Fundur nr. 89 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 89

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
 
Ár 2015, 25. nóvember, var haldinn 89. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 11:08. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Jóna Björg Sætran (B), Kjartan Magnússon (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Sabine Leskopf (S). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Arnaldur Sigurðarson (Þ); Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Atli Steinn Árnason framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í Reykjavík; Elín Thorarensen, kennarar í grunnskólum og Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
 
Þetta gerðist:
 
Elín Thorarensen er boðin velkomin á sinn fyrsta fund í skóla- og frístundaráði.
 
 
1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. nóvember 2015, þar sem greint er frá því að á fundi borgarstjórnar þann 3. nóvember 2015 hafi verið samþykkt að Eva Einarsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Ragnars Hanssonar. SFS2014060160
 
2. Skrekkur hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Héðinn Sveinbjörnsson, verkefnastjóri Skrekks og Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls, kynna og svara fyrirspurnum.
 
3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. nóvember 2015, varðandi starfsemi skólahljómsveita í Reykjavík. Jafnframt lagðar fram starfsáætlanir skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts, skólahljómsveitar Grafarvogs og skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðborgar fyrir starfsárið 2015-2016 ásamt fréttabréfi skólahljómsveitar Austurbæjar haustið 2015. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á skóla- og frístundasviði kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015110110
 
Lárus H Grímsson, Vilborg Jónsdóttir, Snorri Heimisson og Einar Jónsson stjórnendur skólahljómasveita í Reykjavík taka sæti á fundinum undir þessum lið.
 
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
 
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um fjölda nemenda á biðlistum eftir skólahljómsveitum í Reykjavík. 
 
4. Lagt fram á fundinum svar við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 25. febrúar 2015, varðandi nýtingu leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og skólahljómsveita á menningarfræðslu sem í boði er hjá menningarstofnunum borgarinnar. SFS2015010055
 
5. Staða tónlistarmála hjá Reykjavíkurborg. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á skóla- og frístundasviði, kynnir og svarar fyrirspurnum.
 
6. Starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2016, trúnaðarmál.
 
Lögð fram ályktun skólaráðs Laugarnesskóla, dags. 21. október 2015, vegna skerts fjármagns til sérkennslu og áskorun frá félagi fagfólks á skólasöfnum, dags. í nóvember 2015, um að bæta aðgengi reykvískra barna að bókum.
 
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi bókun:
 
Á skólaárinu 2010-11 var niðurskurður á mörgum skólasöfnum borgarinnar. Þetta var í samræmi við sparnaðartillögur skóla- og frístundaráðs á þeim tíma. Í sumum grunnskólum borgarinnar voru skólabókasöfnin varin, annars staðar var starfsemi þeirri verulega skert, lögðust nánast niður sums staðar. Má velta fyrir sér hvort söfnin hafi náð sér á strik eftir þennan niðurskurð. Nú er Reykjavík orðin ein af bókmenntaborgum UNESCO og er ætlað að vera öðrum borgum fyrirmynd sem sækjast eftir stuðningi við að efla eigin bókmenningu. Áheyrnarfulltrúi foreldra tekur heils hugar undir áskorun félags fagfólks á skólasöfnum.
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og áheyrnarfulltrúi Pírata fagna þeirri áminningu sem áskorun fagfólks á skólabókasöfnum felur í sér og tekur undir það sem þar kemur fram að skólabókasöfn gegna lykilhlutverki í auknum lestri og námi barna og alhliða þroska þeirra. Í þeirri vinnu sem framundan er á vettvangi skóla- og frístundaráðs verður mið tekið af þeim aðstæðum sem mörg skólabókasöfn eru í. Til stendur að fara í heildarendurskoðun úthlutunarlíkana m.a. með það fyrir augum að jafna aðstöðumun grunn- og leikskóla og þar með talið skólabókasafna.
 
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum leggur fram svohljóðandi tillögu: 
 
Áheyrnarfulltrúi foreldra leggur til að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að hefja viðræður við Móðurmál, félag tvítyngdra barna og félag fagfólks á skólasöfnum hvernig best fari á því að gera bókakost Móðurmáls, félags tvítyngdra barna sýnilegan og aðgengilegan fyrir börn af erlendum uppruna. Skoðað verði hvort ekki sé hægt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun borgarinnar að fé verði veitt til skráningar og hýsingar á þessum bókakosti í Gegni. Þetta myndi samræmast vel umbótaþáttum SFS málþroski, læsi og lesskilningur, fjölmenningu og áherslu á móðurmál, sjá meðfylgjandi greinargerð
 
Greinagerð fylgir. 
Frestað. 
 
7. Ráðning skólastjóra við Klettaskóla.
Lögð fram til kynningar: 
a) Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 20. nóvember 2015, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Klettaskóla, trúnaðarmál. 
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Klettaskóla, trúnaðarmál. 
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Klettaskóla.
d) Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla.
Fjórar umsóknir bárust um stöðuna og var Árni Einarsson ráðinn skólastjóri Klettaskóla frá og með 1. janúar 2016. SFS2015110113
 
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra, Árna Einarssyni, velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi skólastjóra Erlu Gunnarsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu Klettaskóla. 
 
8. Ráðning skólastjóra við Foldaskóla.
Lögð fram til kynningar: 
a) Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 20. nóvember 2015, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Foldaskóla, trúnaðarmál.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Foldaskóla, trúnaðarmál. 
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Foldaskóla.
d) Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla.
Átta umsóknir bárust um stöðuna og var Ágúst Ólason ráðinn skólastjóri Foldaskóla frá og með 1. janúar 2016. SFS2015110114
 
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum skólastjóra, Ágústi Ólasyni, velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi skólastjóra Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni fyrir vel unnin störf í þágu Foldaskóla um árabil.
 
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum í skóla- og frístundaráði leggur fram svohljóðandi bókun: 
 
Ráðning skólastjóra er eitt stærsta hagsmunamál hvers skólasamfélags. Kjörnir fulltrúar í skóla- og frístundaráði hafa margir lýst sig opna fyrir því að auka aðkomu foreldra að ráðningu skólastjórnenda. Samkvæmt verklagi sem samþykkt var í skóla- og frístundaráði í júní 2013 eiga skólaráð að fá tækifæri til að koma með tillögur um hæfniskröfur, en þær eru þó einungis ráðgefandi. Skólastjóri ber ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Áheyrnarfulltrúi foreldra telur það vera marktækan vitnisburð um samskipta og stjórnunarhæfileika að í skóla sem umsækjandi hefur áður stýrt sé virkt skólaráð og að lögbundin félög foreldra og nemenda séu virk og starfi samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem þeim er ætlað. Fulltrúi foreldra vill nota þetta tækifæri þegar fjallað er um ráðningu skólastjóra að ítreka fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að þegar fjallað er um hæfnisþætti umsækjenda sem hafa gegnt stöðu skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra sé ávallt gengið úr skugga um starfsemi og virkni þessara lögbundnu félaga og ráða sem eru hluti af stjórnskipan hvers skóla samkvæmt grunnskólalögum.
 
9. Lögð fram skýrsla starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði, dags. 21. ágúst 2015. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2015, um áætlun um innleiðingu eða nánari úrvinnslu tillaga starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði, nr. 15 og 16 um matarþjónustu og minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. nóvember 2015, um áætlun um innleiðingu eða nánari úrvinnslu tillagna starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði. SFS2014100198
 
- Kl. 13:56 víkur Guðlaug Sturlaugsdóttir af fundinum. 
 
Samþykkt að vísa frá tillögu 15 í minnisblaði sviðsstjóra, dags. 23. nóvember 2015.
 
Með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra, dags. 23. nóvember 2015, er innleiðingaráætlun vegna tillögu 16 úr skýrslu starfshóps um fjárhaglega rýningu á skóla- og frístundasviði samþykkt. Tillögunni er vísað til borgarráðs hvað varðar mötuneytisþjónustu annarra starfsstöðva borgarinnar en skóla- og frístundasviðs. 
 
