Fundur nr. 86 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 86

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
 
Ár 2015, 14. október, var haldinn 86. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 11:05. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Jóna Björg Sætran (B), Kjartan Magnússon (D), Líf Magneudóttir (V), Marta Guðjónsdóttir (D) og Sabine Leskopf (S). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Arnaldur Sigurðarson (Þ); Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Atli Steinn Árnason framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, skólastjórar í leikskólum; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum; Steindór Gestur Guðmundarson Waage, Reykjavíkurráð ungmenna og Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
 
Þetta gerðist:
 
Guðlaug Sturlaugsdóttir og Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir eru boðnar velkomnar á sinn fyrsta fund í skóla- og frístundaráði.
 
1. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. október 2015, varðandi starfsáætlanir frístundamiðstöðva 2015-2016. Jafnframt lagðar fram starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna Frostaskjóls, Gufunesbæjar, Kamps, Kringlumýrar, Miðbergs og Ársels fyrir starfsárið 2015-2016. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015100015
 
Guðrún Kaldal, Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva, taka sæti á fundinum undir þessum lið auk Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur verkefnastjóra á frístundahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. 
 
2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. október 2015, um húsnæði frístundaheimila í Reykjavík. Jafnframt lögð fram tafla yfir staðsetningu á húsnæði frístundaheimila skóla- og frístundasviðs í september 2015, borgarráðssamþykkt um starfsemi og rekstur frístundaheimila Reykjavíkurborgar, sem staðfest var í borgarráði 4. mars 2010 og upplýsingar um rýmisþörf frístundaheimila. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015100016
 
Guðrún Kaldal, Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva, taka sæti á fundinum undir þessum lið auk Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur verkefnastjóra á frístundahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. 
 
3. Lögð fram dagskrá ráðstefnu um stefnumótun í æskulýðsmálum 2014 – 2018, Frítíminn er okkar fag. SFS2015100036
 
4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. október 2015, varðandi skýrslu starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði. Jafnframt lögð fram skýrsla starfshóps um fjárhagslega rýningu á skóla- og frístundasviði, dags. 21. ágúst 2015. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og Halldóra Káradóttir skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2014100198
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
 
Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi borgarstjóra um fjármál skóla- og frístundasviðs fyrir góða vinnu og felur sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu eða nánari úrvinnslu þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni. Áætlunin verði lögð fram til afgreiðslu eigi síðar en 11. nóvember 2015.
 
Frestað.
 
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. október 2015, um framkvæmd list-, tækni, og verkgreina í grunnskólum Reykjavíkur haustið 2015, þróunarverkefnis skóla- og frístundasviðs. Jafnframt lagðar fram lýsingar á verkefnum í boði í Haustbúðum 2015 og bæklingurinn Haustbúðir 2015, list-, tækni- og verkgreinar. 
 
Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnir og svarar fyrirspurnum. SFS2015100037
 
- Kl. 13:35 víkur Rósa Ingvarsdóttir af fundinum. 
 
6. Dagskrárlið 6 í útsendri dagskrá, varðandi yfirlit yfir erindisbréf, frestað. 
 
7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. október 2015, varðandi álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1203 varðandi vinnslu persónuupplýsinga og öryggi þeirra í vefkerfinu Mentor. Jafnframt lagt fram álit Persónuverndar, dags. 22. september 2015 og bréf Halls Símonarsonar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 2. október 2015 um verndun trúnaðarupplýsinga. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og Alma Tryggvadóttir skrifstofustjóri upplýsingaöryggissviðs hjá Persónuvernd, kynna og svara fyrirspurnum. SFS2015090245
 
Ásgeir Beinteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
 
- Kl. 13:45 víkur Guðlaug Sturlaugsdóttir af fundi og Guðrún Edda Bentsdóttir tekur þar sæti. 
 
8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. október 2015, varðandi gervigrasvelli á lóðum grunnskóla Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2015, varðandi gervigrasvelli á skólalóðum í borginni og bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. október 2015 varðandi gúmmíkurl á sparkvöllum á skólalóðum Reykjavíkurborgar. Agnar Guðlaugsson, deildarstjóri og Auður Ólafsdóttir ráðgjafarverkfræðingur, umhverfis- og skipulagssviði, kynna og svara fyrirspurnum. Þorbergur Karlsson, úr stjórn mannvirkjanefndar KSÍ svarar fyrirspurnum. SFS2015100035
 
Daníel Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
 
- Kl. 14:30 víkur Arnaldur Sigurðarson af fundinum.
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 
 
Skóla- og frístundaráð fer þess á leit við borgarráð að samþykkt verði fjárveiting til endurbóta á þeim gervigrasvöllum á skólalóðum Reykjavíkurborgar, sem eru með dekkjakurl á yfirborði, og þess í stað sett viðurkennt gæðagras og gúmmí, sem stenst ýtrustu heilbrigðis- og umhverfiskröfur.
 
Frestað. 
 
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum í skóla- og frístundaráði leggur fram svohljóðandi bókun: 
 
Árið 2010 var fyrst vakin athygli hér á landi á alvarlegum heilsufarslegum áhrifum sem dekkjakurl á sparkvöllum getur haft. Frá þeim tíma hefur annað efni eða aðrar aðferðir verið notaðar til að skapa rétt undirlag á sparkvöllum og ber að hrósa fyrir það. Eftir sitja þó 15 sparkvellir þar sem dekkjakurl er enn til staðar. Fulltrúi foreldra grunnskólabarna skorar á borgina að setja endurnýjun þessara valla í forgang til þess að tryggja börnunum í borginni aðgengi að völlum sem ekki eru hættulegir heilsu þeirra.
 
9. Lagt fram yfirlit yfir nemendafjölda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2015-2016, dags. 1. október 2015. SFS2015100018
 
10. Lagt fram svar við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina varðandi stöðu biðlista eftir greiningu og þjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi, dags. 12. október 2015. SFS2015090078 
 
11. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í grunnskólum í skóla- og frístundaráði varðandi innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, dags. 24. september 2015. SFS2015090079
 
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. október 2015, um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur skóla- og frístundaráði, eitt mál. SFS2015010035
 
- Kl. 15:00 víkur Hildur Skarphéðinsdóttir af fundinum. 
 
13. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 
 
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina óskar eftir upplýsingum um umfang frístundar án endurgjalds fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskóla. Er hér um að ræða verkefni til ákveðins tíma? Hvað greiðir borgin fyrir hvert barn og hver er heildarfjöldi barna sem nýtur þessa úrræðis? Er frístund án endurgjalds í boði fyrir öll börn í 1. og 2. bekk allra grunnskóla í Reykjavík eða er úrræðið bundið við ákveðin frístundaheimili eða hverfi í borginni? Hvert er álit umboðsmanns barna varðandi þetta með tilliti til jafnræðis barna. SFS2015100066
 
14. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 
 
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi leikskólavistun hjá Reykjavíkurborg:
 
Hvað eru mörg ónotuð pláss á yngstu deildum leikskólanna í dag sem ekki er unnt að nýta vegna fjárskorts þar sem álitið er að ráða þurfi viðbótar starfsfólk til að sinna börnunum? Hvenær má búast við að börn fædd í mars 2014 muni fá leikskólavistun á vegum borgarinnar? Eru í einhverjum tilvikum einnig laus pláss á eldri deildum leikskólanna sem talið er að ekki sé hægt að nýta vegna fjárskorts? Er eitthvað um að stjórnendur leikskóla hafi talið eða telji sig í dag geta tekið við fleiri börnum án viðbótar starfsfólks og ef svo er, þá í hvaða aldurshópum? Hvað þarf til að hægt verði að fullnýta þau lausu pláss sem fyrirfinnast í dag á hinum ýmsu leikskólum borgarinnar? SFS2015100067
 
15. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
 
Þar sem borgin hefur lýst yfir áhuga á að taka á móti kvótaflóttafólki og er einnig með samning við útlendingastofu varðandi hælisleitendur er brýnt að hafa skýra sýn á með hvaða hætti börn í þessum hópum munu fá inni í skólum borgarinnar og hvernig verður staðið að nauðsynlegri þjónustu við þessi börn og foreldra þeirra varðandi nám og leik barnanna í leik- og grunnskólum sem og frístund. Hefur skóla- og frístundasvið markað sér stefnu varðandi móttöku barnanna í skóla borgarinnar t.d. hvað varðar aukið aðgengi að sálfræðingum borgarinnar, sem og ýmsa sérstaka aðstoð og túlkaþjónustu? Í dag er stór hópur barna af erlendum uppruna við nám og leik í leik- og grunnskólum borgarinnar sem og frístund en gera má ráð fyrir að erlend börn sem koma hingað til lands á næstu mánuðum frá stríðshrjáðum svæðum og eftir mikla hrakninga, þurfi mikla aðstoð áfallateyma til að jafna sig andlega auk sérstakrar aðstoðar og jafnvel sérkennslu til að aðlagast íslenskum skólabrag, samskiptum við íslenska jafnaldra í skólanum og til að aðlagast íslensku menntakerfi, ná góðum tökum á læsi og geta nýtt sér íslenskt menntakerfi til að auka þekkingu sína og færni. Hvernig verður tryggt fé til þessarar sérstöku aðstoðar á sama tíma og mikið fé skortir til að koma til móts við þarfir þeirra barna og unglinga sem hafa nú beðið lengi eftir aðstoð og greiningum, sum hafa beðið í nokkra mánuði en önnur í meira en tvö ár. SFS2015100068
 
16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
 
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina spyr hvort leitað verði til grunnskóla sem hafa reynslu af því að taka við börnum úr hópum flóttafólks bæði í Reykjavík og á Akranesi til að safna upplýsingum um hvað hefur gengið vel varðandi skólagöngu barnanna og hvað reynsla skólanna sýni að þurfi að taka sérstaklega tillit til við allan undirbúning, aðlögun og kennslu. Hvernig hefur börnunum gengið að aðlaga sig að íslensku skólaumhverfi? Hvernig aðlagast þau nemendahópnum sem er fyrir? Hefur þurft túlkaþjónustu í kennslustundum vegna tungumálaörðugleika? Hafa orðið árekstar er rekja má til ólíkra menningarheima og ólíkra uppeldisaðferða? Hafa öll börnin farið í bekki / hópa með íslenskum börnum eða hafa börnin fengið sérkennara sem talar þeirra tungumál og er með sambærilegan menningarlega bakgrunn? Ef svo er, hvernig er þá tryggt að unnið sé eftir íslenskum reglum og lögum varðandi mannvirðingu, jafnrétti kynjanna sem og reglur um námsþætti, kennslu- og uppeldisaðferðir? SFS2015100069
 
Fundi slitið kl. 15.10
 
Skúli Helgason
 
Eva Einarsdóttir Jóna Björg Sætran Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 3 =