Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 85

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2025, fimmtudaginn 16. janúar var 85. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Katarzyna Beata Kubiś og Hallgrímur Eymundsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Bragi Bergsson með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Pant á breytingu á gjaldskrá akstursþjónustu. MSS23010146

    -    Kl. 10.10 tekur Þórdís Linda Guðmundsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Sturla Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10.20 tekur Bryndís Snæbjörnsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti og Þórdís Linda Guðmundsdóttir aftengist fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 10.47 víkur Bryndís Snæbjörnsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um jafnræði í þjónustu við fatlað fólk eftir borgarhlutum. MSS25010081
    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag og senda fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs. 

  3. Fram fer kynning á svæðinu við Hlemm. MSS22110236

    -    Kl. 10.58 víkur Unnur Þöll Benediktsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.  

    Edda Ívarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.11.05

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Hallgrímur Eymundsson Katarzyna Kubiś

Lilja Sveinsdóttir Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Ingólfur Már Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. janúar 2025