

  Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ævar Þórólfsson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Ragnhildur Ísaksdóttir og Atli Atlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17050105

  Fylgigögn

 42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. maí 2017, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við samkomulag Reykjavíkurborgar, íslenska ríkisins og Hörpu ohf. um framlengingu og endurskoðun á sérstökum framlögum um eitt ár eða til ársloka 2017. Með viðaukanum er annars vegar leyst úr bráðavanda Hörpu til að tryggja greiðsluhæfi félagsins til skamms tíma og hins vegar sett af stað ítarleg rýning á rekstri Hörpu með það að markmiði að bæta reksturinn og koma honum í sem sjálfbærast horf til lengri tíma. Niðurstöður rekstrarrýningarinnar eiga að liggja fyrir í október 2017. R17010048

   

  Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Óskað er eftir að málinu verði frestað um viku.

   

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

   

  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar.

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. maí 2017:

   

  Lagt er til að borgarráð samþykki að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs hækki um 207.000 þ.kr. vegna viðbótarframlags til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs, dags. 23. maí 2017, sbr. mál nr. R17010048. Kostnaðaraukinn verði fjármagnaður af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð, og færist á kostnaðarstað 03145, framlag til tónlistar- og ráðstefnuhúss. R17020176

   

  Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Óskað er eftir að málinu verði frestað um viku.

   

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

   

  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögu borgarstjóra til borgarstjórnar.

  Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. maí 2017, ásamt fylgiskjölum:

   

  Lagt er til að borgarráð vísi eftirtöldum tillögum og hjálögðum drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til samþykktar borgarstjórnar. Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til 2020 er róttæk, félagsleg og stórhuga og mætir þeirri fjölbreyttu þörf sem kallað er eftir á húsnæðismarkaði. Mikilvægt er að vinna í nánu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt að fleiri en Reykjavík mæti stöðunni með auknum uppbyggingarhraða, fjölgun leiguíbúða, stúdentaíbúða, íbúða fyrir aldraða og þá fjölbreyttu búsetukosti sem sveitarfélögin þurfa að mæta. Samhliða staðfestingu húsnæðisáætlunar er lagt til að eftirtaldar tillögur í húsnæðismálum verði samþykktar. R17030164

   

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 45. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Gissurargötu 6. R17010184

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 8. R17020003

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 47. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. maí 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gefa Bjargi hses. vilyrði um úthlutun lóða að Nauthólsvegi 79 og við Kleppsmýrarveg. R16110125

  Samþykkt.

   

  -             Kl. 12.00 víkur borgarstjóri af fundinum.

  Fylgigögn

 48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

   

  Nú liggur fyrir svar frá skóla- og frístundasviði, dags. 18. maí 2017 við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í skóla- og frístundaráði varðandi forfallakennslu. Ljóst er að lagaskylda borgarinnar er skýr þegar kemur að rétti nemenda til lámarksfjölda kennslustunda og ekki er heimilt að skerða kennslutíma. Skóla- og frístundasvið hefur ekki viðmiðunarleiðbeiningar eða stuðning við grunnskóla til að uppfylla þessa lagaskyldu sína þegar kemur að mönnun forfallakennslu. Nemendur eru misviðkvæmir fyrir því að fá ekki allar kennslustundir í námsfögum og kann slíkt að hafa áhrif á möguleika þeirra til náms í framhaldsskólum. Má t.d. nefna hóp barna sem þurfa mikinn stuðning innan skólakerfisins, t.d. börn með greiningar og börn sem hafa íslensku ekki að móðurmáli sínu. Því óskum við eftir svari frá meirihluta borgarstjórnar hvort og þá til hvaða aðgerða hann hyggst grípa, þannig að hægt sé að tryggja nemendum á unglingastigi fullan kennslutímafjölda eins og lög kveða á um. R17060014

 49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

   

  Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hversu margir a) starfshópar og b) stýrihópar hafa verið stofnaðir frá upphafi kjörtímabilsins 16. júní 2014 og fram til dagsins í dag 1. júní 2017. Óskað er eftir sundurgreindum upplýsingum á fjölda þeirra hópa, heiti hópa, nafn ábyrgðaraðila, hversu margir sitja í hópnum, hver skipar þá, tímarammanum sem hópnum er ætlað að starfa, hverjir hafa lokið störfum og hvenær þeim lauk þá og hvaða hópar eru með frest til skila. Óskað er eftir að starfshóparnir séu sundurgreindir eftir sviðum. R17060016

 50. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

   

  Framsókn og flugvallarvinir ítreka fyrirspurn sína frá 6. apríl 2017, lið 40 er varðar launakjör og ráðningarsamning borgarstjóra, m.a. hvort að laun borgarstjóra verði aftengd ákvörðun kjararáðs eins og gert hefur við varðandi laun annarra borgarfulltrúa. R16110090

 51. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Lagt er til að undirbúningur verði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla. Mun fleiri nemendur eru nú í skólanum en hann rúmar með góðu móti og hefur það margvíslegan vanda í för með sér: aðgengi fyrir fatlaða er óviðunandi, mötuneyti skólans stenst ekki kröfur, salernisaðstaða nemenda og starfsfólks er úrelt og óásættanleg, sérkennsluaðstöðu er ábótavant, aðstöðuskortur háir sérgreinakennslu og starfsaðstaða kennara er af mjög skornum skammti. Miðað við fyrirliggjandi spár um fjölda nemenda er ljóst að húsnæðisþörf Melaskóla verður ekki leyst til framtíðar án viðbyggingar. R17060018

   

  Frestað.

 52. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Lagt er til að þegar í stað verði gripið til úrbóta vegna bráðavanda í húsnæðismálum Melaskóla. Ráðast þarf í aðkallandi viðhaldsframkvæmdir í skólanum í sumar, t.d. málun innanhúss og gólfviðgerðir. Þá þarf að leita allra leiða til að tryggja skólanum viðbótarhúsnæði fyrir skólabyrjun í haust, t.d. með því að bæta tveimur færanlegum kennslustofum við á skólalóðina og/eða skoða leigu á rýmum í nágrenni skólans sem nefnd hafa verið í þessu sambandi. Umrætt viðbótarhúsnæði yrði tímabundin bráðabirgðalausn þar til viðbygging myndi leysa vandann til framtíðar. R17060018

   

  Frestað.

 53. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn einu sinni ósk sína, upphaflega frá árinu 2012, um að fá lögfræðilegt álit á því hvort staðsetning benzínstöðvar við Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti samræmist reglum ríkisins og Reykjavíkurborgar um benzínstöðvar, t.d. reglum Brunamálastofnunar um brunavarnir benzínstöðva. Í umræddum reglum segir m.a. að fjarlægð milli mannvirkja benzínstöðvar og byggingar, þar sem fólk vistast eða dvelur um lengri tíma, t.d. skóla, skuli að lágmarki vera tólf metrar. Einnig segir að benzínstöðvar beri að skipuleggja þannig að ekki skapist óþarfa umferð um afgreiðslusvæði þeirra en töluverð umferð skólabarna er um stöðina vegna nálægðar hennar við nærliggjandi skóla- og frístundastarf. Umrædd benzínstöð, sem reist var árið 2005, er skammt frá Ingunnarskóla, frístundaheimilinu Stjörnulandi og félagsmiðstöðinni Fókusi. Árum saman hafa foreldrar barna í Grafarholti gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og m.a. kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist benzínfnykur inn í skólahúsnæðið. Furðu sætir að sjálfsögð fyrirspurn sem þessi skuli hrakhraufast um borgarkerfið árum saman en það segir ákveðna sögu um vinnubrögð núverandi borgarstjórnarmeirihluta og áhugaleysi hans á málinu. R15030097

Fundi slitið klukkan 12.08

S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson
Elín Oddný Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon
Halldór Halldórsson
Sveinbjörg B Sveinbjörnsdóttir

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 5 =