Fundur nr. 339 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 339

Fundur nr. 339

Velferðarráð

Ár 2018, miðvikudagur 24. október, var haldinn 339. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:22 í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Dís Sigurgeirsdóttir og Elínrós Hjartardóttir sem ritaði fundargerð.

Fundarritari: 
Elínrós Hjartardóttir
 1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

 2. Fram fer kynning á umbreytingu á þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Þjónustustefnan sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili samræmist vel áherslum velferðarráðs um einstaklingsmiðaða þjónustu, einföldun verkferla og lágmörkun biðtíma eftir þjónustu. Mikilvægt er að unnið verði að rafrænum lausnum af fullum krafti og velferðarsvið verði áfram í forgangi hjá rafrænni þjónustumiðstöð og að velferðartækni verði nýtt. Fulltrúarnir leggja einnig áherslu á gott viðmót við þá einstaklinga sem sækja þjónustu til borgarinnar. Áherslan á að vera sú að þjónustan sé vinsamleg og valdeflandi. Mikilvægt skref í þá átt er að undirbúa og aðlaga fræðsluáætlun sviðsins að þessum markmiðum og auka kennslu í bæði hvernig haga skal notendasamráði og samskiptum.

  Þröstur Sigurðsson deildarstjóri, Arna Ýr Sævarsdóttir verkefnastjóri og Edda Jónsdóttir verkefnastjóri hjá rafrænni þjónustumiðstöð taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 3. Fram fer kynning á rafvæðingu umsókna og þjónustu á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Huga þarf að eldri borgurum og öðrum sem ekki nýta sér rafræna þjónustu eða rafrænar leiðir til samskipta. Hvernig fær þessi hópur upplýsingar um þjónustu borgarinnar og réttindi sín í borgarkerfinu? Notendamiðuð hönnun nýtist ekki þeim sem ekki notar þjónustuna. Í þessari hröðu þróun rafrænnar tækni er alltaf hætta á að fólk sem ekki vill eða getur af einhverjum ástæðum notað tæknina gleymist, verði út undan og týnist í kerfinu. Hættan er þá sú að þetta fólk viti ekki um réttindi sín og sé jafnvel að missa af þjónustu sem það þarfnast og á rétt á. Það verður að vera full yfirsýn yfir þennan hóp einstaklinga sem ekki notar rafræna þjónustu svo hægt sé að mæta þeim á þeirra forsendum. Finna þarf þessa einstaklinga, setja sig í samband við þá með bréfapósti, símtölum eða heimsóknum til að fá fullvissu fyrir að þeir séu að fá þá þjónustu sem þeir þarfnast og hafi allar upplýsingar um réttindi sín.

  Fulltrúar Samylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna taka undir að sérstaklega þurfi að huga að þjónustu til eldri borgara og aðferðum við að ná til þeirra. Þjónustan má aldrei vera þannig að hún sé eingöngu fáanleg í gegnum rafrænt ferli. Fulltrúarnir eru þess fullvissir að velferðarsvið og starfsmenn við innleiðingu rafrænna ferla séu meðvitaðir um slíkar þarfir og muni taka þær til greina við innleiðingu og þjónustuveitingu borgarinnar.

  Arna Ýr Sævarsdóttir verkefnastjóri og Edda Jónsdóttir verkefnastjóri hjá rafrænni þjónustmumiðstöð taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 4. Fram fer kynning á hugmyndum um samfélagshús.

  Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 5. Fram fer kynning á fræðsluáætlun velferðarsviðs haustið 2018.

  Anna Guðmundsdóttir mannauðstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 6. Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrir árið 2019.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 7. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs, dags. 16. október 2018, fyrir janúar til ágúst 2018.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Óskað er eftir upplýsingum um stöðu innleiðingar á Breiðholtslíkaninu (snemmtækri íhlutun) í öll hverfi borgarinnar.

 9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Hvernig mun velferðarsvið bregðast við brotthvarfi Prime Tours úr ferðaþjónustu fatlaðra? Alls detta 15 bílar í ferðaþjónustunni út, þar af 10 fyrir fólk sem notar hjólastól.

 10. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltúa Flokks fólksins:

  Biðlistarvandinn virðist vera viðvarandi vandi í borginni þegar kemur að börnum. Börn þurfa að bíða í langan tíma, allt að ár eftir margs konar þjónustu. Vitað er til að það er biðlisti einnig í ýmis konar námskeið á vegum þjónustumiðstöðva. Óskað er eftir að fá ítarlega stöðu biðlista sundurliðaðan eftir hverfum í þau námskeið sem þjónustumiðstöðvar bjóða börnum og foreldrum þeirra upp á: 1. PMTO foreldranámskeið, 2. Fjörkálfar, 3. Mér líður eins og ég hugsa, 4. Klókir krakkar, 5. Klókir litlir krakkar.

Fundi slitið klukkan 14:55

Undir fundargerð rita: 
Heiða Björg Hilmisdóttir
Elín Oddný Sigurðardóttir
Alexandra Briem
Magnús Már Guðmundsson
Kolbrún Baldursdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir
Egill Þór Jónsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =