Fundur nr. 226

Fundur nr. 226

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 15. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.37. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. desember nk.

   

  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

   

  Skýrsla starfshóps um mótun stefnu í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. desember 2017

  Umræða um að gera fjármál hverfana aðgengileg

  Umræða um málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts

  Kosning skrifara

  Tillaga forsætisnefndar um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar 2. janúar 2018

  Fylgigögn

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

   

  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að umræður fari fram um málefni eftirfarandi hverfa á tilgreindum borgarstjórnarfundum: 19. desember 2017 málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts. Fyrri fundur í janúar 2018 málefni Breiðholts. 16. janúar 2018 málefni Grafarvogs. 6. febrúar 2018 málefni Norðlingaholts. 20. febrúar 2018 málefni Grafarholts og Úlfarsárdals.

  6. mars 2018 málefni Kjalarness. 20. mars 2018 Málefni Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis. 3. apríl 2018 málefni Langholts-, Laugarnes- og Vogahverfis. 17. apríl 2018 málefni Hlíða, Holta- og Háaleitishverfis. Fyrri fundur í maí 2018 málefni Austurbæjar, Miðbæjar og Norðurmýrar. 15. maí 2018 málefni Vesturbæjar.

   

  Frestað.

 3. Fram fer umræða um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa vegna fjölgunar borgarfulltrúa.

  Samþykkt að boða til starfsdags forsætisnefndar 19. janúar 2018.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um kynjahlutföll í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar.

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 5. desember 2017 á tillögu um að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. desember 2017, þar sem tilkynnt er að Magnús Arnar Sigurðarson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í menningar- og ferðamálaráði í stað Trausta Harðarsonar frá og með 1. janúar 2018. Jafnframt er tilkynnt að Bergþór Smári Pálmason Sighvats taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í stað Björns Ívars Björnssonar frá og með 1. janúar 2018.

 7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. desember 2017, þar sem tilkynnt er að Jón Finnbogason taki sæti áheyrnarfulltrúa í stað Snædísar Karlsdóttur í hverfisráði Hlíða frá og með 1. janúar 2018. Jafnframt er tilkynnt að Rakel Dögg Óskarsdóttir taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Björns Ívars Björnssonar frá og með 1. janúar 2018.

Fundi slitið klukkan 11:47

Líf Magneudóttir
Halldór Auðar Svansson
Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =