VERKEFNISSTJÓRN MIÐBORGARMÁLA

Ár 2017, þriðjudaginn 26. september, var haldinn 9. fundur verkefnisstjórnar miðborgarmála. Fundurinn var haldin í fundarherbergi borgarráðs og hófst hann kl. 15.05. Fundinn sátu, Anna Kristinsdóttir, Áshildur Bragadóttir, Edda Ívarsdóttir, Sigríður Maack og Stefán Eiríksson formaður. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar: Benóný Ægisson, Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Albert Harðarson, Ólafur Torfason, Brynjar Friðriksson, Guðrún Kaldal. Starfsmaður Reykjavíkurborgar var Kristinn Jón Ólafsson.
Fundarritari var Elísabet Ingadóttir.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning um Snjallborgarvæðingu Reykjavíkurborgar.

- Kl. 15.15 tekur Árný Sigurðardóttir sæti á fundi.
- Kl. 15.17 tekur Borghildur Sölvey Sturludóttir sæti á fundi.

2. Fram fer umræða um hávaðamælingar í miðborginni.

- Kl. 16.07 víkur Anna Kristinsdóttir af fundi.

3. Fram fer kynning á sameiginlegum fundur hverfisráða, íbúasamtaka og borgarinnar sem mun bera yfirskriftina: Hótel, íbúðahótel og heimagisting. Hvert skal stefnt?

4. Fram fer kynning á stöðu úthlutana úr miðborgarsjóði

5. Fram fer kynning á stöðu á fyrsta árstíðabundna fundi verkefnisstjórnarinnar.

Fundi slitið kl. 16.20

Stefán Eiríksson

Edda Ívarsdóttir Áshildur Bragadóttir
Sigríður Maack Borghildur Sölvey Sturludóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

17 + 1 =