Fundur nr. 331 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 331

Fundur nr. 331

Velferðarráð

Ár 2018, föstudaginn 11. maí, var haldinn 331. fundur Velferðarráð. Fundurinn var haldinn í Hofi 7. hæð. og hófst klukkan 14:38. Viðstödd voru Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson, Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Elínrós Hjartardóttir sem ritaði fundargerð

Fundaritari:: 
Elínrós Hjartardóttir
 1. Fram fer kynning á starfinu á milli funda velferðarráðs

 2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 9. maí 2018, um tímabundna styrkingu á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur.

  -        Kl. 10.12 tekur Ilmur Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Samþykkt.

  Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 9. maí 2018, um samstarf við velferðarráðuneytið um nýtt langtímaúrræði fyrir ungmenni í vanda.

  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Samþykkt.

  Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram minnisblað dags. 7. maí 2018, um 5 ára fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2019 til 2023, ásamt yfirliti um skuldbindingar og áhættur í rekstri 2019 til 2023.

  Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri á skrifstofu velferðarsviðs, gerir grein fyrir málinu.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fjárfestingaáætlun velferðarsviðs dags. 7. maí 2018, fyrir tímabilið 2019 til 2023.

  Agnes Sif Andrésdóttir, fjármálastjóri á skrifstofu velferðarsviðs, gerir grein fyrir málinu.

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs, dags. 8. maí 2018, frá janúar til mars 2018.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 10:45

Elín Oddný Sigurðardóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
Sverrir Bollason
Kristín Elfa Guðnadóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Börkur Gunnarsson
Áslaug María Friðriksdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 2 =