Fundur nr. 17 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 17

Fundur nr. 17

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 9:06 var haldinn 17. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sonja Wiium, og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundaritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

 1. Bríetartún 3-5, breyting á deiliskipulagi     (01.22)    Mál nr. SN180596
  530416-0890 J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
  440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til norðausturs og auka nýtingarhlutfall þannig að heimilaðar verði þrjár hæðir með inndreginni þakhæð sem snýr að Bríetartúni, en fimm hæðir að aukinni inndreginni þakhæð á norðaustur hluta lóðar, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018. Einnig er lagt fram bréf THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags.
  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Freyr Frostason frá THG Arkitektum ehf. og Jens Sandholt frá Frímúrarareglunni taka sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN170824
  570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

  Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt.2. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, fjölga íbúðum í húsinu í þrjár, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og koma fyrir svölum á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 1. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Sjens vegna byggingarréttar við Hverfisgötu 41 dags. 31. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurjón Gunnsteinsson dags. 27. janúar 2018.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2018. 
  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Aronar Levís Becks og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerðar Sigurðardóttur sem sitja hjá. 
  Vísað til Borgarráðs

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og bóka: Óskað er eftir öllum fyrri gögnum varðandi Hverfisgötu 41, þar með talið þær forsendur sem lágu til grundavallar samkomulags við einkahlutafélagið “Sjens ehf.” um keyptan byggingarrétt. Ennfremur er óskað eftir skýringum á mismun verðmats byggingarréttar (45m) og heildarfjárhæðar sem borgin samþykkti að greiða (63m). 

  -    Kl. 10.00 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.
  -    Kl. 10.00 tekur Aron Leví Beck sæti á fundinum.

  Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi vegna Landsbanka         Mál nr. SN180703
  471008-0280 Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík
  690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 8. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hámarkskvótar byggingar á byggingarreit 6 hækka allir um 0,9 m., samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 2. október 2018. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa mótt. 9. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Halldóra Vífilsdóttir frá Batteríið Arkitektar ehf. tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar. Breytingin  er tilkomin vegna þess að ráðgert er að gera gömlu Steinbryggjuna sýnilega og gera að torgsvæði, en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 5. nóvember 2018.

  Fylgigögn

 5. Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, breyting á deiliskipulagi     (01.85)    Mál nr. SN160479
  570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf. Í breytingunni felst afmörkun lóða fyrir Stjörnugróf 7 og 9 og gera nýja lóð fyrir Stjörnugróf 11 þar sem heimilt verður að byggja íbúðarkjarna fyrir fatlaða einstaklinga á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. A2A arkitekta dags. 2. ágúst 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Soffía D. Halldórsdóttir dags. 27. október 2018 og Veitur dags. 1. nóvember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2018 og er nú lagt fram að nýju.
  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018. 
  Vísað til Borgarráðs

  Fylgigögn

 6. Fossvogur brú, deiliskipulag     (01.8)    Mál nr. SN160764

  Lögð fram tillaga deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 1. október 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig er lagt fram minnisblað EFLU dags. 26. apríl 2018. 
  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til Borgarráð.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og bóka: Mikilvægt er að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýtist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir. 

  Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: „Fossvogsbrúin verður mikil samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur frá upphafi verið hugsuð þannig að hún nýtist einungis vistvænum ferðamátum. Flutningsgeta hennar verður mikil. Ljóst er að akreinar fyrir Borgarlínu, hjólandi og gangandi vegfarendur geta flutt mun fleira fólk en akreinar fyrir bíla.“

  Þóra Kjarval frá Eflu tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

  Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. nóvember 2018.

  Fylgigögn

 8. Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi     (01.332)    Mál nr. SN180743
  530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 24. október 2018 ásamt bréfi dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar. Í breytingunni felst að skilgreina tvo byggingarreiti á lóð Sægarða 9, stækka og breyta sérskilmálum fyrir lóð Sægarða A og gera nýjar lóðir fyrir dreifistöð Sægarðar 13 og spennistöð Sægarðar 17, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018. 
  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til Borgarráðs

  Björn Ingi Edvaldsson tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 9. Kvosin, Landssímareitur, Kæra, úrskurður 21/2018         Mál nr. US180368

  Lagður fram úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. nóvember 2018 þar sem tekið var fyrir mál nr. 21/2018, kæra á samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 8. nóvember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landssímareits. Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni vegna aðildarskorts.

  Fylgigögn

 10. Laugarnesvegur, úrskurður kæru 98/2017         Mál nr. US180370

  Lagður fram úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. nóvember 2018 þar sem ákveðið var að hafna kröfu um ógildingu byggingarleyfis fyrir skúr á lóðinni nr. 83 við Laugarnesveg og beitingu þvingunarúrræða. Fell er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. ágúst 2017, um að hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræða vegna ástands raflagna í sameign fasteignar að Langholtsvegi 83 í Reykjavík. Kærumáli þessu er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefndinni.

  Fylgigögn

 11. Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 996 frá 6. nóvember 2018.

  Kl. 10.46 víkur Aron Leví Beck af fundi.

  Kl. 10.46 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 12. Hagatorg, nýjar gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkingum         Mál nr. US180339

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. nóvember 2018 þar sem lagt er til að útbúnar verði gönguþveranir yfir Hagatorg og þær merktar sem gangbrautir með tilheyrandi yfirborðsmerkingu. 
  Frestað.

  Fylgigögn

 13. Jaðarleiti, bann við að leggja         Mál nr. US180363

  Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. nóvember 2018 þar sem lagt er til bann við því að leggja við norðurkant frá lóðamörkum Efstaleitis 1 að Efstaleiti.
  Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
   

  Fylgigögn

 14. Strætó, breytingar á leið 14         Mál nr. US180365

  Lagt fram minnisblað Strætó dags. 2. október 2018 varðandi breytingar á leið 14 samhliða lokun Gömlu Hringbrautar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 9. nóvember 2018.
  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttir og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Geir Finnsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá. 
  Skipulags- og samgönguráð bókar: "Það er nauðsynlegt að gera leiðarkerfi Strætó skilvirkara og notendavænna. Breytingar á leið 14 eru gerðar til þess að auka áreiðanleika og draga úr seinkunum sem hafa verið á annatíma. Breytingin felur í sér að leið 14 hættir að þjónusta Landspítalann, því er nauðsynlegt að skoða breytinguna í samhengi við aðrar breytingar á þjónustu Strætó við Landspítalann á framkvæmdatíma.”

  -    Kl. 11.05 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.
  -    Kl. 11.05 tekur Geir Finnsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 15. Jólaborgin 2018, kynning         Mál nr. US180340

  Kynnt uppsetning á jólaskreytingum 2018

  Edda Ívarsdóttir tekur sæti undir þessum lið.

 16. Lagt er til að göngugötur verði opnaðar í miðborg Reykjavíkur á aðventunni 2018. Meðfylgjandi er tillaga dags. 15. nóvember 2018 með götum og dagsetningum.

  Fylgigögn

 17. Hólmsheiði, athafnasvæði, lóðarvilyrði til Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.     (04.4)    Mál nr. SN180328
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2018 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 2. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 um lóðarvilyrði til Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á athafnasvæðinu á Hólmsheiði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa, deildarstjóra aðalskipulags og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. maí 2018,  minnisblaði skrifstofu umhverfisgæða dags. 1. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2018.
  Samþykkt er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2018.

  Björn Ingi Edvaldsson tekur sæti undir þessum lið.

  Fylgigögn

 18. Strætó          Mál nr. US180127

  Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða dags. 23. mars 2017  varðandi akstur Strætó um hverfið. Einnig lögð fram hugmynd um hringakstur Strætó ásamt sameiginleg bókun hverfisráða í Háaleiti/Bústöðum, Laugardal og Hlíðum. 
  Vísað til Strætó bs. til umsagnar.

  Fylgigögn

 19. Skipulags- og samgönguráð, jól 2018         Mál nr. US180341

  Lagt er til að fundir skipulags- og samgönguráðs falli niður 19. desember 2018 og 2. janúar 2019. 
  Samþykkt

 20. Skipulags- og samgönguráð, samþykktir         Mál nr. US180337

  Kynnt drög að samþykktum fyrir skipulags- og samgönguráð.
  Samþykkt með þeim breytingum sem komu fram á fundinum.

  Fylgigögn

 21. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

  Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í október 2018.

  Fylgigögn

 22. Fyrirspurn frá Sjálfstæðisflokki, Upplýsingar um arkitektastofur og verkfræðistofur         Mál nr. US180316

  Óskað er upplýsinga um allar þær arkitektastofur og verkfræðistofur sem SEA og umhverfis- og skipulagssvið hafa átt viðskipti við frá árinu 2013. Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir einstök verkefni sem þessum aðilum hafa verið falin auk kostnaðar.
  Vísað til umsagnar Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Umhverfis- og skipulagssviðs.

  Fylgigögn

 23. Tillögur fulltrúa Sósíalistaflokksins, Tillögur um umferðaröryggi við Múla         Mál nr. US180374

  1. Tillaga um að öryggi gangandi vegfarenda verði bætt á gatnamótum Suðurlandsbraut/Vegmúla

  Gönguljósin yfir Suðurlandsbraut eru mjög stutt svo að fullorðið nær tæplega yfir hvað þá börn. Einnig keyrir fólk mjög hratt niður úr Vegmúla og spurning um hvort það þurfi ekki að útfæra þessar gangbrautir betur

  2. Tillaga um að bæta öryggi gangandi vegfarenda við hjólastíg í Laugardal neðan við Vegmúla.

  Börn og fullorðnir sem sækja sér þjónustu í laugardalinn upplifa mörg mikið óöryggi þegar kemur að hjólastígnum fyrir neðan Vegmúla og þá sérstaklega á sumrin þegar gróður skyggir mjög mikið á útsýni. Einnig hjóla mörg börn þarna niður og þau eru ekkert endilega að hægja á sér. Annað hvort þyrfti að unirbúa einhverskonar brú/göng eða að öðrum kosti fjarlægja töluvert magn af gróðri.

  3. Tillaga að undirbúið verði heildar endurskipulag á gangstéttum og gönguleiðum í Síðumúla/Ármúla/Vegmúla.

  Umferðaröryggi gangandi vegfarenda í múlunum er mjög ábótavant. Bæði er mjög erfitt að ganga þarna um með vagna og kerrur einnig vantar gangstéttar á rökréttum stöðum eins og í Vegmúla við smurstöðina. Margir foreldrar upplifa mikið óöryggi við að senda börnin sín í tómstundaiðkun.
  Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

  -    Kl. 11.46 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi eftir umræðu.

  Fylgigögn

 24. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðarkoddar/gangbrautir         Mál nr. US180298

  Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  í skipulags og samgönguráði - Óskað er eftir því að umferðakoddar verði fjarlægðir af Strandvegi og settar verði upp gangbrautir líkt og skýrsla er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs leggur til.  Einnig er lögð fram greinargerð og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 6. nóvember 2018. 

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttir og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Geir Finnsson, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildi Björnsdóttur og Valgerðar Sigurðardóttur.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði þakka fyrir góða vinnu við það að afla svara við fyrirspurninni. Það er áhugavert að sjá að þó svo gripið hafi verið til þess að setja umferðarkodda þá eru 40% sem aka yfir löglegum hámarkshraða. Því væri gott að skoða hvort aðrar lausnir væru ekki heppilegri á þessum stað líkt og bent var á í tillögunni.

  Fylgigögn

 25. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Stórhöfði 45         Mál nr. US180283

  Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem lagt er til að þegar verði ráðist í malbikun, gerð gangstétta, lýsingu og annars frágangs á vegakafla við Stórhöfða 45, en þar stendur nú sjúkrahús SÁÁ. Einnig er lögð fram greinargerð. Einnig er lagður fram tölvupóstur SÁÁ dags. 31. október 2018.
  Frestað

  Fylgigögn

 26. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, gerð Sundarbrautar/ Sundagangna         Mál nr. US180259

  Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.  
  "Miðflokkurinn leggur til að tafarlaust verði hafnar samræður við Vegagerð Ríkisins um gerð Sundarbrautar/ Sundagangna". 
  Einnig er lögð fram greinargerð og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. október 2018 .  
  Frestað

  Fylgigögn

 27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, möguleika á flutning nýbyggingar Dalskóla vegna spennistöðvar         Mál nr. US180231
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að kanna
  möguleika á flutning nýbyggingar Dalskóla vegna spennistöðvar. Lagt fram svar SEA. 

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 28. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360
  491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
  501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 25. október 2018 vegna breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.

  Fylgigögn

 29. Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13, breyting á deiliskipulagi     (05.130.4)    Mál nr. SN180357
  681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
  700707-0750 Byggingafélag námsmanna ses., Pósthólf 5480, 108 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 25. október 2018 vegna breytingu á deiliskipulagi námsmannagarða við  Klausturstíg 1-11 og Kapellustígur 1-13.

  Fylgigögn

 30. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, veitingastaðir, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN180664

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 1. nóvember 2018  varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem bætt er ákvæði um möguleg frávik frá almennum viðmiðum um opnunartíma veitingastaða

  Fylgigögn

 31. Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN180076
  681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
  440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 1. nóvember 2018 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut.

  Fylgigögn

 32. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN180140

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. nóvember 2018 um samþykki borgarráðs dags. 25. október 2018 vegna breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar.

  Fylgigögn

 33. Laugavegur 95-99, kæra 122/2017, umsögn     (01.174.1)    Mál nr. SN170791
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er álagning bílastæðagjalds vegna viðbyggingar við fasteignina Laugavegur 95-99. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 14. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. nóvember 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  Fylgigögn

 34. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks
  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir því að Reykjavíkurborg hefji viðræður við Vegagerðina um það að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík. 
  Vísað til samgöngustjóra til meðferðar.

 35. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júní 2018 þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um öryggisúttekt á skólalóðum frá fundi borgarráðs 24. maí 2018 er send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar.

  Fylgigögn

 36. Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Réttarholtsvegi og fleiri stöðum.  Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga. Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur.  Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut.

 37. Á fundi borgarstjórnar 16. október 2018 var lögð fram fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins varðandi að heimila handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða að keyra á göngugötum. Tillögunni var vísað til skipulags- og samgönguráðs. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:10

Undir fundargerð rita: 
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjálmar Sveinsson
Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

18 + 0 =