Fundur nr. 330 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 330

Fundur nr. 330

Velferðarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 3. maí var haldinn 330. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.07 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir og Örn Þórðarson. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Sigþrúður E. Arnardóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

 1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

  -    Kl. 13:17 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

 2. Lögð fram kortlagning á úrræðum, samningum og styrkjum Reykjavíkurborgar vegna fíknivanda, sbr. bókun frá fundi velferðarráðs þann 12 október 2017, ásamt minnisblaði sviðsstjóra, dags. 30. apríl 2018.

  -    Kl. 13:30 tekur Jórunn Pála Jónasdóttir sæti á fundinum.

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð þakkar fyrir kyngreinda samantekt á úrræðum fyrir fólk í fíknivanda.
  Fram kom að biðlistar væru eftir plássum á áfangaheimilum. Ráðið óskar eftir nánari upplýsingum um þá biðlista og hlutfall kynja á þeim, einnig útskýringum á háu hlutfalli karla á þessum sömu áfangaheimilum. Velferðarráð vill vísa því til sviðsins að leita til háskólasamfélagsins til að rannsaka þarfir kvenna í fíknivanda og hvernig sé best að bæta kerfið til að bregðast við því. Einnig vísum við minnisblaði um útvíkkun reglna um stuðning inn á heimili til foreldra í fíknivanda til heildarendurskoðunar á stuðningsþjónustureglum.

  Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir frá deild gæða og rannsókna tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð þakkar fyrir kyngreinda samantekt á úrræðum fyrir fólk í fíknivanda.

  Fram kom að biðlistar væru eftir plássum á áfangaheimilum. Ráðið óskar eftir nánari upplýsingum um þá biðlista og hlutfall kynja á þeim, einnig útskýringum á háu hlutfalli karla á þessum sömu áfangaheimilum.

  Velferðarráð vill vísa því til sviðsins að leita til háskólasamfélagsins til að rannsaka þarfir kvenna í fíknivanda og hvernig sé best að bæta kerfið til að bregðast við því.

  Einnig vísum við minnisblaði um útvíkkun reglna um stuðning inn á heimili til foreldra í fíknivanda til heildarendurskoðunar á stuðningsþjónustureglum.

 3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga velferðarráðs, dags. 30. apríl 2018, um að fjölga samningum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) með áorðnum breytingum, ásamt minnisblaði, dags. 30. apríl 2018.

  Lagt er til að samþykkt verði að fjölga NPA samningum um sex til sjö á árinu 2018 til að mæta viðbótarframlagi frá ríkinu. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna aukningarinnar er metinn á 97,3 mkr. á ársgrundvelli.

  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Samþykkt.

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Brýn þörf er á að ljúka heildarendurskoðun í stuðningsþjónustu samhliða því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir taka gildi. Skoða þarf fjármögnun og hvort stuðningsþjónusta með nýjum reglum eigi að vera bundinn liður.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Brýn þörf er á að ljúka heildarendurskoðun í stuðningsþjónustu samhliða því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir taka gildi. Skoða þarf fjármögnun og hvort stuðningsþjónusta með nýjum reglum eigi að vera bundinn liður.

 4. Lögð fram tillaga að úthlutun úr forvarnarsjóði fyrir árið 2018. 
  Samþykkt.

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð felur sviðinu að meta hvort gera eigi samstarfssamninga til lengri tíma um verkefni sem hafa hlotið úthlutun úr sjóðnum ítrekað undanfarin ár. Reglur og kynning forvarnarsjóðsins verði rýnd með tilliti til þess að auka jafningjastarf meðal barna og ungmenna. Þá verði hugað að hlutverki og samhengi við heilsuverndarstefnu og mögulega endurskoðun forvarnarstefnu.

  Guðrún Halla Jónsdóttir, verkefnastjóri í Miðgarði - þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð felur sviðinu að meta hvort gera eigi samstarfssamninga til lengri tíma um verkefni sem hafa hlotið úthlutun úr sjóðnum ítrekað undanfarin ár. Reglur og kynning forvarnarsjóðsins verði rýnd með tilliti til þess að auka jafningjastarf meðal barna og ungmenna. Þá verði hugað að hlutverki og samhengi við heilsuverndarstefnu og mögulega endurskoðun forvarnarstefnu.

 5. Fram fer kynning á drögum að fimm ára fjárhagsáætlun velferðarsviðs.

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á drögum að fimm ára fjárfestingaáætlun velferðarsviðs. 

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning á ársskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2016-2017. 

  Ingi Poulsen, umboðsmaður borgarbúa, og Bára Sigurjónsdóttir lögfræðingur, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

   

  Fylgigögn

 8. Lögð fram tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur, frá ungmennaráði Kjalarness um gjaldfrjáls námsgögn reykvískra 16-18 ára nemenda í framhaldskólum í formi styrkja, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar Reykjavíkurráðs ungmenna frá 27. febrúar 2018, ásamt minnisblaði sviðsstjóra. 
  Frestað.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um mönnun í búsetukjörnum, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 5. apríl 2018.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:05

Elín Oddný Sigurðardóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
Sverrir Bollason
Kristín Elfa Guðnadóttir
Jórunn Pála Jónasdóttir
Örn Þórðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 1 =