Fundur nr. 333 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 333

Fundur nr. 333

Velferðarráð

Ár 2018, föstudaginn 22. júní, var haldinn 333. fundur Velferðarráð. Fundurinn var haldinn í Hofi Borgartúni 12-14 og hófst klukkan 18:07. Viðstödd voru Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Sanna Magdalena Mörtudottir, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Elínrós Hjartardóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð

Fundaritari:: 
Dís Sigurgeirsdóttir
 1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu í velferðarráð.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram samþykkt um velferðarráð Reykjavíkurborgar, dags. 7. júní 2005.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kosning varaformanns velferðarráðs.

  Tillaga meirihluta að Elín Oddný Sigurðardóttir verði varaformaður.

  Samþykkt samhljóða.

 4. Fram fer kosning fulltrúa áfrýjunarnefndar og kosning varamanna.

  Meirihluti í velferðarráði leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Heiða Björg Hilmisdóttir aðalmaður, fyrsti varamaður hennar Elín Oddný og annar varamaður Magnús Már Guðmundsson. Tillaga frá minnihluta velferðarráðs: Sanna Magdalena Mörtudóttir aðalmaður, fyrsti varamaður hennar Egill Þór Jónsson og annar varamaður Kolbrún Baldursdóttir. Fyrir hönd velferðarsviðs eru tilnefndir Þóra Kemp, deildarstjóri, fyrsti varamaður hennar Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri og annar varamaður Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri.

  Samþykkt samhljóða.

  Lögð fram tillaga um að Heiða Björg Hilmisdóttir verði formaður áfrýjunarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

  Fylgigögn

 5. Fram fer undirritun þagnareiðs velferðarráðsfulltrúa.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs frá júní til desember 2018.

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning á starfsemi velferðarsviðs.

 8. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 21. júní 2018, um stofnun félags leigjenda hjá Félagsbústöðum.

  Frestað.

  Fylgigögn

 9. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 21. júní 2018, um stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs.

  Kl. 12:19 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundi.

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð óskar eftir samantekt á notendasamráði við ákvarðanatöku og framkvæmd velferðarþjónustu, yfirlit yfir helstu notendahópa, hvort til eru samtök í forsvari fyrir þá og hvernig samráði við þá notendahópa hefur verið háttað.  Hvernig hefur úrvinnsla verið á niðurstöðu samráðsins? Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig notendasamráð er framkvæmt hjá velferðarsviðum borga í löndunum í kringum okkur. Ennfremur verði kannað hvaða samráð er lögbundið.

  Frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:44

Heiða Björg Hilmisdóttir
Magnús Már Guðmundsson
Alexandra Briem
Egill Þór Jónsson
Sanna Magdalena Mörtudottir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =