Fundur nr. 1

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2019, fimmtudaginn 16. maí, var haldinn 1. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 15.03. Fundinn sátu: Ellen Jacqueline Calmon, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Sigrún Birgisdóttir, Ingólfur Már Magnússson, Lilja Sveinsdóttir, Bergþór Heimir Þórðarson og Andri Valgeirsson. Fundinn sátu einnig Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Fundarritari: 

Tómas Ingi Adolfsson

 1. Lagt er fram bréf, dags. 4. apríl 2019, frá skrifstofu borgarstjórnar, um kosningu í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks.

  Fylgigögn

 2. Lagðar eru fram tilnefningar Öryrkjabandalags Íslands, dags. 5. apríl 2019, Landssamtakanna Þroskahjálpar, dags. 13. maí 2019 og NPA miðstöðvarinnar dags. 4. apríl 2019 í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks.

  Fylgigögn

 3. Samþykkt aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 19. mars 2019, lögð fram.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um fundartíma aðgengis- og samráðsnefndar.

 5. Fram fer umfjöllun um leiðbeiningar fyrir fulltrúa í aðgengis- og samráðsnefnd.

  Fylgigögn

Undir fundargerð rita: 

Ellen Jacqueline Calmon

Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir

Björgvin Björgvinsson