Lögð fram skýrslan Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar: Greinargerð og tillögur starfshóps um endurskoðun reglnanna, dags. í nóvember 2015. SFS2015060114
 
- Kl. 14:02 tekur Guðrún Edda Bentsdóttir sæti á fundinum. 
 
Lögð fram að nýju svohljóðandi málsmeðferðartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs þann 11. nóvember 2015: 
 
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar umboðsmanns barna á tillögu starfshóps að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi.
 
10. Lögð fram að nýju svohljóðandi málsmeðferðartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs þann 11. nóvember 2015: 
 
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar eftirtalinna aðila á tillögu starfshóps að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi: SAMFOK, Félag foreldra barna í leikskólum, aðalstjórnir hverfisíþróttafélaganna í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Skátasamband Reykjavíkur.
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu: 
 
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar eftirtalinna aðila á tillögu starfshóps að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi: Umboðsmaður barna, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Bandalag íslenskra listamanna, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, Skátasamband Reykjavíkur. 
 
Greinargerð fylgir. 
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu: 
 
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita umsagnar eftirtalinna aðila á tillögu starfshóps að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi: SAMFOK, Félag foreldra barna í leikskólum, aðalstjórnir hverfisíþróttafélaganna í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Skátasamband Reykjavíkur, Umboðsmaður barna, Bandalag íslenskra listamanna, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva. 
 
Svohljóðandi breytingartillaga samþykkt: 
 
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að senda tillögu starfshóps að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi til eftirtalinna aðila og gefa þeim kost á að senda inn athugasemdir: Umboðsmaður barna, Íþróttabandalag Reykjavíkur sem kynni málið fyrir aðalstjórnum hverfisíþróttafélaga í Reykjavík, Bandalag íslenskra listamanna, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, Skátasamband Reykjavíkur, Félag foreldra leikskólabarna, SAMFOK, Félag skólastjórnenda í Reykjavík, Félag stjórnenda leikskóla, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. 
 
11. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. nóvember 2015, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla í Reykjavík leikskólaárið 2015-2016. Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015050017
Samþykkt.
 
12. Lögð fram skýrslan Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, dags. 28. maí 2015. Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2014090065
 
13. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. nóvember 2015, varðandi íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. SFS2015100120
 
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. nóvember 2015, um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur skóla- og frístundaráði, eitt mál. SFS2015010035
 
15. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í grunnskólum í skóla- og frístundaráði: 
 
Í ár munu nemendur í 10. bekk í fyrsta sinn verða metnir skv. nýju námsmati og notast verður við einkunnakvarðann A,B,C,D. Svo virðist sem grunnskólar í Reykjavík séu mislangt á veg komnir með að innleiða nýtt námsmat. Nú þegar vel er liðið á skólaárið virðast foreldrar og nemendur í mörgum skólum ekki hafa fengið kynningu á því hvernig nemendur verða metnir í vor. Fæstir skólar virðast hafa birt á heimasíðum sínum útfærslu á námsmatinu. Þeir skólar sem hafa birt námsmatið á heimasíðum sínum, virðast ekki endilega hafa sama skilning á því hvernig skuli útfæra námsmatið. Veit skóla- og frístundasvið hvernig þessi mál standa í borginni? Hefur verið kannað í einstökum skólum borgarinnar hvernig skólarnir hyggjast haga námsmatinu í vetur og hvort og með hvaða hætti það hafi verið kynnt nemendum og foreldrum? Það er afar brýnt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að foreldrar og nemendur, sérstaklega í 10. bekk, fái sem fyrst nákvæmar upplýsingar um það með hvaða hætti námsmati verður háttað í vor, hvaða þættir liggja til grundvallar og hvernig lokaeinkunn í vor verður fundin. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að þegar nemendur hefja nám að hausti að nemendum og foreldrum þeirra sé kleift að kynna sér hvernig mati á námi þeirra verður háttað. SFS2015110177
 
Fundi slitið kl. 15.06
 
Skúli Helgason
 
Eva Einarsdóttir Jóna Björg Sætran Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =