Fundur nr. 223 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 223

Fundur nr. 223

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 3. nóvember, var haldinn 223. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

 1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. nóvember nk. R17010108

  Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

  Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018, fyrri umræða, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október, ásamt greinargerð fjármálaskrifstofu með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. nóvember

  Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2018-2022, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október

  Svar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna bæklings um húsnæðismál

 2. Lögð fram tillaga borgarlögmanns að ákvæði í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar, dags. 4. september 2017. R17090019

  Vísað til borgarstjórnar.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. október 2017, breytt 1. nóvember 2017, varðandi tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R17100263

  Fylgigögn

 4. Lagt fram svar skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 1. nóvember 2017, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um varaáheyrnarfulltrúa í borgarráði, dags. 24. október 2017. R17110003

  Fylgigögn

 5. Lagt fram tölvubréf Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur þar sem óskað er eftir að borgarfulltrúum verði veittur aðgangur að gögnum borgarráðs aftur í tímann, dags. 24. október 2017. R17110003

  Frestað.

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um dagskrá sameiginlegan fund borgarstjórnar og öldungaráðs sem fram fer 14. nóvember nk. R16080033

  Guðrún Ágústsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 16. október 2017, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu Elínborgar Unu Einarsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts um árlegan styrk til ungmennaráða sem var samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunargerðar skóla- og frístundasviðs 2018 á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna sem haldinn var þann 28. febrúar 2017, ásamt fylgiskjölum. R17030001

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 17. október 2017, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu Alex Snæs Baldurssonar frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um samræmdan opnunartíma félagsmiðstöðva í Reykjavík sem vísað var til meðferðar skóla- og frístundasviðs á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna sem haldinn var þann 28. febrúar 2017, ásamt fylgiskjölum. R17030003

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 16. október 2017, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu Sigríður Höllu Eiríksdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um aðkomu ungmenna að ráðningu hlutastarfsmanna í félagsmiðstöðvum borgarinnar sem vísað var til meðferðar skóla- og frístundasviðs á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna sem haldinn var þann 28. febrúar 2017, ásamt fylgiskjölum. R17030004

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 09:58

Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Halldór Auðar Svansson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 12 =