Fundur nr. 2 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 2

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2018, mánudaginn 20. ágúst var haldinn 2. fundur menningar- íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Örn Þórðarson og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram, Steinþór Einarsson, Andrés Andreasen, Huld Ingimarsdóttir, Helga Björnsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundarritari: 
Inga María Leifsdóttir
 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. júní sl. vegna kosningar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. RMF18060004

  Fylgigögn

 2. Lögð fram til samþykktar starfsáætlun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 2018-2019. RMF18060004

  Samþykkt.

  Kl. 13.33 tekur Katrín Atladóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri menningar- og ferðamálasviðs. RMF18050002

 4. Lagt fram til kynningar skipurit menningar- og ferðamálasviðs. RMF18050002

  Fylgigögn

 5. Lagðar fram til samþykktar reglur um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. RMF18040006

  Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

   

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

   

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að fram séu komin verðlaun sem nefnd eru eftir Guðrúnu Helgadóttur og vonast til að tilkoma þeirra hafi jákvæð og hvetjandi áhrif á útgáfu barnabóka í landinu.

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram til samþykktar úthlutunarreglur og áherslur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna úthlutunar styrkja til menningarmála úr borgarsjóði fyrir árið 2019. RMF18080005

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 7. Lagðar fram reglur um Ásmundarsafn.

  Samþykkt að Hjálmar Sveinsson og Katrín Atladóttir taki í stjórn safnsins til næstu fjögurra ára. Samþykkt að Hjálmar Sveinsson verði formaður stjórnar Ásmundarsafns. RMF18080006

  Fylgigögn

 8. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 2. júlí 2018 varðandi tennishús í Laugardal.

  Vísað til sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs til skoðunar.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram boðsbréf frá Gautaborg dags. 4. júlí sl. um þátttöku á norrænni vinabæjarráðstefnu um íþrótta-, tómstunda- og frístundamál dagana 26.-28. september 2018.

  Samþykkt að þiggja boðið.

  Vísað til meðferðar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs og formanns menningar-, íþrótta og tómstundaráðs.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. júní 2018 varðandi Fossvogsbrú.

  Vísað til sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram minnisblað hjólaskautafélagsins Roller Derby Ísland um hjólaskautaaðstöðu.

  Fylgigögn

 12. Fram fer umræða um rekstur sundlauga Reykjavíkurborgar.

 13. Lagt fram yfirlit um aðsókn á sundstaði fyrstu sjö mánuði ársins.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf skálanefndar ÍR og Víkings dags. 24. maí sl. vegna styrks vegna bráðaviðgerða á skíðaskála félaganna.

  Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf Dansfélagsins Bíldshöfða dags. 20. maí 2018 vegna húsnæðismála.

  Vísað til sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram minnisblað Fylkis dags. 17. júlí sl. vegna styrks fyrir tjald í íþróttahúsi í Norðlingaholti.

  Vísað til sviðstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. júlí 2018 með ósk um umsögn um styrkbeiðni Kátt á Klambra barnahátíðarinnar.

  Samþykkt að fela sviðsstjórum menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs að skrifa umsögn um styrkbeiðnina.

  Fylgigögn

 18. Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri íþrótta- og tómstundasviðs.

 19. Lagt fram til kynningar skipurit íþrótta- og tómstundasviðs.

  Fylgigögn

 20. Lögð fram skýrsla aðalstjórnar Víkings 2017 – 2018.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:15

Undir fundargerð rita: 
Pawel Bartoszek
Hjálmar Sveinsson
Elín Oddný Sigurðardóttir
Katrín Atladóttir
Baldur Borgþórsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 6 =